Í verslun Gullkúnst er frábært úrval af fallegu djásni sem heillar pör og verðandi brúðhjón. Helga og sonur hennar, Hrannar Freyr, eru gullsmiðirnir á bak við dýrgripina.

„Við eigum að sjálfsögðu fjölbreytt úrval af giftingarhringum og trúlofunarhringum. Einnig eigum við fallegar morgungjafir fyrir bæði herra og dömur og margt fleira,“ segir Helga.

Demantar geta táknað ýmislegt í ástarsambandi, til dæmis barnaafjölda, hvert tíu ára brúðakaupsafmæli og fleira. HRINGAMYNDIR/HRANNAR
Gullfallegt 14 karata gullpar með grófri áferð.

Tískan fer í hringi

„Hér áður fyrr voru baugarnir breiðari, oft um 10 mm á breidd. Í dag er tískan sú að giftingarhringirnir eru mjórri og þægilegri á fingri. Þetta breytist allt og þróast með tímanum og breyttum tíðaranda,“ segir Helga.

Hún bætir þó við að það sé allt í tísku í dag.

„Það er allt leyfilegt í dag og okkur þykir gaman að bjóða upp á hringa sem eru óhefðbundnir. Við notum oft blöndu af málmum í hönnunina og ólíka steina til að ná fram skemmtilegum andstæðum og skerpu. Þá erum við með gróf hringapör, fíngerða bauga og allt þar á milli. Við eigum til dæmis gullfallegt hringapar þar sem annar er klassískur hvítagullshringur. Hinn, sem er hringur á konu, er mjórri hvítagullshringur. Þá er hægt að kaupa demanta í sérgjafir til að bæta í baugana. Demantarnir tákna þá ýmislegt í sambandinu, eins og börnin, hvert tíu ára brúðkaupsafmæli eða annað,“ segir hún.

Eitt af vinsælustu hringapörunum hjá Gullkúnst er úr oxuðu silfri með 14 karata gulli sem er byggð ofan á.

Sérsmíði er ávallt vinsæl

Gullkúnst Helgu býður einnig upp á sérsmíði á skartgripum.

„Það er alltaf mikið um að pör vilji láta sérhanna giftingarhringi, enda er mikilvægt að hringarnir hæfi persónulegum smekk hvers og eins. Þetta er jú lífstíðareign, ef allt gengur upp,“ segir Helga.

„Við erum líka mikið að bræða upp og smíða úr eldri gripum, til dæmis frá foreldrum eða ömmu og afa og nýta í hönnun á giftingarhringum. Þetta er mjög falleg leið til þess að gera hönnunina enn persónulegri. Við eigum giftingarhringa og morgungjafir á mjög breiðu verðbili, til dæmis silfurpör frá 18.000 kr. og gullpör frá 36.000 kr., sem henta fyrir mjög fjölbreyttan hóp brúðhjóna.“

Gullkúnst er staðsett að Laugavegi 13. Sjá gullkunst.is

Silfurpör með 14 karata gulli.