Ef þú ert að fara að halda veislu þá erum við með allan nauðsynlegan búnað ,“ segir Jóhannes Ægir Kristjánsson, deildarstjóri fyrirtækjasviðs hjá Fastus.

„Við erum með mikið úrval af postulíni, bökkum, diskum og öðru, frá RAK og Figgjo sem henta vel fyrir hlaðborð og í veislurnar. Svo erum við með mikið af fylgihlutum fyrir hlaðborð, eins og skálar, tangir, ausur, merkispjöld og allt sem þarf að fylgja með.“

Mikið úrval lausna

Eitt af því sem Jóhannes nefnir eru upphækkanir á borðum en þær geta gefið hlaðborðinu nýjan og skemmtilegri blæ. „Það sem er svo að koma mikið inn og hefur verið vinsælt að undanförnu eru alls konar fylgihlutir á hlaðborð, eins og upphækkanir en við erum með mikið úrval af viðarupphækkunum til að lyfta hlaðborðinu upp svo það sitji ekki alveg flatt eins og það var í gamla daga. Þannig er hægt að gera þetta aðeins meira upplífgandi og jafnvel nota þær til að koma meiru á borðið,“ útskýrir hann

„Svo erum við með glös fyrir veislurnar, allar tegundir af glösum, kokkteilglös, vínglös og vatnsglös. Þá erum við líka með hitaborð, bæði rafmagns- og fyrir sprittkerti og viðarskurðarbretti svo eitthvað sé nefnt.“

Að sögn Jóhannesar hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. „Fyrir 5-10 árum var mjög mikið hvítt og fólk var kannski aðeins að brjóta upp með svörtu. Núna er fólk farið að nota liti, litaða bakka, litaða diska, litaðar skálar. Þetta er orðið meira eins og listaverk, hver réttur er farinn að njóta sín betur í fallegri skálum og á fallegri diskum. Það er ekki bara hvítt, það er dálítið barn síns tíma en er auðvitað líka alltaf sígilt.“

Það er mikið úrval af vönduðum hitaborðum í boði hjá Fastus, bæði rafmagns og líka fyrir sprittkerti.

Reynsluríkt starfsfólk

Jóhannes segir viðskiptavini Fastus vera af öllum stærðum og gerðum. „Við erum til dæmis að þjónusta veitingahús, kaffihús, mötuneyti og skóla. Alls staðar þar sem matur er framleiddur, þá erum við með heildarlausnina,“ segir hann.

„En svo erum við líka alltaf að verða sterkari og sterkari á einstaklings- eða heimilismarkaðinum, það hefur verið gríðarleg aukning á því síðustu árin. Ef fólk er að halda veislu heima þá er hægt að kaupa í minna magni, það þarf ekki alltaf að kaupa 100 diska, það er hægt að koma og kaupa bara 6 eða 12 diska og fylgihluti með því.“

Í Fastus er að finna allt sem þarf fyrir veisluna.

Viðskiptavinir geta stólað á viðamikla reynslu og þekkingu starfsfólks. „Við erum með fagfólk sem aðstoðar fólk við að velja. Margir starfsmenn eru búnir að vera í þessu í mörg ár svo við erum með áratuga reynslu um borð hjá okkur og við fylgjumst vel með nýjungum, það kemur alltaf eitthvað nýtt á hverju ári.“