Heildsölurnar Andrá og Ozon starfa saman í undirbúningi fyrir auknar heimildir til að selja CBD-heilsuvörur á Íslandi.

„Við erum í fyrsta lagi sannfærðir um að Alþingi muni fljótlega stíga af bremsunum og opna eins og nágrannaþjóðirnar fyrir óhindruð viðskipti með CBD-heilsuvörur. Þess vegna sjáum við langþráð frelsi fram undan. Í öðru lagi teljum við enga ástæðu til að ætla annað en að íslenskir neytendur muni bregðast við þessum nýju valkostum með sama hætti og annars staðar. Það þýðir að CBD muni strax fagna miklum vinsældum og koma fólki á öllum aldri til hjálpar vegna stórra og smárra kvilla.“

Þetta segja þeir Magnús Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Andrár, og Sigurður Hólmar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ozon.

Sigurður gjörþekkir CBD-heimsmarkaðinn eftir áralanga reynslu af innflutningi og notkun CBD við erfiðum taugaveikisjúkdómi dóttur sinnar. Hann er einnig formaður Hampfélagsins sem barist hefur fyrir leyfisveitingum fyrir ræktun iðnaðarhamps og lögleiðingu CBD á Íslandi. Þá er hann formaður evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC-sjúkdóminn en CBD í lyfseðilsskyldum lyfjum, en þó ekki síður í sínu náttúrulega formi sem fæðubótarefni, hefur skipt þau börn gríðarlega miklu máli á undanförnum árum. Magnús Páll hefur um árabil dreift náttúrulegum heilsuvörum með ensímum úr íslenska þorskinum til apóteka og síðasta árið einnig CBD-vörum í samstarfi við Ozon.

Gott CBD er betra en sumt CBD!

Þeir félagar setja gæðin í öndvegi.

„Það er ekki ólíklegt að öflugir framleiðendur CBD í hinum vestræna heimi skipti nú þegar mörgum hundruðum. Margir þeirra eru að framleiða frábærar vörur og við vonumst að sjálfsögðu til að koma við sögu í innflutningi margra þeirra. Hjá góðum framleiðendum er unnið eftir ströngum gæðastöðlum, lyfjafræðilegu eftirliti á rannsóknarstofum og reglubundinni skoðun á öllum verkferlum framleiðslunnar. Áhersla er gjarnan lögð á lífræna ræktun iðnaðarhampsins og annarra innihaldsefna, lausa við hvers kyns tilbúinn áburð, skordýraeitur og önnur eitur- og aukefni, erfðabreytingar, tilraunastarf á dýrum, tilbúin lyktarefni, rotvarnarefni og svo framvegis.“

Það eru hins vegar líka margir framleiðendur sem nálgast CBD-markaðinn, sem hefur verið að opnast á undanförnum árum, með skjótfenginn gróða að leiðarljósi.

„Þess vegna er mikið af drasli á CBD-markaðnum og það er mikilvægt að þekkja muninn á góðu CBD eða hinu sem jafnvel er selt undir fölsku flaggi, bæði hvað varðar gæði framleiðslunnar og magn af CBD í hverju glasi eða hylki, ásamt fleiru. Við erum ákveðnir í að merkið „gott CBD“ muni smám saman festa sig vel í sessi en það gerist aldrei nema hver einasta vara sem skartar þessum gæðastimpli muni standa undir nafni. Með því ætlum við að standa og falla,“ segja Magnús Páll og Sigurður Hólmar.

Gott CBD er meðal annars selt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum og víðar.

Hverjum nýtist CBD?

CBD (Cannabidiol), sem oftast er unnið úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi, hefur þekkta virkni sem meðal annars er nýtt í lyf, lækningavörur, snyrtivörur og fæðubótarefni. CBD er á meðal innihaldsefna í lyfseðilsskyldum tauga- og flogaveikislyfjum og í vísindasamfélaginu er almenn viðurkenning á jákvæðum áhrifum CBD-fæðubótarefna á til dæmis kvíða, streitu, svefn, minni og skapgerð, matarlyst og meltingarkerfið. Þá er meðal annars staðfest þekking á jákvæðum áhrifum CBD á ýmis húðvandamál, bólgur og verki.

Í vörulínu Andrár og Ozon eru meðal annars viðurkenndar lækningavörur fyrir exem, psoriasis og unglingabólur og fagna þessi krem nú þegar miklum vinsældum hér á landi. Þar sem CBD-fæðubótarefni eru leyfð tekur fólk þau líka gjarnan eins og vítamín fyrir almenna bætta líðan – til dæmis svona eins og við Íslendingar tökum lýsið okkar!

„Lyftusagan“ um CBD

Ræktun iðnaðarhamps, en úr honum má meðal annars vinna CBD-kannabínóða, og notkun CBD til lækninga og heilsuverndar hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. CBD í ýmsu formi er notað um allan heim, meðal annars sem innihaldsefni í lyfjum, náttúruleg fæðubótarefni, alls kyns húð- og snyrtivörur og margt fleira.Ísland er eitt örfárra ríkja sem ekki hefur nú þegar leyft frjáls viðskipti með CBD. Enn er þess beðið að Alþingi heimili sölu CBD-fæðubótarefna, til dæmis í formi olíu undir tungu, hylkja til inntöku, íblöndunarefna í alls kyns matvöru og fleira.

Ræktun iðnaðarhamps hér á landi var loksins heimiluð á síðasta ári og úr honum má vinna ýmsar afurðir fyrir utan CBD sem nýta má í alls kyns heilsu- og matvörur. CBD-húð- og snyrtivörur (útvortis notkun) eru leyfðar á Íslandi og meðal annars seldar í apótekum fyrir milligöngu Andrár og Ozon. Evrópudómstóllinn í Lúxemborg úrskurðaði undir lok síðasta árs að CBD sé ekki vímugefandi né skaðlegt fólki og þess vegna sé óheimilt að hindra viðskipti með CBD-heilsuvörur nema skaðsemi þess sé sönnuð í viðkomandi landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur tekið í sama streng og flokkar CBD nú sem matvæli. Það er gríðarlega mikilvæg breyting.Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis endurskilgreint CBD og fjarlægt það af lista sínum yfir skaðleg efni.

CBD iðnaðurinn um allan heim er nú þegar orðinn gríðarlega stór. Gert er ráð fyrir að í kjölfar fulls viðskiptafrelsis muni velta hans í Bandaríkjunum einum verða a.m.k. tvö þúsund milljarðar króna árlega innan skamms tíma.

Ólíkir valkostir og virkni í vörulínu Andrár og Ozon

Í vörulínu Andrár og Ozon eru meðal annars viðurkenndar lækningavörur fyrir exem, psoriasis og unglingabólur og fagna þessi krem nú þegar miklum vinsældum hér á landi. Þar sem CBD-fæðubótarefni eru leyfð tekur fólk þau líka gjarnan eins og vítamín fyrir almenna bætta líðan – til dæmis svona eins og við Íslendingar tökum lýsið okkar!

Ólíkir valkostir og virkni:

- Cibdol CBD Aczedol bólukrem.

Magn CBD: 100mg.

- Cibdol CBD Soridol psoriasiskrem.

Magn CBD: 100mg.

- Cibdol CBD Zemadol exemkrem.

Magn CBD: 100mg.

- Cibdol CBD hita- og verkjakrem.

Magn CBD: 52mg.

- Cibdol CBD öldrunarvari (Anti

Aging). Magn CBD: 100mg.

- Cibdol CBD andlitsserum. Magn

CBD: 60mg.

- Cibdol CBD næturkrem. Magn

CBD: 100mg.

- Cibdol CBD SPF 15 dagkrem.

Magn CBD: 100mg.

- Cibdol CBD handáburður. Magn

CBD: 150mg.

- Cibdol CBD fótakrem. Magn

CBD: 190mg.

- Cibdol CBD varasalvi. Magn CBD:

10mg.

n Cibdol CBD augngel. Magn CBD:

26mg.

- Elixinol CBD hampkrem. Magn

CBD: 100mg.

- Endoca CBD húð- og verkjasalvi.

Magn CBD: 750mg.

- Endoca CBD húð- og verkjakrem.

Magn CBD: 300mg.

- Endoca CBD húð- og verkjakrem.

Magn CBD: 1.500mg.

- Endoca CBD húð- og varasalvi.

Magn CBD: 20mg.

- Dr. Kent CBD kæli/hita- og

verkjakrem.

Magn CBD 550 mg