„Úrvalið af þessum vörum er stöðugt að aukast hjá okkur og flestir ættu að finna hentugar lausnir fyrir sig. Við erum komin með mjög góða og breiða vörulínu fyrir eldhús og baðherbergi, en einnig fyrir aðrar athafnir daglegs lífs sem eykur öryggi og þægindi,“ segir Rannveig Bjarnadóttir, vörumerkjastjóri hjá Stoð.

„Fyrir utan salernisupphækkanir og sturtustóla erum við með góða bursta með löngu handfangi og stömu gripi sem er þægilegt fyrir marga að nota í sturtunni. Einnig erum við með svokallaða krembera sem auðvelda fólki að bera á sig húðkrem, ásamt hárbursta og greiðu með löngu handfangi,“ upplýsir Rannveig.

Stuðningshandföng á vegg hafa verið mjög vinsæl hjá Stoð. Þau fást í mismunandi stærðum, bæði veggföst og með sogskálum.

„Stuðningshandföng geta komið að góðum notum, svo sem við baðkarið og inni í sturtu, ef fólk er óöruggt, til dæmis vegna jafnvægisskerðingar. Þá er auðvelt að taka stuðningshandfang með sogskálum með sér í ferðalögin eða hvert sem er,“ greinir Rannveig frá.

Blaut gólf geta aukið hættu á byltu og skapað óöryggi við bað- og sturtuferðir.

„Þá er hægt að nota stama límmiða sem fást hjá okkur á rúllu, bæði glærir og hvítir. Límmiðana má nota hvort sem er á gólfið, sturtubotninn eða baðkarið, og eins bjóðum við upp á sturtu- og baðmottur,“ upplýsir Rannveig.

Rannveig Bjarnadóttir, vörumerkja­stjóri hjá Stoð.

Áhöld til léttara heimilislífs

Snúningssessur hjálpa mörgum sem eiga erfitt með að snúa sér.

„Einfalt er að nota sessurnar í bílinn eða önnur sæti. Fyrir bílinn erum við einnig með grip á bílbeltið sem auðveldar mörgum að smella á sig beltinu,“ segir Rannveig.

Margir þekkja af eigin raun hversu þreytandi getur verið að halda á bókum eða spjaldtölvum til lengdar.

„Við hjá Stoð erum með sterklega og góða spjaldtölvu- og bókastanda, sem auðvelt er að styðjast við. Slíkur standur er líka hentugur fyrir skólafólk. Svo erum við með gripáhöld sem henta mörgum; hvort sem það er fyrir skriffærin, hnífapörin, tannburstann eða annað.“

Ekki má gleyma fjölbreyttu úrvali eldhúshjálpartækja í Stoð.

„Þau gera matseld og borðhald bæði einfaldara og ánægjulegra. Sem dæmi má nefna hnífapör með góðu gripi eða aukinni þyngd sem er mjög hjálplegt þeim sem eru með handskjálfta. Líka glös með góðu gripi, stamar mottur, skurðarbretti, hnífa og opnara, og ótal margt fleira,“ segir Rannveig að lokum.

Vörurnar fást hjá Stoð, Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði. Hægt er að finna ítarlegri upplýsingar um þessar og fleiri vörur á vef Stoðar stod.is, undir smáhjálpartæki.