Til að tryggja góðan svefn þarf ekki eingöngu að huga að góðri dýnu og hentugum kodda, heldur að umhverfinu öllu. „Undanfarin misseri hefur mikilvægi svefns fengið aukna athygli. Við höfum alltaf vitað að svefn sé öllum mikilvægur en ef til vill ekki gert okkur grein fyrir hvað góður svefn, eða skortur á honum, hefur gríðarlega mikil áhrif á heilsufar og vellíðan almennt. Við höfum skilgreint nokkra þætti sem þarf að horfa til þegar markmiðið er að hámarka svefngæði: þægindi, birta, hitastig, hljóðvist, loftgæði og svo umhverfið, eða hlutir eins og litir, skipulag og húsbúnaður,“ segir Aldís Axelsdóttir, sölustjóri í IKEA. „Það er því hægt að hafa áhrif á svefninn með ýmsum hætti og breytingarnar geta verið stórar sem smáar.“

ODONVIDE þyngdarteppin fást í einni stærð og þremur þyngdum; velja þarf þyngd teppis í samræmi við líkamsþyngd.

Þægindi framar öllu

„Fyrst í upptalningunni eru þægindin því þau eru í raun mikilvægust. Þægileg dýna, koddi sem hentar svefnstellingu og rétta sængin skipta öllu máli fyrir svefninn.“ Aldís segir VATNESTRÖM dýnurnar sérstaklega vandaðar pokagormadýnur sem viðskiptavinir hafi lýst mikilli ánægju með. „Við erum mjög stolt af gæðum þessara dýna, enda eru þær með ábyrgð og það má skipta innan 90 daga eftir kaup ef dýnan hentar ekki,“ segir Aldís. „Fyrir þær aðstæður þar sem svampdýna er málið, þá eru AGOTNES og ASVANG dýnurnar nýjar hjá okkur og þær eru á frábæru verði.“ Úrvalið af koddum og sængum hefur aukist mikið í IKEA og nú er til að mynda hægt að velja úr ýmsum tegundum af svokölluðum heilsukoddum, sem styðja sérstaklega við háls og herðar.

KLUBBSPORRE heilsukoddinn styður vel við háls og herðar. Kæligel á annarri hliðinni er svalandi þegar heitt er undir sænginni.

Að sögn Aldísar hefur KLUBBSPORRE koddinn notið vinsælda. „Hann er úr stífum minnissvampi með kæligeli á annarri hliðinni, sem er mjög notalegt þegar kúrt er undir hlýrri sæng.“

Aldís segir þægindin í heild ráðast af ýmsu. „Mýkt dýnunnar fer eftir stellingunni sem sofið er í, koddinn er frekar persónubundinn, en líka tengdur svefnstellingunni, og val á sæng fer eftir hve heitfengur notandinn er, og auðvitað hitastigi.“

VATNESTRÖM pokagormadýnurnar eru einstaklega þægilegar gæðadýnur. Prófa má í 90 daga og skipta út fyrir aðra ef dýnan hentar ekki.

IKEA hefur á undanförnum árum umbylt vöruúrvali sínu í kringum svefninn og einfaldað leiðbeiningar þannig að allir ættu að geta fundið það sem hentar. Aldís segir kjörhitastig í svefnherberginu á bilinu 13-20 gráður. Þá hafi sængurfötin auðvitað áhrif á þægindin þar sem þau liggi upp við líkamann alla nóttina. Mýkt og gæði sængurfata séu meðal annars mæld í þráðatölu, það er hve margir þræðir séu á hverjum fersentimetra í vefnaðinum. Því hærri tala, því betra. „Svo fengum við nýlega til okkar nýja vörutegund, ODONVIDE þyngdarteppin fást í þremur þyngdum og við erum spennt að sjá hvernig móttökurnar verða. Þyngdarteppi hafa notið vaxandi vinsælda og margir sem hafa átt erfitt með svefn segja það hafa breytt öllu að sofa með svona teppi.“

STARKVIND lofthreinsitæki hafa sannað gildi sitt á heimilum.

Rétt birta gerir gæfumuninn

Lýsing og birta í svefnherberginu eru mikilvægur hluti þess að skapa notalegt umhverfi. Það þarf góða almenna lýsingu, lesljós, en svo er best að hafa alveg dimmt í herberginu meðan sofið er. Aldís segir myrkvunargardínur koma að góðum notum því þær halda bæði birtu úti og dempa utanaðkomandi hljóð. „Þær eru nánast staðalbúnaður á íslenskum heimilum vegna sumarbirtunnar, en þær gera líka sitt gagn í skammdeginu með því að halda úti bjarma frá götulýsingu og dempa hljóð.“ Í fullkomnum heimi væri svefn herbergið alltaf rólegt athvarf þar sem engin utanaðkomandi hljóð hafa áhrif. Það getur þó verið áskorun að halda hljóði úti en mýkt, til dæmis frá teppum, púðum og gardínum, hjálpar til við að dempa allt hljóð og einangra herbergið. Loftgæðin skipta líka máli og þau eru víða ekki næg. „Þótt við búum við frekar hreint loft hér á Íslandi þarf samt sem áður að huga að þessum þætti.“

Aldís segir það verða sífellt algengara að fólk noti lofthreinsitæki á heimilinu. „Okkar lofthreinsitæki, FORNUFTIG og STARKVIND, hafa reynst mjög vel og eru hönnuð til að falla inn í umhverfið. STÄRKVIND er til dæmis hægt að fá innbyggt í nett hliðarborð,“ segir Aldís.

Aldís Axelsdóttir, sölustjóri hjá IKEA, segir að skilgreindir hafi verið nokkrir þættir sem þarf að horfa til þegar markmiðið er að hámarka svefngæði. FRÉTTABLADID/ ERNIR

Snyrtilegt svefnherbergi bætir svefn

Að lokum nefnir Aldís hve mikilvægt sé að hafa gott skipulag í svefnherberginu og góðar hirslur. „Það kannast held ég allir við fatahrúgu sem á alltaf eftir að ganga frá eða bunka af stökum sokkum sem eiga hvergi heima.“ Hún segir lítið mál að halda öllu í röð og reglu með nægum hirslum, hvort sem það séu fataskápar, kommóður, fatahengi eða geymslubox sem passa undir rúm. „Því minni óreiða, því líklegra er að svefninn verði vær og góður.“