„Sleggjan hefur tekið yfir þjónustu, viðgerðir og viðhald á Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílum og á sama tíma tekið við atvinnubílaverkstæði Öskju sem hefur alfarið færst úr húsnæði Öskju til Sleggjunnar,“ upplýsir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Sleggjunnar.

Hann segir starfsemi Sleggjunnar þó haldast óbreytta.

„Áfram verða allir og öll bílamerki velkomin í nýtt og vel útbúið verkstæði okkar að Desjamýri 10 í Mosfellsbæ og Klettagörðum 4 í Reykjavík, og verða starfsmenn félagsins við þessa breytingu hátt í 30 talsins.“

Mercedes-Benz er meðal bestu framleiðenda heims og hefur undanfarin ár verið annar mest seldi vörubíllinn á Íslandi. MYND/AÐSEND
Sleggjan er verkstæði atvinnutækja og aftanívagna og hefur að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu hvenær sem þörf er á. MYND/AÐSEND

30 ára traust og góð þjónusta

Sleggjan var stofnuð árið 1990 og byggir því á 30 ára grunni með traustan hóp viðskiptavina.

„Við fögnum mjög samstarfinu við Öskju um þjónustu við Mercedes-Benz vörubíla og hópbifreiðar. Mercedes-Benz er meðal bestu framleiðenda heims, og jákvæð og spennandi áskorun að taka við allri þjónustu við þessa bíla,“ segir Guðmundur.

Sleggjan er alltaf að bæta við þjónustu sína og býður meðal annars hjólastillingar fyrir allar tegundir vörubíla, bremsuprófanir og fyrirbyggjandi viðhalds­viðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Sleggjan mun áfram sinna alhliða viðhaldi við vörubíla og vagna af öllum tegundum eins og félagið hefur gert undanfarna áratugi.

„Jafnframt fáum við til Sleggjunnar vel þjálfaðan mannskap og allan þann tækjabúnað sem Askja hefur byggt upp í kringum þessa þjónustu. Starfsstöðvar okkar eru á tveimur stöðum og er lögð áhersla á að veita alla þá þjónustu sem viðskiptavinurinn þarfnast á báðum stöðum.“

Þó verður lögð áhersla á forgreiningu og hraðþjónustu í Klettagörðum og smurþjónusta verður í Desjamýri.

„Þannig munu viðskiptavinir Mercedes-Benz og Sleggjunnar nú hafa aukinn aðgang að fjölbreyttri þjónustu okkar, til dæmis í tengslum við aftanívagna og eldri bíla,“ segir Guðmundur.

Sleggjan þjónustar allar tegundir og merki vörubíla og hópferðabíla. MYND/AÐSEND
Verkefni Sleggjunnar eru fjölbreytt við þjónustu allra bíltegunda. MYND/AÐSEND

Aukin fjölbreytni og aðgengi

Sleggjan býður upp á þjónustu fyrir allar tegundir vörubíla og hópbifreiða, gamlar sem nýjar.

„Við erum alltaf að bæta við þjónustu okkar og bjóðum meðal annars upp á hjólastillingu fyrir allar tegundir vörubifreiða, löggildingu ökurita, vistun gagna úr ökurita og ökuritakorta, viðhald á loftkælingarkerfi (AC-kerfi), bremsuprófanir, ástandsskoðun, ljósastillingu og fyrirbyggjandi viðhaldsviðgerðir, svo eitthvað sé nefnt,“ greinir Guðmundur frá.

Starfsstöðvar Sleggjunnar eru á tveimur stöðum og þar starfa nú hátt í 30 manns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Aðstaða og allur tækjabúnaður á verkstæðum Sleggjunnar er fyrsta flokks. MYND/AÐSEND

Undanfarin ár hefur Mercedes-Benz verið annar mest seldi vörubíllinn á Íslandi og í gegnum tíðina hafa Mercedes-Benz og Setra-hópferðabílar verið langvinsælustu gerðirnar í hópferðaakstur.

Bílaumboðið Askja mun áfram vera með sölu nýrra bíla og varahluti.

„Við hjá Öskju fögnum því að koma að starfsemi Sleggjunnar. Félagið hefur verið vel rekið fjölskyldufyrirtæki og hefur gott orðspor meðal sinna og einnig okkar viðskiptavina. Með okkar innkomu í félagið verður til enn öflugra þjónustufyrirtæki sem mun taka næstu skref í að þjónusta og auka enn fjölbreytni og aðgengi eigenda Mercedes-Benz, Setra og Unimog vöru- og hópferðabíla að góðri þjónustu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. ■

Allar nánari upplýsingar og tímapantanir fást í síma 588 4970 og á sleggjan.is