Verslunin Systur&Makar býður upp á fjölbreytt úrval af tímalausum, glæsilegum og þægilegum fötum fyrir konur. Flíkurnar eru bæði hannaðar og framleiddar á saumastofu í versluninni sjálfri, sem gefur aukið frelsi og sveigjanleika til að bregðast við óskum viðskiptavina.

Vörumerkið Volcano Design verður 13 ára í sumar, en það var stofnað árið 2008. Samnefnd verslun var rekin í nokkur ár en verslunin Systur&Makar fæddist svo árið 2014 þegar opnað var á Akureyri og á Laugaveginum í svolítið breyttu formi. Aðaláherslan er á fatamerkið Volcano Design og Katla Hreiðarsdóttir, sem hefur rekið fatamerkið frá upphafi, er eigandi fyrirtækisins.

„Allar vörur Volcano Design eru hannaðar og framleiddar hér innanlands. Ég rek eigin saumastofu en þar starfa klæðskerar og kjólameistarar sem og hönnuðir sem sjá um allt framleiðsluferlið,“ segir Katla. „Það er auðvitað ekki algengt að vera með svona framleiðslu staðbundna en saumastofan er á sama stað og verslunin sjálf. Það gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavininum upp á smávægilegar breytingar á vörum með litlum fyrirvara.

Við hönnum og framleiðum kvenfatnað. Hönnunin er frekar tímalaus og klassísk en þó með skemmtilegu „twisti“. Við leggjum áherslu á kvenleg og glæsileg snið og þægindi skipta okkur miklu máli. Volcano Design konan er töff, sjálfstæð og sterk,“ segir Katla. „Markhópurinn er konur á aldrinum 25-55 ára, enda hentar hönnunin mörgum. Flíkurnar eru framleiddar í takmörkuðu magni og við endurnýjum úrvalið reglulega.

Katla rekur eigin saumastofu í sama húsnæði og verslunina. Þar starfa klæðskerar, kjólameistarar og hönnuðir sem sjá um allt framleiðsluferlið.

Með innlendri framleiðslu stjórnum við algjörlega framleiðsluferlinu og styttum það verulega. Fyrir vikið getum við klárað þróunar- og framleiðsluferlið hratt og komið nýjungum inn í búðina okkar á skömmum tíma,“ útskýrir Katla. „Við þurfum ekki að halda uppi stórum lager því við framleiðum eftir eftirspurn og þannig náum við að stjórna fersku flæði í búðina okkar og erum ekki bundnar við erlenda framleiðendur. Það hefur til dæmis komið sér mjög vel þetta síðasta ár þar sem margir erlendir framleiðendur þurftu að loka verksmiðjum.“

Liðsauki með nýja sýn

„Frá upphafi hef ég séð um alla hönnun á vörunum okkar en í byrjun síðasta árs réði ég fatahönnuð og framleiðslustjóra til að dreifa álaginu og það er í fyrsta skipti sem það kemur nýr vinkill inn í hönnunina,“ segir Katla. „Hulda Karlotta er að koma úr öðrum bransa, en hún hefur verið viðriðin útivistarbransann síðustu ár hjá bæði ZoOn og Nikita og er því með mikla reynslu þaðan. Hún er faglærður fatahönnuður, ólíkt mér, og kemur inn með allt annað framleiðsluform. Ég fann líka að hönnunarvinnan var orðin svolítið einmanaleg svo það er mjög gott að fá liðsauka. Það er miklu skemmtilegra að vinna með öðrum!

Það munar miklu að fá annan og ferskan vinkil í hönnunarferlið og það er hreinlega nauðsynlegt. Við það myndast ákveðið samtal sem kemur okkur lengra og sjóndeildarhringurinn breikkar,“ segir Katla. „Þetta fjölbreyttara sjónarhorn hefur haft mjög góð áhrif og er að skila sér í aukinni sölu og stærri kúnnahóp. Þetta er því breyting fyrir okkur báðar sem hefur komið mjög vel út.“

Instagramið persónulegt

„Auk þess að fá ferskan andblæ inn í hönnunina fæ ég nú líka meiri tíma til að sinna markaðssetningu og skipulagi rekstursins,“ segir Katla. „Það hefur borið árangur, en fylgjendahópurinn okkar á Instagram hefur tvöfaldast á stuttum tíma og við erum nú með tæplega 17.000 fylgjendur á Instagraminu okkar, @systurogmakar.

Verslunin Systur&Maker er staðsett í Síðumúla 21 og það er netverslun á síðunni systurogmakar.is.

Instagramið er mjög persónulegt og hálfgerð dagbók. Þar sýni ég frá mínu persónulega lífi, hvort sem það snýr að fyrirtækjarekstrinum, heimilisbreytingum eða hverju sem er,“ segir Katla. „Ég er að taka í gegn íbúð frá 1953 í Hafnarfirði ásamt manninum mínum, sem er heljarinnar verkefni, en ég er upphaflega menntuð sem innanhúshönnuður og margir fylgjast með þessu verkefni í bland við fyrirtækjatengt bras.

Markaðssetning hefur breyst mikið frá því ég hóf minn rekstur og þegar ég byrjaði var ég alveg óþekkt nafn bak við vörumerkið. Nú vill viðskiptavinurinn vita meira og fá persónulega nánd og tengingu við fólkið á bak við fyrirtækið,“ segir Katla. „Þannig get ég líka haft meiri samskipti við mína kúnna, sem ég held að hjálpi oft við hönnunarferlið og reksturinn í heild. Með því að hafa markaðssetninguna og Instagramið mjög persónulegt get ég einfaldlega spurt kúnna út í einstök atriði. Á þennan hátt er ég líka fljót að sjá hvað mun virka og hvað ekki.

Þar fyrir utan held ég að fólk hafi hreinlega gaman af því að fylgjast með „konunum á bak við tjöldin“, svo við nýtum þessa leið til að sýna frá íslensku framleiðslunni okkar, sem við erum svo óskaplega stolt af,“ segir Katla. „Ég held að það komi fólki reglulega á óvart hvað við erum í raun að gera, og það allt hér innanlands.“

Netverslunin mjög vinsæl

„Íslensk netverslun er að eflast um þessar mundir, á sama tíma og við erum að sjá mikið aukna grósku í rekstrinum okkar. Netverslunin okkar gengur líka mjög vel og sinnir oft og tíðum bæði hlutverki verslunarglugga og sölumanns, þó að varan sjálf sé oft sótt í verslunina. Kúnninn kynnir sér vöruna á netinu áður og veit að hverju hann gengur,“ segir Katla. „Netverslunin okkar er líka auðveld í notkun og salan þar eykst jafnt og þétt. Hún samsvarar nú um 35% af heildarsölu fyrirtækisins.

Með því að sjá sjálf um framleiðsluna hér innanlands fær starfsfólk verslunarinnar frelsi og sveigjanleika sem gerir þeim kleift að klára þróunar- og framleiðsluferli á nýjum flíkum hratt.

Íslensk hönnun hefur alltaf verið vinsæl en að mínu mati er hún aftur að eflast og mér finnst þessi tími minna svolítið á tímann eftir hrun, þar sem þjóðarstoltið og samheldnin kom svo ríkulega fram,“ segir Katla. „Við erum að sjá nýja viðskiptavini og fáum mikinn meðbyr og styrk frá eldri tryggum fastakúnnum. Það er svo frábært að sjá hvað Íslendingar geta unnið vel saman og stutt vel við bakið hver á öðrum þegar á reynir og það fyllir okkur auðmýkt að fá að upplifa það svona sterkt.

Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir að styðja við íslenska hönnun og framleiðslu. Það er ávallt mikilvægt að styrkja fyrirtæki í sínu nærumhverfi og hefur kannski aldrei verið mikilvægara en nú,“ segir Katla. „Við sem þjóð viljum ekki missa allt úr landi og eigum að halda áfram að styðja við íslensku fyrirtækin sem bæði skapa störf og auka grósku í íslensku atvinnulífi og sköpun.“


Systur&Makar er til húsa í Síðumúla 21. Opið er alla virka daga milli 11.00 – 18.00 og laugardaga milli 11.00 -16.00. Netverslunina er að finna á systurogmakar.is.