Með Siðferðisgáttinni gefst starfsmönnum BYKO tækifæri á að koma á framfæri, beint til óháðs teymis innan Siðferðisgáttarinnar, ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustað sínum eða upplifa vanlíðan í starfi. BYKO gerir samning við Siðferðisgáttina. Siðferðisgáttin kemur að slíkum málum sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við mannauðsstjóra BYKO

„Markmið Siðferðisgáttarinnar er að styrkja stoðir góðrar vinnustaðarmenningar og að skapa farveg fyrir alla starfsmenn, óháð stöðu, til þess að koma á framfæri til óháðra aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri hegðun og fer málið þar með strax í faglegan farveg. Það er okkur afar dýrmætt að fá BYKO í þjónustu Siðferðisgáttarinnar þar sem um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsmanna, í ólíkum störfum og með ólíkan bakgrunn. Við hlökkum mikið til samstarfsins og erum afar þakklát og ánægð með það að fá BYKO í hóp ánægðra aðildarfyrirtækja Siðferðisgáttarinnar og sýna þannig í verki að þeim sé annt um vellíðan sinna starfsmanna,“ segir Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi.

„Við trúum því að á bakvið öfluga liðsheild ríki traust og samkennd sem byggir á heiðarlegum samskiptum. Við berum virðingu fyrir hvort öðru óháð kyni, litarhætti, stétt og stöðu. Við samþykkjum einfaldlega ekkert einelti, áreitni né ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Það þarf kjark og hugrekki þeirra sem verða fyrir óæskilegri framkomu að stíga fram. Það er því mikilvægt að tryggja einfaldan og skýran farveg til að koma slíkum málum frá sér. Leiðin þarf að vera skýr, einföld sem er umlykin trausti og trúnaði,“ segir Sigurður Brynjar Pálsson forstjóri BYKO.