Það er sérlega ánægjulegt að sjá aukningu gesta með tilkomu samstarfs kirkjunnar og menningarmála í Garðabæ, en í allt sumar eru haldnar sumarmessur í Garðakirkju og í kjölfarið messukaffi í hlöðunni við Krók.

Í sumar bættist svo við sumarsunnudagaskóli sem fer fram í gamla bænum eða utandyra þegar veður leyfir.

Þegar ljósmyndara bar að garði var sumarsunnudagaskóla nýlokið og messugestir fengu sér kaffisopa og hlýddu á tónlist í hlöðunni. Krókur er opinn frá 12-17 alla sunnudaga og aðgangur ókeypis, en sumarmessur og sumarsunnudagaskóli hefjast klukkan 11. Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi hjá Garðabæ, segir þetta sérlega gott samstarf og að gaman sé að upplifa óvænta ánægju kirkjugesta þegar þeir uppgötva leyndan fjársjóð sem Krókur er sannarlega.

Nánar upplýsingar á vefsíðunni Krókur á Garðaholti.