Hótel Saga stendur í Vesturbæ Reykjavíkur og hefur verið starfandi frá árinu 1962 þegar það var opnað.

„Hótelið gekk nýverið undir endurnýjun og hefur aldrei verið fallegra. Mikil áhersla er lögð á að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina funda- og ráðstefnudeildar hótelsins og fáum við ósjaldan hrós frá viðskiptavinum okkar fyrir sveigjanleika og mikla þjónustulund,“ segir Sonja Ýr Eggertsdóttir, sölustýra Radisson BLU Hótel Sögu.

„Salirnir okkar eru sjö talsins og henta öllum gerðum viðburða en salina er hægt að stækka eða minnka, allt eftir þörfum hvers og eins. Stærsti salur hótelsins er Súlnasalur sem tekur um 300 manns í sæti og er tilvalinn til að halda glæsilega árshátíð eða brúðkaup. Jólahlaðborðin njóta gífurlegra vinsælda og var uppselt nær allar helgar fyrir jól. Fram undan í Súlnasal er bæði þorrablót með hefðbundnum þorramat og svo fyrsta veganblótið þar sem kokkarnir okkar munu bjóða upp á hlaðborð af girnilegum veganréttum,“ upplýsir Sonja Ýr.

Afurðin nýtt frá haus til hala

Hótel Saga er í eigu bænda sem gefur matreiðslumönnum hótelsins greiðan aðgang að ferskasta hráefni sem er í boði hverju sinni.

„Við setjum þau skilyrði að birgjar og framleiðendur upplýsi um uppruna hráefnanna og gefur það hótelinu þá sérstöðu að geta ávallt sagt gestum til um uppruna þeirra rétta sem boðið er upp á,“ útskýrir Ólafur Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu.

Virðing fyrir náttúrunni sé kappsmál eigenda og starfsfólks Hótel Sögu.

„Við viljum lágmarka kolefnisfótspor þess hráefnis sem notað er í matargerð á hótelinu. Þess er gætt að fullnýta allt hráefni eins og hægt er til þess að minnka matarsóun og við viljum nýta alla hluta afurðanna „frá haus til hala“. Með því móti markar Hótel Saga sér sérstöðu á veitingamarkaðnum,“ segir Ólafur.

Hótel Saga hefur skýra stefnu í umhverfismálum og vinnur starfsfólk eftir umhverfisstefnu Græna lykilsins.

„Í samstarfi við Radisson Hotels og First Climate, sem er eitt stærsta kolefnisjöfnunarfyrirtæki heims, kolefnisjafnar Hótel Saga alla fundi og viðburði sem haldnir eru á hótelinu með þátttöku sinni í verkefnum sem hjálpa til við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hafa jákvæð samfélagsleg áhrif,“ upplýsir Sonja Ýr.

„Viðskiptavinir koma til okkar aftur og aftur og þá ekki síst vegna veitinganna en við höfum okkar eigið bakarí og bjóðum því alltaf upp á nýbakað brauð og bakkelsi. Það eru líka margir sem kunna að meta að geta notið hádegisverðar á veitingastaðnum okkar Mími og þannig tekið hlé frá fundarhöldum án þess að fara úr húsi og tapa dýrmætum tíma. Svo má ekki gleyma að aðgengi að hótelinu er mjög gott og nóg af fríum bílastæðum sem er nú ekki svo sjálfgefið í dag.“

Nú í janúar og febrúar bjóðast einstök tilboð á fundum á Hótel Sögu eða 2 fyrir 1 alla mánudaga til miðvikudaga.

Radisson BLU Hótel Saga stendur við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími 525 9930. Nánari upplýsingar á hotelsaga.is