Næturkremið frá TARAMAR hefur farið sigurför um heiminn en þetta sérstaka krem hefur unnið gull- og silfurverðlaun fyrir gæði, hreinleika og virkni í fjórum alþjóðlegum samkeppnum. Næturkremið hlaut meðal annars gullverðlaun í bæði skandinavísku og bresku Global Makeup Awards 2020 og 2021, silfurverðlaun í Green Global Makeup Awards og silfurverðlaun sem besta andlitskremið hjá Free From Skincare Awards 2021, segir Guðrún Marteinsdóttir, annar stofnenda og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Íslenskir neytendur eru svo sannarlega sammála þessum úrslitum og í dag nota hundruð Íslendinga, bæði konur og karlar, þetta krem á hverjum degi.“

Hún segir að þótt næturkremið gagnist vel bæði sem dag- og næturkrem þá hafi grunnhugmyndin að þessari vöru verið að skapa krem sem aðstoðaði við hreinsun og uppbyggingu húðarinnar sem fram fer á nóttunni. „Þannig hjálpar næturkremið húðinni við að losa út úrgangsefnin, draga úr rakatapi, stoppa oxun, styrkja kollagenmyndun og efla bandvefstengingar sem halda hinum mismunandi húðlögum þétt saman.“

Framleiðsluteymi TARAMAR (frá vinstri): Sólrún Anna Símonardóttir, Ragnhildur Einarsdóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson og Júlía Stefánsdóttir.

Lífvirku efnin vinna með húðfrumurnar

Næturkremið inniheldur útdrætti úr íslensku þangi, lífrænt ræktuðum fjólum og augnfró. „Lífvirku efnin úr þanginu vinna með frumurnar á margvíslegan hátt, meðal annars með því að stoppa niðurbrot á kollageni um leið og þau draga úr oxun og hindra skaðleg áhrif sindurefna. Fjólurnar og augnfróin eru valin í þetta krem því lífvirku efnin í þessum jurtum hafa einstaka getu til að byggja upp raka í húðinni, efla frumuvirkni og styrkja frumuhimnur.“

Auk þessa inniheldur næturkremið ákaflega góð peptíð sem hafa áhrif á tengingar á milli húðlaganna. Peptíðin örva myndun eggjahvítuefnanna integrin og laminin, sem eru mikilvæg í að halda þessum tengingum góðum, bætir Guðrún við. „Þannig er minni hætta á að húðin verði slöpp og fari að síga.“

Íslensku jurtirnar morgunfrú og rauðsmári eru á meðal þeirra lækningajurta sem gera TARAMAR vörurnar lífvirkar og einstaklega góðar fyrir húðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Samhljómur efna hefur undursamleg áhrif á húðina

Eitt af því sem gerir TARAMAR vörurnar svo sérstakar, að sögn Guðrúnar, er hinn fullkomni samhljómur á meðal hinna náttúrulegu efna sem eru í vörunum. „Margir gera sér ekki grein fyrir því að lífvirkni er hugtak sem stendur fyrir tíðni og orkubirtingu náttúrulegra mólekúla og sameinda.“

Frá því TARAMAR var sett á fót hafa stofnendur þess, Guðrún og Kristberg Kristbergsson, stundað rannsóknir á tíðni náttúrulegra efna. Strax í upphafi var markmið að velja efnin saman þannig að þau mynduðu samhljóm (e. synergy), segir Guðrún. „Þetta er eitthvað sem finnst mjög sjaldan í vörum á markaði og framleiðendur virðast ekki vera meðvitaðir um mikilvægi þessara þátta. Þannig má oft sjá efni saman í vöru sem vinna á móti hvert öðru og geta jafnvel dregið úr virkni annarra efna sem sett eru í formúluna. Einnig er algengt að sjá formúlur sem eru samsettar úr gríðarlega miklum fjölda efna sem veldur því að tíðni formúlunnar verður ruglingsleg og jafnvel óþægileg.“

Sindurefni eru óstöðug efni sem geta valdið skaða á húð og líkama. Þessi efni eru óstöðug því þau vantar rafeindir í ysta hjúp mólekúlanna. Til að vega upp á móti þessu þá ráðast þau á heilbrigða vefi og draga til sín rafeindir frá lifandi frumum og valda þeim um leið skaða. Þessi framgangur verður að keðjuverkun sem veldur enn meiri skaða og hraðar öldrun húðarinnar. Til að stoppa þessa keðjuverkun þarf andoxunarefni. Íslensku þörungarnir eru einstaklega öflugir þegar kemur að þessu en þeir innihalda andoxunarefni sem geta gefið frá sér rafeindir og þannig núllað út áhrif sindurefnanna.

Framkallar ánægju og betri líðan hjá neytendum

Hún segir rannsóknir þeirra benda til að náttúrulegar vörur sem hafi góðan samhljóm hafi betri virkni og skapi betri líðan hjá neytendum. „Því meira sem við aukum skilning okkar á tíðni og sviði mólekúlanna, því betur erum við í stakk búin til að gera vöru sem í raun heldur uppi samræðum við húðina. Við vitum betur núna að húðin býr yfir sínu eigin hormónakerfi og að efnaskipti yfir húðina byggja meðal annars á örfínum raf boðum í frumuhimnum og innra umhverfi frumanna. Með því að hanna vöru sem fellur rétt að þessum raf boðum þá nálgumst við hina fullkomnu vöru fyrir húðina. Við teljum að neytendur finni þetta þó þeir geri sér ekki grein fyrir því en við eigum óvenjumargar umsagnir þar sem fólk talar um hvað vörurnar framkalli mikla vellíðan og gleði.“

Hátíðartilboð vegna góðs árangurs

Móttökurnar á TARAMAR vörunum og ekki síst næturkreminu hafa verið stórkostlegar. „Við hjá TARAMAR viljum þakka íslenskum neytendum og íslenskri náttúru fyrir allar gjafirnar og þær frábæru undirtektir sem TARAMAR vörurnar hafa fengið hér heima.

Með þetta í huga og til að fagna hinum glæsilega árangri sem næturkremið hefur náð á erlendri grund þá verður sérstakt tilboð á heimasíðu TARAMAR, taramar.is, og hjá Lyfjaveri, Íslandsapóteki og Hagkaup í Kringlunni, Smáranum, Garðabæ og á Akureyri.

Tilboðið er þannig að þú kaupir eitt TARAMAR augnkrem og færð með sem kaupauka verðlaunanæturkremið okkar í fullri stærð.