Okkur fannst nauðsynlegt að allir gætu sótt sér hjálpartæki á höfuðborgarsvæðinu, en á þessum tíma voru tvær hjálpartækjaleigur að hætta á markaðnum. Til okkar kemur fólk alls staðar að á landinu,“ segir Davíð Þ. Olgeirsson, umsjónarmaður Hjálpartækjaleigunnar.

„Við byrjuðum með nokkra hjólastóla og göngugrindur en höfum vaxið mikið síðan þá, erum í dag til dæmis með 40 hjólastóla, fimm sjúkrarúm, 20 göngugrindur og fimm rafskutlur. Bæði er hægt að leigja til skemmri og lengri tíma. Þegar hjálpartækinu er skilað sótthreinsum við það og yfirförum, áður en við setjum það eins og nýtt aftur í leigu. Við leggjum mikið upp úr því að öll hjálpartækin séu vel sótthreinsuð og yfirfarin þegar fólk leigir þau. Sérstaklega núna á COVID-tímum,“ segir Davíð.

Við byrjuðum með nokkra hjólastóla og göngugrindur en höfum vaxið mikið síðan þá, erum í dag til dæmis með 40 hjólastóla, fimm sjúkrarúm, 20 göngugrindur og fimm rafskutlur.

Nauðsynleg tæki

Hjálpartækin eru mörgum bráðnauðsynleg. „Oft og tíðum er viðkomandi á sjúkrahúsi en það á að senda hann heim. Þá er nú gott að geta hringt í okkur og fengið leigt til dæmis hjólastól, sjúkrarúm eða göngugrind. Einnig ef fólk er að ferðast innanlands jafnt sem utan, þá kemur það til okkar og getur fengið hjólastól sem gott er að ferðast með, þar sem það er mjög þægilegt að fella þá saman. Íslendingar hafa líka verið duglegir að taka rafskutlur í einn dag eða meira,“ segir Davíð.

Viðskiptavinir Hjálpartækjaleigunnar eru allir þeir sem hafa veikst eða slasast. „Í raun og veru geta allir orðið okkar viðskiptavinir, ef hægt er að segja sem svo. Við sinnum öllum sem þurfa á hjálpartækjum að halda. Þó koma fleiri til okkar sem eru með skammtímaáverka til dæmis vegna fótbrots eða handleggsbrots. Við erum líka með allt frá barnahjólastólum og upp í þrjár stærðir af hjólastólum fyrir fullorðna, þannig að allir ættu að geta fundið sér stól við hæfi. Það er ofboðslega gott að geta aðstoðað fólk við þessar aðstæður. Við höfum líka verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og aðstoðum þau með hjólastóla þegar það eru kosningar í borginni,“ greinir Davíð frá.

„Þá hefur Hjálpartækjaleigan leigt stórum fyrirtækjum og stofnunum hjólastóla, sem viðskiptavinir þeirra geta fengið að láni,“ segir hann.

En hvert snýr fólk sér sem þarf á hjálpartækjum að halda? „Einfaldast er að fara á síðuna okkar, hjalpartaeki.is, og senda okkur síðan tölvupóst í hjalpartaeki@sjalfsbjorg.is. Við svörum alltaf fljótt og vel. Það má líka hringja í síma 550-0118. Það er opið á milli 10.00-14.00 á virkum dögum en það er lokað um helgar,“ segir Davíð.

Margvísleg hjálpartæki eru í boði hjá Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar.