Gallerí List í Skipholti 50a er elsta starfandi gallerí landsins, en galleríið fagnar 35 ára starfsafmæli á næsta ári.

„Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að sýna þverskurðinn í nútímalist á Íslandi, en hjá okkur eru að jafnaði um 60–70 listamenn og úrvalið því fjölbreytt,“ segir Gunnar Helgason, eigandi og framkvæmdastjóri Gallerí List. „Við höfum það að markmiði að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur, hvort sem um smekk eða verð er að ræða. Hjá okkur má meðal annars finna olíuverk, akrýlverk, vatnslitaverk, grafíkverk, keramik og skúlptúra.“

Þegar talið berst að því hvernig markaðurinn sé í dag segir Gunnar að hann hafi virkilega gaman af því að taka á móti þeim aukna fjölda einstaklinga sem sér tækifæri til að fjárfesta í listmunum.

Að jafnaði eru verk frá um 60–70 listamönnum í Gallerí List. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Sá hópur viðskiptavina hefur stækkað töluvert undanfarið ár,“ segir hann. „Eins og flestir hafa orðið varir við þá hefur þorri manna verið iðinn við framkvæmdir og breytingar heima við og þar hafa kaup á listaverkum ekki verið undanskilin.“

Persónuleg þjónusta og vaxtalaus lán

„Þó svo að sumir listamenn segi að innrétta eigi rými í takt við listaverk þá er það ekki endilega raunin,“ segir Gunnar. „Upplifun mín er sú að margir séu að breyta og bæta heima við og sækja sér svo persónulega ráðgjöf þegar kemur að því að fjárfesta í listmunum.“

Gunnar segir sérsniðna og persónulega þjónustu vera sérstöðu Gallerí List.

„Við leggjum okkur fram við að koma til móts við þá einstaklinga sem leita til okkar,“ segir hann. „Við gefum okkur tíma til að skoða hvað hentar hverjum og einum, bæði hvað varðar val á verki og greiðsluleið, en Gallerí List býður viðskiptavinum sínum líka upp á vaxtalaus lán til listaverkakaupa.“

Eigulegar gjafir fyrir alla

Þó að síðasta ár hafi verið ólíkt öðrum og minna hafi verið um veislur og mannamót, þá segir Gunnar bjarta tíma fram undan.

„Í gegnum tíðina hefur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga leitað til okkar í gjafahugleiðingum, það hefur auðvitað verið minna um veislur og mannamót undanfarið ár en venjulega. En fyrir vikið er uppsöfnuð þörf fyrir slíkt mikil og það eru margar veislur í kortunum,“ segir Gunnar. „Þá eru gjafirnar frá okkur persónulegar, eigulegar og oft góð fjárfesting til seinni tíma.

Sérhver hlutur sem er keyptur hér til gjafa verður um leið eins konar gjafabréf, því sá sem fær gjöfina getur skipt henni út fyrir hvað sem er í galleríinu og þá er hægt að velja úr verkum mjög margra listamanna. Þannig að enginn situr uppi með verk sem honum ekki líkar,“ bendir Gunnar á að lokum.


Nánari upplýsingar á www.gallerilist.is, www.Facebook.com/gallerilist og www.instagram.com/galleri_list/.

Sífellt fleiri kjósa að fjárfesta í listmunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Listmunir frá Gallerí List eru persónulegar og eigulegar gjafir og oft góð fjárfesting. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gallerí List býður upp á persónulega þjónustu og vaxtalaus lán.