Iðan hefur allt árið um kring í boði sérhæfð námskeið og fræðslu fyrir fagfólk í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum. „Iðan er hluti af Áttinni (www.attin.is), sem er samvinna starfsmenntasjóða til að efla fræðslustarf fyrirtækja með markvissri niðurgreiðslu á námskeiðskostnaði. Í Iðunni starfa jafnframt fimm náms- og starfsráðgjafar sem sinna raunfærnimati, áhugasviðskönnunum, fræðslukönnunum ásamt margvíslegri ráðgjöf. Það verður ekki endurtekið of oft hversu mikilvægt er að sú fræðsla sem innt er af hendi innan fyrirtækja sé markviss og í takt við stefnu fyrirtækja og þarfir starfsmanna. Þar kemur Iðan til aðstoðar,“ segir Sigurður Fjalar Jónsson, verkefnastjóri hjá Iðunni.

„Fræðsluframboð Iðunnar er fjölbreytt og í stöðugri þróun. Auk staðbundinna og stafrænna námskeiða heldur Iðan úti mynd- og hljóðvarpi undir heitinu Augnablik í iðnaði (https://www.idan.is/augnablik-i-idnadi/). Það er m.a. öflugur vettvangur fyrir mannauðs- og fræðslumál. Í tilefni af Alþjóðlega mannauðsdeginum frumsýnir Iðan fyrsta myndskeiðið í nýrri röð þátta um mannauðsmál. Þáttaröðin er í umsjón Írisar Sigtryggsdóttur, stjórnanda og teymisþjálfa hjá Eldar Coaching, og gestur þessa fyrsta þáttar er Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech.

Viðfangsefnið er mannauðsmál í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Hægt er að nálgast fyrsta þáttinn á slóðinni

http://www.idan.is/mannaudsmal. Í vinnslu er einnig sería um fræðslumál í umsjón Gerðar Pétursdóttur, fræðslustjóra Isavia. Fylgstu með frá byrjun.“

Nánar á Idan.is

Þáttaröðin er í umsjón Írisar Sigtryggsdóttur, stjórnanda og teymisþjálfa hjá Eldar Coaching, og gestur þessa fyrsta þáttar er Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech.