Stakfell er rótgróin og vaxandi fasteignasala sem var stofnuð árið 1984 og byggir á traustum grunni. Þar starfar samhentur hópur fagfólks í fasteignasölu sem leggur metnað sinn í að veita trausta og áreiðanlega þjónustu við kaup og sölu á fasteignum. Starfsfólk Stakfells býr yfir sérþekkingu á atvinnuhúsnæði, nýbyggingum sem og stærri þróunarverkefnum á fasteignamarkaðnum.

Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir er menntaður lögfræðingur og löggiltur fasteignasali sem hefur unnið hjá Stakfelli síðan árið 2013. Hún hefur meðal annars sérhæft sig í fasteignaviðskiptum á Spáni og verið með annan fótinn þar undanfarin ár. Nú hefur Stakfell hafið samstarf við fasteignasöluna Novus Habitat á Spáni til að auðvelda Íslendingum að eignast fasteign þar í landi.

Ferlið hefst á Íslandi með aðstoð Stakfells og endar ekki fyrr en fólk hefur fengið eignina á Spáni afhenta. Eftirsöluteymið heldur svo utan um viðskiptavini Stakfells eins lengi og þörf er á eftir það og aðstoðar við hvaðeina sem þarf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Stakfell sinnir íslenskum markaði fyrir Novus Habitat og munum við halda reglulegar kynningar á Íslandi þar sem við sýnum eignir og kynnum fyrir fólki ferlið í fasteignaviðskiptum á Spáni,“ segir Matthildur. „Aðalmarkmiðið með þessu samstarfi er að geta þjónustað íslenska fasteignakaupendur með sem bestum hætti, en okkur þykir mikilvægt að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að þjónustuaðilum beggja vegna hafsins.

Novus Habitat er með skrifstofu sína í bænum Benijofar, skammt frá Torrevieja, en þar starfa sölufulltrúarnir Kristján Sveinsson og Birna Guðmundsdóttir,“ segir Matthildur. „Þau hafa verið búsett á Spáni og starfað við fasteignasölu frá árinu 2016 og aðstoðað Íslendinga við fasteignaviðskipti þar í landi.“

Novus Habitat er með skrifstofu í bænum Benijofar, skammt frá Torrevieja.Þar starfa sölufulltrúarnir Kristján Sveinsson og Birna Guðmundsdóttir, sem hafa búið á Spáni frá árinu 2016 og starfað við fasteignasölu. MYND/AÐSEND

Suðurströndin heillar

Matthildur segir að flestir Íslendingar sæki á suðurströnd Spánar og þá helst Costa Blanca og Costa Calida.

„Það eru margar góðar ástæður fyrir því. Flestir sem koma til okkar eru að leita að öruggu svæði með heilsársbúsetu og lífi allt árið um kring og fyrir utan frábæra verðlagið og veðrið þá eru hér mjög góðir skólar, bæði alþjóðlegir og spænskir. Heilbrigðiskerfið er líka ákaflega gott á svæðinu og eitt það besta í Evrópu og hér er öll þjónusta til fyrirmyndar, iðandi verslunarlíf og veitingahúsamenningin er fjölbreytt,“ segir hún. „Svæðið í kringum Torrevieja er Íslendingum einnig flestum kunnugt og er það einstaklega veðursælt, með að meðaltali 320 sólardaga á ári.“

Matthildur segir að flestir Íslendingar sæki á suðurströnd Spánar og þá helst Costa Blanca og Costa Calida. MYND/AÐSEND

Öflug þjónusta og ráðgjöf

„Novus Habitat er vaxandi alþjóðleg fasteignasala í eigu Íslendinga og þar starfa sölufulltrúar frá Íslandi, Noregi, Belgíu, Finnlandi, Englandi, Spáni og Svíþjóð, en markmið NH er að geta þjónustað sem flesta viðskiptavini sína á þeirra eigin tungumáli,“ segir Matthildur. „Við sérhæfum okkur í sölu nýbygginga og erum með eignir frá öllum helstu byggingaraðilum á svæðinu.

Novus Habitat hefur einnig gert samkomulag við viðurkenndar lögmannsstofur sem munu veita viðskiptavinum okkar alla þá lögfræðiráðgjöf sem á þarf að halda og eru kaupendum innan handar varðandi alla samninga, hvort heldur sem snýr að kaupsamningum eða annarri lögmannsþjónustu sem þörf er á,“ bætir Matthildur við.

Stakfell selur eingöngu eignir frá byggingaraðilum sem það þekkir til og treystir að séu með allt sitt í lagi. Áður en kaupandi tekur við eigninni tryggir Stakfell líka að allt sé eins og það á að vera. MYND/AÐSEND

Örugg lending í nýju landi

„Okkar helstu áherslur eru á öryggi og þjónustu og þá ekki síst „eftirsöluþjónustu“. Hjá okkur hefst ferlið á Íslandi með aðstoð Stakfells og endar ekki fyrr en þú hefur fengið eignina á Spáni afhenta,“ segir Matthildur. „Svo heldur eftirsöluteymið okkar utan um viðskiptavini okkar eins lengi og þörf er á eftir það.

Við aðstoðum við hvaðeina sem þarf, eins og til dæmis að opna bankareikning og tengja allar þjónustur eins og rafmagn, vatn, internet og svo framvegis við beingreiðslukerfi, útvega spænska kennitölu, skrá heimilisfang og útvega heilsugæslukort, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Matthildur. „Við aðstoðum alla leið.

Við höfum lagt okkur fram við að velja eignir á skrá hjá okkur frá byggingaraðilum sem við þekkjum til og treystum að eru með allt sitt í lagi. Áður en kaupandi tekur við eigninni tökum við eignina líka út til að tryggja að allt sé eins og það á að vera,“ segir Matthildur. „Þá bjóðum við upp á alla aðstoð við að innrétta og fullbúa eignina húsgögnum og öllu því sem þarf og getum meira að segja boðið þjónustu frá íslenskum innanhússarkitekt, ef áhugi er fyrir því. Við höfum einnig gert samkomulag við húsgagnaverslanir þar sem viðskiptavinir NH njóta sérstakra afsláttarkjara.

Stakfell býður upp á aðstoð við að innrétta og fullbúa eignina húsgögnum og öllu því sem þarf og getur boðið þjónustu frá íslenskum innanhúss­arkitekt. MYND/AÐSEND

Við aðstoðum viðskiptavini okkar einnig við að reikna nákvæmlega allan kostnað við fasteignakaupin, þannig að viðskiptavinurinn viti nákvæmlega hver kostnaðurinn við kaupin er frá upphafi og það komi ekki upp neinn óvæntur kostnaður eða gjöld,“ útskýrir Matthildur. „Við reiknum einnig út og leggjum fram árlegan rekstrarkostnað fasteignarinnar.

Fasteignaverð hefur í raun ekki farið lækkandi í Covid-ástandinu, heldur staðið í stað að mestu leyti. Fasteignaverð hafði hækkað jafnt og þétt frá árinu 2015 en fasteignaverð hafði nánast staðið í stað frá 2009 til 2015 og því var talsverð uppsöfnuð hækkun inni,“ segir Matthildur. „Það er komin talsverð hreyfing aftur á markaðinn eftir rólegt Covid-ár og það má búast við að fasteignaverð fari aftur hækkandi á næsta ári.“

Skoðunarferðir í boði

„Ef fólk hefur áhuga á að koma til Spánar í skoðunarferð tökum við á móti fólki á Alicante-flugvellinum og keyrum það á hótel eða í sambærilega íbúð og fólk hefur hug á að kaupa þar sem það gistir í okkar boði í 3 til 5 nætur,“ segir Matthildur. „Við förum svo yfir það saman hvað er í boði og að hverju fólk er að leita, skoðum eignir og mismunandi hverfi og ef fólk finnur draumaeignina sjáum við um allt ferlið sem tekur við.“


Hægt er að hafa samband við Matthildi í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.is eða í gegnum heimasíður Stakfells, stakfell.is eða novushabitat.es.

Svæðið í kringum Torrevieja er einstaklega veðursælt, með 320 sólardaga á ári að meðaltali. MYND/AÐSEND