Ríkidæmi landsbyggðarinnar og tækifærin, verða rædd áfram á Landsbyggðarráðstefnu FKA sem verður í apríl.

Tæknin hefur fært okkur upp um nokkur borð á tímum Covid, samtalið við konur um land allt hefur aukist, jafnræðið er meira og landsbyggðardeildir springa út hjá FKA. Félagsstörf án staðsetninga hafa fært félaginu mörg tækifæri og þau nýtum við með því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og vera með Landsbyggðarráðstefnuna okkar sem verður auglýst með hækkandi sól. Sýnileiki og þétt tengslanet FKA um landið allt í landsbyggðardeildunum fjórum, FKA Norðurlandi, FKA Suðurlandi, FKA Vesturlandi og nýjustu landsbyggðardeild FKA á Suðurnesjum. ■