Neostrata býður upp á vörulínur sem henta hverju húðvandamáli fyrir sig, þar á meðal Restore-vörulínuna sem hentar öllum húðgerðum, einkum viðkvæmri húð, og Clarify-vörulínuna fyrir erfiða húð, svo sem feita og bólusækna húð.

„Við bjóðum upp á tvær vörulínur sem henta fyrir húðumhirðu fermingarbarnsins,“ segir Sigríður Elfa Elídóttir, viðskiptastjóri hjá Icepharma.

„Fyrir húð sem vantar bara raka fyrir stóra daginn þá erum við með Restore-vörulínuna. Það er sérstök vörulína með mjög mildum en áhrifaríkum sýrum. Hún verndar rakavarnarlag húðarinnar og er kjörin fyrir allar húðgerðir, einkum viðkvæma og auðertanlega húð.“

Restore vörulínan hentar öllum húðgerðum en einkum viðkvæmri og auðertanlegri húð.

Í Restore-línunni má finna PHA Facial Cleanser sem er olíulaus andlitshreinsir sem hreinsar húðina án þess að þurrka hana og gefur henni raka. Eftir hreinsun segir Sigríður Elfa gott að undirbúa húðina vel með PHA Renewal Pads sem eru blautar andlitsskífur sem henta viðkvæmri húð og afhjúpa geislandi og jafna áferð með reglulegri notkun.

„Svo myndi ég vilja mæla með Ultra Moisturizing Face Cream. Það er dagkrem sem hentar vel fyrir unga húð. Það gefur húðinni góðan raka og yfirbragð hennar verður mýkra, frísklegra og jafnara,“ segir hún.

„Kvöldið fyrir stóra daginn er svo gott að nota rakamaska sem gefur frísklegt yfirbragð en þar kemur Pure Hyaluronic Acid Mask sterkur inn. Það er bréfmaski með hreinni hýalúronsýru, hann kælir húðina og færir henni ákaflega mikinn raka. Hann fyllir húðina og sléttar hana.“

Fyrir erfiða húð

Clarify-vörulínan er hugsuð fyrir erfiða húð, einkum feita og bólusækna húð. Sigríður segir að húðlæknar mæli sérstaklega með Clarify-línunni en leggur áherslu á að fólk með sértæk húðvandamál ætti alltaf að hitta húðlækni.

Clarify vörulínan er hugsuð fyrir erfiða húð.

„En við getum mælt með Clarify-vörulínunni fyrir olíumikla húð. Clarify-línan býður upp á bakteríueyðandi og rakagefandi andlitshreinsi sem heitir Mandelic Clarifying Cleanser. Hann inniheldur hvorki sápu né ilmefni svo hann ertir ekki og hann er sérstaklega góður fyrir feita og bólótta húð,“ segir Sigríður Elfa.

„Í kjölfarið mælum við með að nota Oily Skin Solution andlitsvatnið sem er hannað til að fjarlægja fitu og olíu af húðinni. Þetta er sérstaklega gott að nota fyrir myndatökuna eða fyrir stóra daginn til að gera húðina aðeins mattari. Við erum líka með Sheer Hydration SPF40 dagkremið sem hentar fullkomlega fyrir feita húð en það er létt og olíulaust. Einnig er það með sólarvörn sem er alltaf gott.“

Sölustaðir: Flest apótek, H verslun Bíldshöfða og hverslun.is

Pure Hyaluronic Acid Mask er bréfmaski með hreinni hýalúronsýru sem gott er að nota kvöldið fyrir stóra daginn.
PHA Facial Cleanser olíulaus andlitshreinsir.
PHA Renewal Pads eru blautar andlitsskífur sem henta viðkvæmri húð.
Ultra Moisturizing Face Cream dagkremið hentar vel fyrir unga húð.
Mandelic Clarifying Cleanser andlitshreinsir er góður fyrir feita og bólótta húð.
Oily Skin Solution andlitsvatnið er hannað til að fjarlægja fitu og olíu af húðinni.
Sheer Hydration SPF40 dagkremið hentar fullkomlega fyrir feita húð