Þeim fjölgar stöðugt sem vilja vera sólarmegin í lífinu og lífsgæðin sem Spánarsólin býður upp á heillar stöðugt fleiri og fleiri Íslendinga. Fólk kýs í auknum mæli að eiga heimili þar, hvort sem er til skemmri eða lengri dvalar og margir einfaldlega kjósa að flytja þangað alfarið, segir Aðalheiður Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Spánareigna og löggiltur fasteignasali.

„Gott veður allt árið heillar, hagstætt verðlag, fjölbreyttir golfvellir, fallegar strendur, hjólreiðar, göngu- og hlaupaleiðir, vínsmökkun og skíðabrekkur.“ Lífsgæðalistinn er endalaus og aðgengið auðvelt með beinu flugi frá Íslandi allt árið að hennar sögn. „Tiltölulega auðvelt er að fá vinnu fyrir þá sem leita eftir því, og stöðugt fleiri geta líka unnið að heiman með tilkomu Zoom og Teams. Góðir skólar og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einnig á meðal þess sem fólk veltir fyrir sér.“

Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali hjá Spánareignum.

Fylgjumst vel með nýjungum

„Við hjá Spánareignum leggjum mikla áherslu á að fylgjast vel með nýjungum á fasteignamarkaðnum á Spáni til þess að bjóða viðskiptavinum okkar upp á það besta sem í boði er hverju sinni. Við erum ekki bara að selja fasteignir, heldur ekki síður lífsgæði.“

Golfvallasvæði eins og Las Colinas, Vistabella og La Finca hafa verið vinsæl, en einnig svæði nær stöndinni, eins og til dæmis Villamartin, Mar de Pulpi, Los Alcazares og Santa Rosalia, sem er nýtt og spennandi svæði með miklum afþreyingarmöguleikum.

„Það nýjasta hjá okkur eru einstaklega skemmtilegar og vel hannaðar þjónustuíbúðir rétt við Mil Palmeras-strandbæinn á Costa Blanca. Öllum íbúðunum fylgir öryggishnappur og fjarhjálparþjónusta, sem eykur verulega öryggi þeirra sem á þurfa að halda. Verðin á þessum íbúðum eru líka sérlega hagstæð.“

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar fallegum húsgögnum.

Vel staðsettar íbúðir með öryggisþjónustu

Íbúðirnar eru fallegar og vel skipulagðar með góðu alrými þar sem eru stofa og borðstofa vel tengd eldhúsi, eitt eða tvö svefnherbergi og eitt eða tvö baðherbergi og eru þær vel staðsettar í Mil Palmeras, fallegum spænskum strandbæ, um 60 mínútna akstur suður frá Alicante.

„Hægt er að velja um íbúðir á jarðhæð með sér garði, á miðhæðum með góðum svölum og á efstu hæð með svölum og sérþak­svölum.“

Frábær sameign fylgir og er hún með fallegum sameiginlegum sundlaugargarði, sameiginlegu samkomuherbergi þar sem hægt er að spila og taka þátt í ýmsum tómstundum, líkamsrækt, aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara, sérherbergi fyrir snyrtifræðinga og fleira. Gott aðgengi er fyrir fatlaða, til dæmis lyfta ofan í sundlaug, breiðari dyraop, breiðari gangar í sameign og sérútbúin baðherbergi fyrir fólk með skerta hreyfigetu og fólk í hjólastólum. Lyfta er í húsinu og stæði í bílakjallara fylgir íbúðunum. Innbyggt kerfi er fyrir loftkælingu og hitun.“

Aðalheiður segir sérstaka áherslu lagða á aukið öryggi íbúa og munu allar íbúðir hafa öryggishnapp með tengingu við neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. „Einn aðalhnappur er í íbúðinni og annar færanlegur sem hafður er til dæmis um úlnlið. Íbúar eru þannig beintengdir hjálparmiðstöð Rauða krossins á Spáni sem veitir neyðaraðstoð allan sólarhringinn ef á þarf að halda og er kostnaður innifalinn í húsgjöldum.“

Gott aðgengi að þjónustu einkaspítala

Íbúum gefst einnig kostur á að fá Health Premium-kortið frá Quiron Salud, alþjóðlega sjúkrahúsinu á svæðinu, sem talið er með bestu sjúkrahúsunum í Evrópu. Health Premium-kortið veitir forgang og betra aðgengi að persónulegri þjónustu og heilsuráðgjöf til að bæta lífsgæði viðkomandi.

„Hér er um að ræða algjöra nýjung á fasteignamarkaðnum á Spáni sem nýtist fólki sem vill búa í góðu loftslagi, öruggu umhverfi og hafa gott aðgengi að allri heilbrigðisþjónustu.“

Hægt er að velja íbúð með sér garði, sér þaksvölum eða góðum svölum.

Ánægðir viðskiptavinir okkar besta auglýsing

Spánareignir hafa selt fasteignir á Spáni síðan 2001 og tryggir það viðskiptavinum fyrirtækisins þekkingu, reynslu og öryggi með þjónustu löggilts íslensks fasteignasala.

„Skrifstofa Spánareigna er í Reykjavík og getur fólk pantað fund með okkur og komið þangað til að fá allar upplýsingar. Við aðstoðum fólk við allt kaupferlið og sjáum til dæmis um að útvega spænska kennitölu eða NIE-númer, opna bankareikning í virtum spænskum banka, aðstoðum við útvegun hagstæðra lána og greiðslumats sé þess óskað og allt sem þarf til að kaupferlið gangi vel fyrir sig. Okkar besta auglýsing eru ánægðir viðskiptavinir og í dag fáum við flesta okkar viðskiptavini vegna meðmæla frá öðrum og það finnst okkur best.“

Nánar á spanareignir.is.