Mörgum finnst mikilvægt að skapa góðar svefnvenjur fyrir ungbörn en þá er rauði þráðurinn sá að finna ákveðna röð atburða sem gerast á hverju kvöldi fyrir svefninn svo barnið finni að nú sé að koma að nætursvefni. Þótt engin þörf sé á að baða börn daglega finnst þeim flestum notalegt í baðinu og það skapar dýrmætt tækifæri fyrir nána samveru. Margir kjósa því að hafa rólegan baðtíma á kvöldin sem hluta af háttatímarútínu barna sinna, og þess vegna hefur Childs Farm þróað vörur sínar með þetta að leiðarljósi.

Róandi fyrir svefninn

Ein af þessum vörum er Bedtime Bubbles sem er milt og léttfreyðandi bubblubað sem inniheldur róandi tangerínuolíu ásamt öðrum rakagefandi innihaldsefnum og hefur því ekki þurrkandi áhrif á viðkvæma ungbarnahúð.

Vissir þú?

að baðferðir geta haft mjög þurrkandi áhrif á húð okkar allra? Þess vegna skiptir máli að hugsa vel um hvað við setjum í baðið og passa að bera gott rakagefandi krem eða olíu á húðina strax á eftir.

Nudd og notalegheit

Eftir baðferðir, hvort sem þær hafa verið rólegar eða fjörugar, er tilvalið að ná enn meiri ró og tengingu við barnið með því að gefa því létt nudd. Childs Farm Massage Oil er létt nuddolía í úðaformi sem inniheldur blöndu fjögurra mismunandi olía sem gefa húðinni einstakan raka ásamt því að hafa bólgueyðandi og græðandi eiginleika. Blandan gerir það að verkum að nuddolían getur minnkað húðertingu og þurrk.

Vissir þú?

að ungbarnanudd er almennt talin góð leið til þess að sýna barninu ást og umhyggju í gegnum snertingu sem er mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna síðar.

En Childs Farm nuddolían er ekki bara góð fyrir ungbarnanudd, heldur er hún frábær sem rakakrem á alla þurra húð. Sumar mömmur hafa meira að segja stolist til þess að bera hana á fótleggi sína eftir rakstur!

Þrjóskir þurrkublettir

Ekki gleyma að bera á þurrkublettina! Eins og margar Childs Farm vörur er bossakremið ekki bara ætlað til þess að halda bleyjubossum mjúkum og sætum, heldur er kremið svo græðandi að það hentar einmitt vel á exem og erfiða þurrkubletti. Bossakremið er ilmefnalaust, inniheldur græðandi aloe vera og ofurrakagefandi shea- og kakósmjör. Kremið inniheldur ekki sink og smýgur því hratt inn í húðina og má nota á alla þurrkubletti ásamt því að vera öruggt fyrir taubleyjur.

Childs Farm fæst í Hagkaupum, Krónunni, Fjarðarkaupum og apótekum um land allt.