Líftæknifyrirtækið Protis ehf. kappkostar að þróa og markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráefni, sem er aflað og unnið á sjálfbæran hátt, fyrir viðskiptavini sem kjósa hágæða náttúrulegar vörur.

Protis var stofnað árið 2015. „Ég vann þá sem framleiðslustjóri hjá Ice Protein og var að þróa lyktarlaust fiskiprótín. Um haustið hófum við framleiðslu á IceProtein® og í kjölfarið var fyrirtækið Protis stofnað sem framleiðslufyrirtæki. Í dag framleiðum við IceProtein®, Protis® og SeaCol® sem eru öll náttúruleg virk efni sem við notum í fæðubótarvörur okkar, Liði og Kollagen,“ segir Heimir Haraldsson, framleiðslustjóri Protis. Öll framleiðsla Protis er á Sauðárkróki og er því um að ræða bæði íslenskt hugvit og íslenska framleiðslu.

Einstakt prótín

IceProtein® er framleitt úr afskurði af snyrtilínum í þorskvinnslu og stuðlar því að enn betri nýtingu afurðarinnar. Um er að ræða vatnsrofið og ensímmeðhöndlað prótín sem líkaminn getur auðveldlega melt og nýtt sem einstaka næringu og orkugjafa fyrir vöðvana. Efnið virkar að auki líkt og peptíð á blóðrásina og hefur þannig blóðþrýstingslækkandi áhrif.

Undraefni í sæbjúgum

SeaCol® er unnið úr sæbjúgum og byggir á aldagamalli þekkingu frá Austurlöndum. Kínverjar hafa enda löngum neytt sæbjúgna fyrir liðheilsu og fleira. „Sæbjúgu, sem og brjóskfiskar eins og skötur og hákarlar, eru afar rík af chondroitin súlfati sem þekkt er að hafi góð áhrif á brjóskheilsu. En heilbrigt brjósk er algert lykilatriði þegar kemur að liðheilsu.“

Kollagen úr fiskroði

Protis® er hágæða kollagen unnið úr fiskroði sem fellur til við fiskvinnslu en á undanförnum árum hefur komið fram fjöldi rannsókna sem hafa sýnt fram á góða virkni kollagens á húð, hár og neglur.

Gæðablöndur og sérhæfð virkni

Fæðubótarefni Protis, Liðir og Kollagen byggja á þessum þremur virku innihaldsefnum. „Hver blanda fyrir sig inniheldur önnur virk efni sem styrkja og styðja við virkni efnanna sem Protis framleiðir frá grunni,“ segir Heimir.

Liðir frá Protis er frábær blanda fyrir liða-, brjósk- og beinheilsu og inniheldur IceProtein® og Cucumaria frondosa extrakt sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland. Skrápurinn er að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem þekkt er að hafi góð áhrif á brjóskheilsu. Einnig inniheldur blandan túrmerik sem hjálpar til við að lágmarka bólgur. Svo er D-vítamín sem er algert lykilatriði þegar kemur að beinheilsunni. „Það er ekki að ástæðulausu að við notum IceProtein® í Liði, en þetta er frábær orkugjafi og algert undraefni fyrir liði og vöðva. Liðir hefur hjálpað mörgum með liðvandamál eins og liðagigt, en einnig fólki sem hefur fengið brjósklos,“ segir Heimir.

Liðir er sérhönnuð blanda fyrir liði, brjósk og bein sem gegnir allt lykilhlutverki í liðheilsu.

Kollagen frá Protis er dúndurblanda fyrir húð, hár og neglur, en hún inniheldur Protis® kollagen er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstakt innihaldsefni, SeaCol®, sem er blanda af vatnsrofnu kollageni úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika.

Einnig inniheldur blandan B-vítamín sem gefur orku og er frábært fyrir bæði húð og hár. Þá er hýalúrónsýra sem er alger rakabomba fyrir húðina og svo Q10 sem hefur góð áhrif á eldri húð. „Fólk finnur mikinn mun á sér í húðinni, hún er bæði þéttari og sléttari. Margir tala líka um þéttari hárvöxt og neglurnar styrkjast einnig. Þá hafa margir vitnað um að hafa verið með þurra og sprungna hæla, en að það hafi lagast við að taka inn Protis Kollagen. Einnig finna margir sóríasis sjúklingar fyrir miklum mun, en blandan getur haft mildandi áhrif á útbrot og sóríasissár.“

Kollagen frá Protis er frábær blanda fyrir húð, hár og neglur og byggir á íslensku hugviti.

Fæðubótarefnin frá Protis fást í matvöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum um land allt.