Ýmsir kvillar tengdir augum geta komið upp og eru sumir hverjir mjög algengir, eins og augnþurrkur, hvarmabólga og augnsýkingar.

Inga Sæbjörg Magnúsdóttir er lyfjafræðingur hjá Lyfju og ætlar að fjalla sérstaklega um algenga kvilla tengda augum og hvað sé til ráða.

Gervitárin frá Vismed eru án rotvarnarefna og gagnast vel við þurrum augum.

Augnþurrkur

„Augnþurrkur er mjög algengt vandamál og allt að fjórðungur fullorðinna sem glímir við augnþurrk á einhverju tímabili ævinnar,“ upplýsir Inga Sæbjörg.

Oftast er um minnkun á framleiðslu svokallaðra smurningstára að ræða, eða þykkari hluta táravökvans.

„En þar sem nóg er af fljótandi hluta táravökvans einkennist augnþurrkur oft af táraflóði og veldur fólki gjarnan misskilningi. Helstu einkennin eru táraflóð, þurrktilfinning, ljósnæmi, roði, sviði og sjóntruflanir,“ útskýrir Inga.

Algengi augnþurrks eykst með hækkandi aldri og er hann algengari meðal kvenna en karla.

„Augnþurrkur fylgir oft notkun snertilinsa. Augnþurrkur getur einnig fylgt sjúkdómum, svo sem sykursýki, gigt og sjálfsofnæmissjúkdómum. Þá getur augnþurrkur einnig verið aukaverkun ýmissa lyfja eins og til dæmis bakflæðis-, þunglyndis-, ofnæmis-, blóðþrýstings- og húðsjúkdómalyfja. Að vinna við tölvur og í þurru lofti, svo sem í flugvélum, getur einnig ýtt undir þetta vandamál. Þá verður augnþurrkur oft í kjölfar augnaðgerða,“ greinir Inga frá.

Gervitár eða gervitárahlaup eru góð meðferð við augnþurrki.

„Við mælum með gervitárum án rotvarnarefna. Gervitár eru notuð eftir þörfum, gjarnan tvisvar til fjórum sinnum á dag. Þau binda raka og smyrja augun auk þess að minnka uppgufun tára,“ upplýsir Inga.

Hún segir gott að nota gervitárahlaup fyrir svefninn þar sem áhrifin endast lengur og þau geti valdið þokusjón rétt á eftir.

„Flest gervitár má nota með snertilinsum en forðast skal að nota gervitárahlaup með linsum. Þvoið alltaf hendur áður en augnsvæðið er meðhöndlað og skráið opnunardag á umbúðirnar til að fyrirbyggja notkun á lyfjum sem komin eru yfir dagsetningu. Slíkt getur valdið sýkingum í augum og skal alltaf leita til læknis ef einkenni frá augum lagast ekki eða grunur leikur á sýkingu.“

Froða og sóttvarnaklútar frá OCuSoft hafa reynst vel við hvarmabólgu.

Hvarmabólga

Hvarmabólga er bólga í hvörmum eða á jöðrum augnloka vegna ofnæmis fyrir bakteríum á hvörmum. Ekki er um sýkingu að ræða og er hvarmabólga því ekki smitandi.

„Hvarmabólga eykur gjarnan augnþurrk. Einkenni hvarmabólgu eru meðal annars bjúgur og roði í hvörmum, stíflaðir fitukirtlar, sviði og kláði. Stíflaðir fitukirtlar geta þróast í vogris hjá börnum og þrymla hjá fullorðnum, sem veldur oft töluverðum óþægindum,“ skýrir Inga um hvarmabólgu sem er langvinnt og ólæknandi ástand.

„Meðferðin byggir annars vegar á hita með örbylgjubökstrum og hins vegar daglegri hreinsun augnloka með sótthreinsandi froðu eða með klútum.“

Heitir bakstrar eru mikilvægasti þátturinn í meðhöndlun hvarmabólgu.

„Sótthreinsandi klútar eða froða eru ráðlögð til að hreinsa hvarma. Til eru sérstakir klútar, til dæmis fyrir þá sem eru með ofnæmi, sem og ungbörn, ef til að mynda er um að ræða graftarmyndun í augum,“ segir Inga.

Inga Sæbjörg segir augnþurrk algengt vandamál. Hann aukist með hækkandi aldri og sé algengari á meðal kvenna en karla. Fjölmörg úrræði fáist í Lyfju við augnþurrki og fleiri algengum augnkvillum. MYND/TARA TJÖRVA

Augnsýkingar

Ýmsar örverur geta sýkt augun, til dæmis bakteríur og veirur.

„Einkenni augnsýkinga eru meðal annars roði, gröftur, ljósnæmi, bólga í augum eða í kringum þau, kláði og fleira. Slíkt getur fylgt kvefi og öðrum öndunarsýkingum, sérstaklega hjá börnum,“ útskýrir Inga Sæbjörg.

Hún segir hægt að fá sýkingu í annað augað eða bæði.

„Mikilvægt er að leita til læknis ef einkenni fara versnandi, eða hafa varað í tvo til þrjá daga, því sýking getur farið í hornhimnu augans og valdið augnverk eða jafnvel sjónskaða,“ segir Inga.

Við augnsýkingum geti verið gott að nota gervitár á tveggja til fjögurra tíma fresti.

„Ef grunur er um augnsýkingu ætti ekki að nota linsur. Oftast er um að ræða veirusýkingu og þarf þá ekki sýklalyfjadropa þar sem þeir verka á bakteríur en ekki veirur. Þá er mælt með köldum bökstrum, gervitárum og að gæta þess að smita ekki aðra, til dæmis með því að passa handþvott fyrir og eftir snertingu, og að deila ekki handklæði eða þvottapoka með öðrum,“ segir Inga.

Skjágleraugu minnka bláa birtu frá snjalltækjum og bæta svefngæði.

Skjágleraugu til að vernda augun

Skjábirta getur haft áhrif á svefngæði og augnheilsu.

„Gleraugu sem minnka bláa birtu frá snjalltækjum geta bætt svefngæði og almenna líðan, þar sem þau hjálpa líkamanum við eðlilega framleiðslu svefnhormóna,“ útskýrir Inga um notkun skjágleraugna til verndar augum.

„Í verslunum Lyfju um land allt, og í netverslun Lyfju, má fá skjágleraugu með og án styrks.“

Við öllum ofangreindum augnakvillum mælir Inga Sæbjörg lyfjafræðingur með:

Vismed-gervitárum án rotvarnarefna við þurrum augum.

Ocusoft-sótthreinsunarklútum og froðu fyrir augnsvæði við hvarmabólgu.

Hjá Lyfju færðu fjölbreytta fræðslu, ráðgjöf, bætiefni, augnvörur, gleraugu og linsur.

Sjá meira á lyfja.is