Hótel 360° er falin perla sem opnaði dyr sínar fyrir íslenskum gestum í júní í sumar og síðan hafa allar helgar verið fullbókaðar af Íslendingum. Hér er hægt að njóta slökunar í heitum böðum á lúxushóteli og sveitasælu skammt frá borginni,“ segir Ólafur Sigurðsson, hótelstjóri 360° Hótels sem var opnað síðsumars 2018.

Fyrstu misserin þjónaði hótelið eingöngu útlendingum, allt þar til það hóf að bjóða Íslendingum að koma til hóteldvalar í dásamlegu umhverfi í sumarbyrjun. Á hótelinu eru þrettán stór herbergi ásamt stórri heilsulind með heitum úti- og inniböðum, köldum böðum, sána og dásamlegu nudd- og slökunarhergi. „Hótelið hefur frá fyrsta degi fengið hæstu einkunn hjá erlendum gestum, það fær framúrskarandi umsagnir um allan heim og TripAdvisor valdi það besta hótel landsins, af 2.600 hótelum,“ upplýsir Ólafur.

Jólakrásirnar eru ómótstæðilegar.

Fram undan er nóg að gera á 360° Hóteli.

„Fyrstu helgina í nóvember verður jóga- og vellíðunarhelgi, og frá 14. nóvember og fram að jólum verður boðið upp á hefðbundið jólahlaðborð með gistingu á laugardögum. Eftir nýárið taka svo við árshátíðartilboð, villibráðarkvöld og fleira skemmtilegt,“ segir Ólafur.

Hægt er að taka á móti allt að 26 gestum á hótelinu.

„Þriggja rétta kvöldverður er framreiddur í veitingasal með stórkostlegu útsýni, barinn er með öllum tegundum drykkja og í miðju hótelsins er undurfallegur salur til að hittast og ræða málin yfir drykk,“ segir Ólafur.

Hvíld og friður með glæst útsýni.

360° Hótel er í aðeins 70 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík.

„Hótelið stendur í kyrrlátri sveit á Suðurlandi, umlukið skógi sem þó skyggir ekki á stórkostlegt útsýnið. Öll herbergi eru með gólfsíðum gluggum, stórum baðherbergjum og bestu rúmum sem völ er á,“ segir Ólafur og hlakka til að taka vel á móti gestum sínum í vetur.

360° Hótel er að Mosató 3, austan við Selfoss. Sími 562 2900 og netfang stay@360hotel.is. Allar nánari upplýsingar á 360hotel.is