NormX hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá opnun 1982. Verslun og sýningarsalur er í Auðbrekku 6 í Kópavogi, en framleiðslan fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Fyrirtækið hefur ávallt lagt ríka áherslu á persónulega og góða þjónustu, sem skilar sér í því að sama fólkið kemur aftur og aftur þegar það skiptir um húsnæði og vill aftur sams konar pott,“ segir Orri Stefánsson, söluog verslunarstjóri NormX. Orri bendir á að fyrirtækið sé alltaf að þróa sig áfram í framleiðslu og nú séu kaldir pottar mjög vinsælir. „Það hefur orðið sprenging hjá okkur í sölu á heitum og köldum pottum síðasta ár. Við höfum varla haft undan að framleiða potta á þessum COVIDtímum, en eigum þó einhvern lager.

Snorralaugin var fyrsti heiti potturinn sem við framleiddum og hann er enn mjög vinsæll. Snorralaugin sem er 2000 l, er frábær kostur fyrir þá sem vilja djúpa og rúmgóða potta sem rúma 6-8 manns. Grettislaugin, sem er 1400 l, 4-6 manna, hefur tekið fram úr Snorralauginni síðustu ár og er nú okkar vinsælasti pottur, en hann er í mjög hentugri stærð fyrir meðalfjölskylduna. Við köllum kalda pottinn okkar Sigurlaugu en margir vilja hafa bæði heitan og kaldan pott í garðinum. Það hefur komið í ljós á undanförnum árum að kalt bað hefur mjög góð áhrif á líkamann, vinnur til dæmis gegn bólgum. Margir fara í kalt bað eftir líkamsrækt sem hefur gefist vel, og flýtir fyrir endurheimt,“ segir hann.

Knattspyrnukonan Margrét Lára lætur sig ekki muna um að fara í kaldan pott meðan krakkarnir busla í heita pottinum en margir vilja hafa báða valkostina.

„Við höfum selt mikið af heitu pottunum okkar í sumarbústaði, bæði til einstaklinga en einnig hafa stéttarfélög og ferðaþjónustuaðilar verið stórir viðskiptavinir. Sérstaða okkar liggur í hágæða vöru á einstaklega hagstæðu verði og yfirleitt stuttum afgreiðslutíma. Við höfum aukið framleiðsluna að undanförnu vegna mikillar eftirspurnar og getum boðið pottinn beint af lagernum eins og staðan er núna. Það er mikilvægt að fólk fari að huga strax að kaupum á pottum fyrir sumarið, því margir eru í þessum kauphugleiðingum og staðan getur breyst fljótt,“ upplýsir Orri.

Hjá NormX er hægt að fá alls kyns fylgihluti og burðargrindur fyrir pottana. „Burðargrindurnar eru algjör snilld því þær auðvelda fólki allan frágang og spara mikla vinnu. Grindin kemur klár og einungis þarf að klæða grindina með því efni sem fólk vill. Hægt er að fá grindurnar í nokkrum útgáfum t.d. ofan á eða ofan í pall eða stétt, með auka 30 cm fyrir lok, taka af eitt horn eða fleiri.

Hjá NormX er hægt að fá alla umgjörðina í kringum pottinn.

Langflestir kaupa einnig lok hjá okkur á pottinn, sjálfvirkar hitastýringar og einnig er nuddið vinsælt, enda er ákaflega þægilegt að hafa það. Við erum einnig með alls kyns smávörur sem tilheyra pottalífinu,“ segir hann. Nýjung hjá NormX eru finnskar svalalokanir sem henta einnig í garðskála eða garðhús. „Við tókum nýlega við umboði frá Cover svalalokunum. Það er frábært að stækka stofuna með slíkri lokun eða setja upp sólstofu. Cover kerfið hefur lengi verið hér á boðstólum og hefur reynst gríðarlega vel. Þessa dagana erum við að stækka og breyta sýningarsal okkar þannig að fljótlega getum við sýnt alls kyns svalalokanir frá Cover.“

NormX selur Cover svalalokanir, garðhús, sólstofur og fleira.

Orri segir að Íslendingar hafi alltaf verið hrifnir af heitum pottum og njóti þess að slaka á og njóta lífsins í garðinum. „Við erum stolt af því að geta boðið vandaða potta sem henta einstaklega vel í íslenskum aðstæðum. Við vitum að fólk er enn að nota potta sem eru yfir þrjátíu ára gamlir enda eru þeir sterkir og góðir og hafa reynst vel. Okkar potta er síðan hægt að endurvinna að fullu, sem er umhverfisvænt.“

NormX er með sýningarsal að Auðbrekku 6 í Kópavogi, sími 565 8899. Sjá má frekari upplýsingar á heimasíðunni normx.is

Svalalokanir eru þægilegur kostur til að stækka stofuna.