„Allar húðvörur Taramar eru þróaðar á sérstakan hátt þannig að innihald þeirra sé ferskt og náttúruleg tíðni jurtanna sé fullkomlega til staðar þegar neytandinn fær vöruna í hendur. Náttúruleg tíðni jurta er birting á lífvirkninni og það er alls ekki sjálfgefið að hún sé til staðar þótt húðvörur innihaldi náttúruleg efni.“
Þetta segir dr. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og frumkvöðull að baki íslensku Taramar-húðvaranna.
Guðrún, sem ætíð er kölluð Rúna, segir eina stærstu áskorunina í þróun Taramar-húðvaranna hafa verið að viðhalda fullri virkni og samþættingu efna í marga mánuði, og helst eitt ár eftir pökkun á vörunum.
„Það er svo margt sem getur laskað lífvirknina, bæði áður en útdrættirnir eiga sér stað og eftir að vörurnar hafa verið búnar til. Að ná því takmarki, að viðhalda fullri lífvirkni, var í raun líkast galdri. Þegar við skoðuðum húðvörur á markaði sáum við að lífvirkni og náttúruleg efni voru alls ekki alltaf vernduð, ásamt því sem formúlurnar voru oft og iðulega settar í rangar umbúðir. Þannig er algengt að sjá lífvirkar vörur í glærum umbúðum, en ljós, og sérstaklega sólarljós, hefur neikvæð áhrif á lífvirkni og getur í raun brotið virknina niður þannig að efnin nái ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er algengt að sjá húðvörur með ákaflega mörgum efnum, en í slíkum vörum myndast togstreita og virku efnin ná ekki að njóta sín,“ upplýsir Rúna.

Lífvirkar húðvörur ekki alltaf fullkomlega lífvirkar
Til að framleiða ferskar húðvörur sem hafa fulla lífvirkni eftir að þeim er pakkað í umbúðir, þarf að gæta að fjölmörgum þáttum, allt frá því að jurtirnar eru ræktaðar en líka skornar, þurrkaðar og geymdar fram að notkun.
„Plönturnar, eða útdráttur úr þeim, er síðan settur í húðvörur þar sem samvirkni allra efna skiptir höfuðmáli. Einnig skiptir miklu máli að velja öll íblöndunarefni þannig að þau séu sem ferskust og af sem mestum gæðum. Mikilvægt er að íblöndunarefnin komi frá svæðum þar sem eitrandi efni eru ekki notuð, og er þeim fylgt í gegnum allt ferlið áður en þau eru dregin upp í jurtirnar,“ útskýrir Rúna.
Hún nefnir sem dæmi að akrar í Norður-Ameríku séu úðaðir allt að fjórum til átta sinnum á hverju vaxtartímabili með illgresiseyði og sveppa- og skordýraeitri.
„Niðurstöður rannsóknir sýna að yfir 80 prósent Bandaríkjamanna eru með glýfosat í blóðinu, en það er virka efnið í illgresiseyðum, svo sem Roundup. Efnin eru slæm, bæði fyrir okkur mannfólkið en líka virkni varanna,“ segir Rúna.

Erfitt að finna hágæðaolíur á heimsmarkaði
Það tók Taramar heil fimm ár að finna olíur sem fyrirtækið var ánægt með og vildi nota í Taramar húðvörurnar.
„Olía er nefnilega ekki bara olía,“ segir Rúna. „Margir þekkja gæðamuninn á ólífuolíu sem seld er í búðum og svo ólífuolíu sem er pressuð heima og hennar neytt strax. Sýnt hefur verið fram á að lífvirku efnin í ólífuolíu dvína hratt með aldri. Því er mikilvægt að hafa aðgang að hágæða olíum sem koma frá hreinum og lífrænt vottuðum svæðum, og sem hafa verið fluttar í hreinum umbúðum og við réttar aðstæður á milli landa.“

Lífvirkni Taramar-húðvaranna byggir á íslenskum jurtum, þangi og grænmeti.
Dagkremið Day Treatment frá Taramar er dæmi um húðvöru sem byggir á ferskri og náttúrulegri lífvirkni.
„Í Day Treatment eru kjarnar úr íslenskum morgunfrúm, hvönn, marinkjarna, maríusvuntu, gulrótum og radísum, blandað saman við lúxus apríkósukjarnaolíu sem er lífrænt pressuð í Kenýa. Auk þess eru í dagkreminu ensím, sem framleidd eru við hreinar aðstæður, og lífvirkar náttúrulegar ferjur sem færa virku efnin inn í húðina,“ greinir Rúna frá.
Dagkremið Day Treatment er mest selda varan hjá Taramar og vann á dögunum sín önnur alþjóðlegu verðlaun í „Free From Skincare Awards“.
„Í heildina hafa vörur Taramar hlotið 29 alþjóðleg verðlaun fyrir virkni sína, hreinleika og nýsköpun. Í dagkreminu vinnur lífvirkni íslensku jurtanna í samhljómi við að styrkja og mýkja húðina, gera hana teygjanlegri og jafnari, um leið og húðin fer að ljóma og fær á sig fallegan blæ,“ segir Rúna, stolt af Taramar-línunni sem heillað hefur heiminn.
Sjá allt um Taramar á taramar.is. Notið kóðann tm25 þegar verslað er í netverslun taramar.is til að fá 25 prósenta afslátt.
