Sumarið er komið í fullan blóma hjá Hrafnhildi. Íslendingar eru samir við sig og ekki með neitt volæði. Það er ekkert lát á því að þeir versli sér föt fyrir komandi sumartíð og mér finnst það dásamlegt. Lífið heldur áfram og íslenskar konur horfa björtum augum til framtíðar, fullar lífsgleði og halda áfram að láta það eftir sér að vera fínar og fallega klæddar.“

Þetta segir Margrét Káradóttir, verslunarstjóri hjá Hrafnhildi. Þar er ægifagurt um að litast enda litagleði vors og sumars í algleymingi. Mikið er um náttúruleg efni, silki, hör og mjúkt viscose.

Frogbox er nýtt, svissneskt merki hjá Hrafnhildi. Það er fullt af lífsgleði og fallegum litum.

„Cargo“-buxur, silkiblússur og strigaskór

Hjá Hrafnhildi fæst vandaður tískufatnaður fyrir allar konur sem vilja klæða sig vel.

„Úrvalið er ómótstæðilegt og þessa dagana erum við að taka inn nýtt svissneskt merki, Frogbox. Það er uppfullt af gleði og má segja að litaflóran verði æ bjartari og skærari eftir því sem líður á dagana,“ segir Maggý.

„Yfirbragð sumarsins er lekkert en tískan er líka töff. „Cargo“-buxur eru einkar vinsælar og æðislegar við silkiblússur og stakan jakka, en þá eigum við nú í sérlega miklu úrvali. Svo koma rómantískir kjólar á móti töffheitunum og nú vilja konur ekkert nema litrík og rósótt mynstur. Þá fást sandalar og strigaskór í stíl í öllum litum og gerðum og mikið úrval af flottum gallabuxum.“

Litadýrðin er allsráðandi hjá þeim fjölmörgu merkjum sem fást hjá Hrafnhildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Slow fashion“

Tískumerkin eru mörg og mismunandi og koma frá Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og Ítalíu.

Birgjarnir okkar huga sífellt meira að umhverfismálum. Lasalle er til dæmis mjög fínlegt hollenskt merki sem framleiðir aðeins á Ítalíu úr ítölskum efnum. Dönsku merkin Bitte Kai Rand og Mos Mosh eru einnig komin með umhverfisvænar línur. Við finnum það einnig á viðskiptavinum okkar að þeir eru í auknum mæli að kaupa sér færri og vandaðri flíkur í takt við „slow fashion“ hreyfinguna,“ segir Maggý.

„Mos Mosh og PBO hanna öll sín mynstur sjálf og því geta konur verið vissar um að vera með einstaka flík í höndunum. Það borgar sig að koma til okkar því hjá Hrafnhildi fá konur vandaðar og einstakar vörur á sanngjörnu verði,“ segir Maggý.

„Það er ekki langt síðan við tókum inn heimsþekktu Stenströms skyrturnar en þær hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hör- og silkiskyrturnar.

Hægt er að fá Stenströms skyrtur hvort sem er aðsniðnar eða lausar.“

Þessa fyrstu daga vors og sumars hefur verið vitlaust að gera í búðinni hjá Hrafnhildi.

„Fæstir eru með tilefni sumarsins á hreinu og maður heyrir minna talað um tilefni fatakaupanna nú. Mér finnst áberandi að konur fái sér eitthvað fallegt fyrir sig svo koma tilefnin, hvernig sem málin þróast og þá er aldeilis gaman að eiga eitthvað nýtt og fallegt,“ segir Maggý.

Sandalar og strigaskór fást í úrvali í sumarlitunum hjá Hrafnhildi. Einnig æðislegar töskur og fylgihlutir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Vefverslun hjahrafnhildi.is

Hjá Hrafnhildi opnaði glæsilega og aðgengilega vefverslun í ársbyrjun og sú hefur heldur betur hitt í mark, enda bæði auðvelt og þægilegt að kaupa sér föt, skó og fylgihluti heiman úr stofu og fá sent heim.

„Það spilar mjög vel saman að vera með netverslun og búð því sumum konum hentar að koma og öðrum ekki. Við fundum mikinn kipp í vefversluninni í samkomubanninu og hún er komin til að vera en eftir tilslakanir á banninu finnum við líka að konur eru þyrstar í að máta og koma við flíkurnar og þiggja ráðgjöf. Það er engin áhætta að versla í vefversluninni hjá Hrafnhildi því við endurgreiðum það sem ekki hentar og viðskiptavinir geta endursent flíkurnar að kostnaðarlausu. Margar konur þekkja sín merki og stærðir en dönsk, þýsk og hollensk snið henta íslenskum konum vel,“ segir Maggý.

Hjá Hrafnhildi fæst fallegur klæðnaður sem hentar konur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Þín upplifun skiptir máli!

Maggý segir stílinn hjá Hrafnhildi heilla allar sjálfstæðar konur.

„Sjálfstæð kona veit hvað hún vill. Hún kaupir það sem henni þykir fallegt og velur gæði en eltir ekki merkjavöru. Við leggjum metnað í að veita faglega þjónustu og oftar en ekki erum við með hvern viðskiptavin í langan tíma.

Þar sem búðin er mjög stór, á tveimur hæðum og úrvalið gríðarlegt, skiptir miklu máli að veita persónulega þjónustu af fagmennsku og heilindum. Við þekkjum vörurnar vel og erum fljótar að sjá hvað passar og klæðir hverja og eina konu. Við fáum mikið hrós og konur koma til okkar aftur og aftur. Enda er slagorðið okkar hjá Hrafnhildi: Þín upplifun skiptir máli!“

Hjá Hrafnhildi er á Engjateigi 5. Sími 581 2141. Skoðið úrvalið og vefverslunina á hjahrafnhildi.is