Fida og Burkni voru í námi í Háskólanum í orku- og umhverfistæknifræði. Þar var sérstök áhersla lögð á jarðvarma. „Við féllum bæði fyrir jarðhitakísli og möguleikum hans. Ég var þá að skoða áhrif kísils á mannslíkamann og Burkni hreinsunarmöguleika á kísli úr jarðhitavatni. Við ákváðum að gera saman lokaverkefni um jarðhitakísil sem var svo upphafið að stofnun GeoSilica,“ segir Fida.

Algengt efni en vandunnið

Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar. Það finnst sem snefilefni í líkamanum og hefur margvísleg áhrif. „Kísill hefur áhrif á bandvef, æðakerfið, hár, húð, neglur, bein og brjósk og fleira. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á beina tengingu milli beinþéttni og magn kísils í líkamanum. Því hærra kísilmagn, því þéttari bein. Kísill eykur líka upptöku steinefna í líkamanum, en steinefni eru líkamanum bráðnauðsynleg á margan hátt.

Þó svo besta leiðin til að styrkja kísilbúskap líkamans sé að fá hann úr fæðunni, getur það reynst erfitt að fá nóg. Þá minnkar upptaka líkamans á kísli eftir því sem við eldumst. Því er almennt mælt með að fólk taki inn kísil sem fæðubótarefni. Því fyrr sem fólk byrjar að taka inn kísil, því betra. Þá er æskilegt að fæðubótarefnin komi úr náttúrulegri uppsprettu eins og GeoSilica býður upp á,“ segir Fida.

Á Íslandi er neysluvatnið mjúkt, sem þýðir að það er sérstaklega snautt af steinefnum á meðan jarðhitavatnið er stútfullt af kísli. „En heita vatnið inniheldur líka efni sem við eigum ekki að innbyrða eins og brennistein, sem þarf að hreinsa út. Það er því mælt með fyrir þau sem búa á Íslandi að taka inn steinefni til að bæta upp fyrir þennan skort í neysluvatninu.“

Framleiðslan

Að sögn Fidu er vandamálið við vinnslu á kísli fyrir fæðubótarefni og annað, það hversu erfitt og oft óumhverfisvænt er að vinna hann. „Mest af kísli finnst í steinum og sandi. Algengasta leiðin við vinnslu á kísli er með notkun iðnaðaraðferða með notkun sýru til að einangra kísil úr sandi.“

GeoSilica er í samstarfi við ON og hreinsar kísilinn úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun með svokallaðri GeoStep aðferð. „Aðferðin gerir okkur kleift að aðskilja kísil beint úr jarðhitasvæðum Íslands án þess að nota nokkur efni í ferlinu. Á Íslandi höfum við ákveðið forskot þegar kemur að kísilvinnslu. Við náum í jarðhitavatn á miklu dýpi sem inniheldur mikið af uppleystum kísli. Lykilatriði er að við náum að vinna kísilinn áður en hann fellur út í stein, eins og tilfellið er með kísilframleiðslu úr sandi.

Þá er einnig hentugt að landið og jarðhitasvæðið er afar ungt, í jarðsögulegu samhengi. Sömuleiðis inniheldur jarðhitavatnið lítið af þungmálmum,“ segir Fida. „Við höfum lengi verið sannfærð um gæði kísils úr íslensku jarðhitavatni og á dögunum hlutum við styrk úr Vexti tækniþróunarsjóði til að gera þriggja fasa klíníska rannsókn. Við sjáum fram á að fá niðurstöður fljótlega en rannsóknin sjálf mun taka um 1-2 ár og vonumst við til þess að geta staðfest þennan grun.“

Tikka í mörg box

„Við erum eina fyrirtækið í heiminum sem vinnur kísil á þennan hátt og fyrir það höfum við vakið athygli á heimsvísu hvað varðar umhverfissjónarmið, sjálfbærni og margt fleira. Okkur hefur verið boðið til allra helstu jarðhitasvæða í heiminum eins og Nýja-Sjálands, Filippseyja, Mexíkó og víðar til að kynna verkefnið, en þessi svæði eru áhugasöm um leiðir til þess að skapa og nýta verðmæti sem eru til staðar og fara jafnvel forgörðum.

Hér á landi erum við til dæmis að taka jarðhitavatn sem annars væri dælt aftur í jarðgeyminn eða út í sjó og vinna úr því steinefni sem annars myndu falla út og valda útfellingarvandamálum.“ Kísillinn sem GeoSilica framleiðir er að stórum hluta notaður í vörulínu GeoSilica. „Við framleiðum að auki kísil og seljum sem hráefni til fyrirtækja sem framleiða húðvörur, drykki eða eru í annars konar vöruþróun. Framleiðsluaðferð okkar uppfyllir markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og erum við í raun að tikka í mjög mörg box með þessari tækni okkar.“

Kísill hefur áhrif á bandvef, æðakerfið, hár, húð, neglur, bein og brjósk og margt fleira. Hann eykur einnig upptöku steinefna í líkamanum, en steinefni eru líkamanum bráðnauðsynleg á fjölda vegu.

Fimm fræknar vörur

GeoSilica býður upp á fimm vörutegundir sem allar byggja á undraverðum eiginleikum kísils, ýmist óblandaðar eða í bland við vítamín og steinefni sem auka enn á virkni varanna. „Kísillinn hefur ýmis góð áhrif á starfsemi líkamans en gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að auka upptöku steinefna og vítamína í líkamanum. Því er það snjallt að bæta öðrum virkum efnum við kísilinn. Hver vara er hönnuð til að bæta upp ákveðinn skort og fólk finnur það oft sjálft hver sá skortur er. Til dæmis bendir hárlos eða slæmar neglur oft til skorts á sinki eða kopar. Magnesíumskortur lýsir sér oft í fótaóeirð og margt fleira. Flestir sem byrja að taka fæðubótarefnin frá GeoSilica finna fyrir áhrifum á innan við mánuði, það er á fyrstu flöskunni,“ segir Fida.

Refocus

Refocus er sérhannað fyrir hug og orku. Þetta er nýjasta varan á markaði en vöruþróunin var mjög krefjandi. Við vildum halda vörunni vegan eins og hinum vörunum, en það reyndist þrautinni þyngri að finna veganvottað járn og D-vítamín. Vanalega er járn unnið úr dýraafurðum og sömuleiðis er D-vítamín oft unnið úr dýrafitu. Svo hófum við samstarf með sprotafyrirtæki sem framleiðir D-vítamín úr sveppum og annað nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur járn úr þörungum sem bæði eru vegan-vottuð. D-vítamín stuðlar að eðlilegri heilastarfsemi, orkubrennslu og dregur úr þreytu. Þá stuðla bæði járn og D-vítamín að heilbrigðu ónæmiskerfi. Járnskortur er einn algengasti næringarskortur í heimi, sérstaklega hjá konum, og enn frekar hjá konum á blæðingum. Refocus er mjög gott að taka inn allt árið um kring og sérstaklega á veturna.

Pure

Pure er fyrsta varan okkar og inniheldur 100% hreinan kísil og ekkert annað. Varan er tilvalin fyrir þá sem vilja auka kísilmagn í líkamanum. Líkaminn framleiðir ekki kísil og það sem við fáum úr fæðunni er sjaldan nóg. Auk þess minnkar upptaka kísils með aldri.

Repair

Repair er söluhæsta vara GeoSilica í apótekum. Repair er sérhönnuð blanda fyrir liði og bein og inniheldur kísil og mangan. Kísillinn gegnir tvöföldu hlutverki í vörunni en ein virkni kísils er að stuðla að þéttni beina. Einnig eykur hann upptöku á mangani sem stuðlar að eðlilegri myndun bandvefs, eykur framleiðslu á liðvökva og styrkir bein og liði.

Recover

Recover er sérhannað fyrir vöðva og taugar og er sérlega vinsælt hjá íþróttafólki. Varan inniheldur magnesíum sem stuðlar að eðlilegri virkni vöðva- og taugakerfisins og hjálpar til dæmis við endurheimt og líkamlega frammistöðu. Einnig bætir Recover jafnvægi salta í líkamanum. Þá er gott að taka inn Recover fyrir svefninn til að minnka sinadrátt. Flestir finna fyrir verulegum úrbótum innan fáeinna daga.

Renew

Renew inniheldur kísil, sinkklóríð, kopar og súlfat og er sérhannað fæðubótarefni fyrir hár, húð og neglur. Varan er sérstaklega góð fyrir nýbakaðar mæður en margar upplifa hármissi og annað eftir meðgöngu. Þess má geta að fæðubótarefnið fer ekki í brjóstamjólkina og því er óhætt fyrir mæður með börn á brjósti að taka inn Renew.

Því fyrr því betra

Aðalhráefnið í öllum fimm vörunum er kísillinn, en hann hefur engin eiturefnaáhrif sé hann tekinn í stærri skömmtum. Öll önnur efni sem finna má í fæðubótarefnum eru samkvæmt ráðlögðum dagskömmtum og einskorðuð við eina vöru í senn. „Því er engin hætta á að fólk taki of mikið af einhverju þó það noti fleiri en eina vöru frá okkur daglega. Allir sem eru 18 ára og eldri geta notað vörurnar frá GeoSilica. Pure er einnig tilvalið fyrir fólk allt niður í 14 ára, sérstaklega ef fólk er að æfa stíft og líkaminn er undir álagi. Því fyrr sem steinefnaupptaka er í lagi, því betra,“ segir Fida og bætir við að hún taki undir orð heilbrigðisráðherra þar sem hún segir að hluti af lausn á þeim vandamálum sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir séu forvarnir og fyrirbygging, en fyrirbyggingu getum við náð fram með daglegri inntöku á náttúrulegum, íslenskum steinefnum.

Fæðubótarefnin frá GeoSilica koma öll í vökvaformi í 300 ml flösku sem dugir í mánuð. „Við ákváðum að hafa bætiefnin í vökvaformi því uppsprettan, jarðhitavatnið, er náttúrulega í vökvaformi. Líkaminn kannast við vökva sem er steinefnaríkur og á auðveldara með að setja hann á réttan stað heldur en ef bætiefnin koma í töfluformi. Vökvaformið er einfaldlega besta og hentugasta upptökuleið líkamans á kísli.

Kísillinn sjálfur hefur ekki mikið bragð en annars er bragðið mismunandi eftir því hverju er blandað við GeoSilica grunninn. Bragðið af Recover er til dæmis súrt út af magnesíuminu. Flestir geta tekið fæðubótarefnin beint í skeið en það má einnig blanda þau í mat eða annað, ef það hentar betur. Virknin er sú sama.“

Þykir vænt um íslenskan markað

„Neytendur hafa verið mjög ánægðir með vörurnar frá GeoSilica og slógum við rækilega í gegn fyrsta árið sem við settum vöru á markað. Síðan hefur salan tvöfaldast á ári hverju og er nú svo komið að 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá sölu út fyrir landsteinana. GeoSilica vörurnar fást í vefverslunum í fimm löndum, meðal annars í þýskumælandi löndum, Hollandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Okkur þykir eftir sem áður mikilvægt að vera áfram áberandi á íslenskum markaði enda er það okkar heimamarkaður og þar er framleiðslan,“ segir Fida að lokum.

GeoSilica vörurnar má allar nálgast á glæsilegri heimasíðu geosilica.is.