Á Dýraspítalanum starfa, auk þeirra Elfu og Gests, Hjördís Guðmundsdóttir dýralæknir og aðstoðarmenn eru Inga Vala Birgisdóttir, Herdís Ármannsdóttir, Björgvin Helgason, Pálína Höskuldsdóttir og Rakel Eir Ingimarsdóttir. „Um bókhald og fjárhagslegan rekstur sér Höskuldur Jónsson auk þess að hafa umsjón með hesthúsi spítalans. Reikningagerð annast Sunna Björk Hreiðarsdóttir,“ útskýrir Elfa. „Spítalinn er í eigin glæsilegu og nýuppgerðu 300 fm húsnæði í hesthúsahverfinu ofan Akureyrar og er stærsti dýraspítalinn á Norðurlandi. Aðgengi er gott og næg bílastæði.

Við erum vel tækjum búin; fullkomin IDEXX blóðgreiningartæki, digital röntgen- og sónartæki bæði fyrir stór og smá dýr. Við erum með skurðstofur fyrir bæði gæludýr og hesta auk almennrar móttöku og aðstöðu fyrir inniliggjandi gæludýr og hesta,“ segir Elfa og bætir við að þau sinni gæludýrum, hestum og kindum á spítalanum auk þess að aka í vitjanir til kúa, hesta og sauðfjárbænda

Dýraspítalinn er staðsettur í hesthúsahverfinu fyrir ofan Akureyri. MYNDIR/AÐSENDAR

„Við erum í góðri samvinnu við dýralækna í nágrannahéruðum og fáum sjúklinga til aðgerða víða að. Vinnan er fjölbreytt og skemmtileg, við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu og bjóðum öll dýr og eigendur þeirra velkomin til okkar,“ segir hún. „Stór hluti af okkar vinnu fer fram í sveitinni þar sem við þjónustum kúabændur, hrossaræktendur, tamningarstöðvar, fjárbú og svínabú. Tannhirða hjá hrossum, fangskoðanir á kúm og daglegar vitjanir á sveitabæi er hluti af daglegri rútínu.

Á vorin kemur mikið af kindum til okkar á spítalann í keisaraskurði og er það ánægjulegur tími ársins hjá okkur. Það eru forréttindi að starfa á Norðurlandi þar sem er mikið af góðum bændum og dýraeigendum. Við leggjum mikið upp úr góðum samskiptum við bændur, faglegri þjónustu og að vera vel tækjum búin til að sinna stórum dýrum.

Á hverju ári tökum við tvo til þrjá dýralæknanema til þjálfunar frá ýmsum löndum sem er skemmtilegt og fróðlegt fyrir báða aðila. Í sumar verða þau fjögur hjá okkur; Hinrik Ragnar Helgason og Þóra Höskuldsdóttir, þau eru bæði börn dýralækna, Hinrik sonur Helga Sigurðssonar dýralæknis í Reykjavík og Þóra dóttir Elfu og barnabarn Ágústar Þorleifssonar, fyrrverandi héraðsdýralæknis í Eyjafirði, svo það má segja að Í góðu sambandi við dýraeigendur starfið gangi í ættir. Einnig fáum við til okkar Hafþór Halldórsson og einn nema, Magaly, alla leið frá Kólumbíu, í sex vikur,“ segir Elfa

Verslun með alls kyns gæludýrafóður er í húsnæði Dýraspítalans

„Í afgreiðslu spítalans er verslun þar sem við erum með gott úrval af vörum fyrir gæludýr. Fóður frá Hills og Royal Canin þar sem við leggjum áherslu á úrval af sjúkra- og sérfæði fyrir hunda og ketti. Mjög gott og heilsusamlegt íslenskt nammi og nagbein án allra aukaefna. Við seljum beisli, úlpur og fallegar lopapeysur fyrir dýrin. Við sendum vörur um allt land. Einnig bjóðum við upp á brennslu fyrir látin gæludýr, bæði almenna brennslu eða einkabrennslu, þá fær eigandinn öskuna heim. Við tökum loppuför sem fylgja.“

Þau eru mörg falleg dýrin sem Elfa fær í fangið

Opnunartími er alla virka daga 9-17 og laugardaga 10-12. Tímapantanir og vitjanabeiðnir í síma 4612550, vaktsími 4611550. Faceboksíða: Dýraspítalinn Lögmannshlíð, Akureyri. www: dyraspitali.is, netfang: dyraspitali@dyraspitali.is. Gestur sími 8520085, Elfa sími 8960106.

Dýralækningar geta verið krefjandi en Dýraspítalinn er með góða aðstöðu.