„Við hjá ELKO leggjum áherslu á að bjóða upp á góðar hárvörur fyrir allar hárgerðir. Þá mælum við sérstaklega með því að ráðfæra sig við sölufulltrúa til þess að finna þær vörur sem henta hvað best fyrir hvern og einn, því hver hárvara hentar mismunandi þörfum og hárgerð,“ segir Fanney Helga Jónsdóttir, vörustjóri hjá ELKO.

Allt fyrir góðan hárdag

Einn vinsælasti hárblásarinn hjá ELKO er Remington PROluxe YOU hárblásarinn.

„Þessi er með innrauðum skynjara að framan sem skynjar hitastig hársins og lagar hitastigið á blæstrinum að því, til þess að vernda hárið. Blásarinn dælir út neikvætt hlöðnum jónum sem brjóta niður jákvætt hlaðnar jónir án þess að ofþurrka hárið. Þannig hrindir hann vatni frá og hárið þornar þar af leiðandi hraðar. Hárið viðheldur raka sínum sem stuðlar að heilbrigði þess til lengri tíma sem nærir það og gefur því gljáa. Hárið verður því ekki jafn úfið og þegar það er þurrkað með hefðbundnum hárblásara. Eins fylgja honum tveir stútar og einn dreifari og hentar hann því vel fyrir flestar hárgerðir. Við eigum svo tvo hárblásara í vöruúrvalinu sem eru einstaklega hentugir í ferðalagið. Þeir eru báðir samanbrjótanlegir sem gerir þá sérstaklega meðfærilega.

Bylgjujárn gefur hárinu skemmtilega liði.

Einnig eigum við gott úrval af spennandi sléttu- og krullujárnum. Eins og gildir með hárblásara, þá skiptir hárgerðin miklu máli. Mismunandi hárgerðir þurfa mishátt hitastig og gerðir af plötum. Fyrir fínna og þynnra hár er nauðsynlegt að nota lægra hitastig til þess að skaða það ekki. Fyrir þykkt, krullað eða liðað hár er ráðlagt að vera með sléttujárn sem nær 200 °C til þess að tryggja að hárið bregðist almennilega við sléttujárninu. Sléttujárnin okkar eru með mismunandi gerðum af plötum sem henta ólíkum hárgerðum. Sum eru með keramikplötum, önnur með tourmaline-plötum eða títaníum-plötum. Svo eru sum með plötur með innrauðum hita, ýmist úr títaníumi eða keramiki.

Revlon hita- og blástursburstinn hefur notið mikilla vinsælda.

Þegar kemur að krullum þarf að hafa í huga hversu stórar krullur þú vilt. Við eigum krullujárn og -bursta og bylgjujárn sem eru misstór eða breið og bjóða upp á mismunandi stærðir og gerðir af krullum. Vinsælustu krulluvörurnar eru til dæmis PROLuxe krullujárn frá Remington sem er með gott grip á keilunni og gefur náttúrulegar krullur. Einnig erum við með Pro Collection hita- og blástursbursta frá Revlon sem gefur stóra liði og góða fyllingu í hárið og bylgjujárn frá Babyliss sem gefur skemmtilega liði. Allra vinsælasta varan í krullubransanum er þó Dyson Airwrap Styler Complete hárformunartækið, sem leysir mörg önnur hártæki af þar sem tækinu fylgja sex mismunandi aukahlutir. Sökum vinsælda selst tækið alltaf upp en við eigum von á því fljótlega.“

Fyrir raksturinn

ELKO býður upp á gott úrval á breiðu verðbili af hársnyrti- og rafmagnsrakvélum. „Sumir vilja einfalda sér lífið og fjárfesta í einu tæki sem gerir þetta allt, þ.e. snyrtir skeggið, hárið á höfðinu og önnur líkamshár. Þar erum við með einstaka vöru frá Remington sem er bæði gerð fyrir skegg og hár. Þessi rakvél er ólík öðrum vörum í úrvali hjá okkur. Hún ræður jafnt við þykka skeggrót og fín líkamshár og er því tilvalin fyrir þá sem vilja alhliða rakvél. Hún er þráðlaus og henni fylgja níu kambar.“

Hvað varðar dömu- og herrarakvélar segir Fanney að það sé ákveðinn munur á þessum tveimur vörum.

„Þarfir allra eru auðvitað ólíkar en helsti munurinn á þessum vélum er málmurinn sem er notaður í rakvélablöðin og í kambnum sem henni fylgir. Blöð rakvéla sem eru sérstaklega merktar fyrir skegg og/eða andlit eru yfirleitt með meiri halla en rakvélar sem eru ætlaðar á líkama til þess að fá fram sneggri rakstri. Rakvélar sem eru markaðssettar fyrir konur eru aðallega ætlaðar líkamsrakstri. Þar af leiðandi er oft meiri púði hjá rakvélablaðinu sem ver húðina gegn óþægindum. Rakvélablöðin eru líka mýkri.“

Burt með hárin

ELKO er líka með lausnir fyrir þau sem vilja losna alfarið við hárin eða að minnsta kosti fresta því að þau vaxi strax aftur. „Við erum með nokkur háreyðingartæki sem draga úr hárvexti á viðkomandi svæði um allt að 92%. Það tekur nokkrar meðferðir að draga varanlega úr hárvexti og minnst tvær vikur þurfa að líða á milli meðferða. Húðlitur, háralitur og erfðaþættir hafa áhrif á lengd meðferðar og er hún því breytileg milli einstaklinga.

Hárplokkarar gera nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, þeir plokka hárin í stað þess að raka þau. Með því að plokka hárin upp frá rótum tryggir þú lengri tíma án þess að hafa áhyggjur af því að þurfa að raka þig aftur, að minnsta kosti í um bil þrjár vikur. Eins geta hárplokkarar plokkað hár úr hársekknum sem eru einungis 0,5 mm., sem eru mögulega of stutt til þess að geta vaxað þau burt,“ segir Fanney.

Með þessu setti frá Dyson má bæði blása og krulla hár.

Hrein og ljómandi húð

ELKO er einnig með nokkrar gerðir af andlitsburstum. „Kosturinn við að nota andlitsbursta er sá að þú nærð að hreinsa húðina allt að sex sinnum betur en til dæmis með þvottapoka. Margir andlitsburstar eru með titring og púls til að ná enn dýpra inn í húðina og um leið tekur burstinn dauðar húðfrumur, vinnur á fílapenslum og eykur blóðflæði svo húðin verður mýkri og hreinlega ljómar. Því betur sem þú hreinsar húðina, því betur komast andlitskrem og serum inn í húðina til að gefa henni aukinn raka.

Líkt og með allar vörur þá þarf að passa að nota andlitsburstann rétt. Það þarf til dæmis að þrífa málninguna af húðinni áður en burstinn er notaður svo hann ýti henni ekki lengra inn í húðina. Burstinn tekur svo allt annað sem hefðbundinn andlitsþvottur tekur ekki. Burstinn er afar einfaldur í notkun þar sem ferlið tekur einungis eina mínútu. Hann titrar á 20 sekúndna fresti til þess að láta vita að það sé kominn tími til þess að skipta um húðsvæði. Annar lykilþáttur er að nota tækið reglulega til að ná sem bestum árangri.

Andlitsburstarnir eru margfalt betri en hinn hefðbundni þvottapoki og því má segja að andlitsburstinn sé gott millistig á milli venjulegs andlitsþvottar heima við og þess að fara á snyrtistofu. Það er erfitt að bera burstann saman við andlitsmeðferð á snyrtistofum en munur sést á húðinni um leið og þú byrjar að nota andlitsburstann og hann hjálpar til við að ná óhreinindum betur úr húðinni. ELKO er einnig með alls konar aðrar skemmtilegar vörur í úrvali sem vert er að skoða, eins og fílapenslabana, naglasnyrtisett, naglaþurrku, fótarasp og margt fleira,“ segir Fanney. ■

Nánari upplýsingar um vöruúrval ELKO má finna í verslunum ELKO í Lindum, Skeifu, Granda, Akureyri, flugstöð og í vefverslun elko.is.

Hárblásarar eru þarfaþing og fást í miklu úrvali og gæðum í ELKO.
Remington hárog skeggsnyrtisett er bæði fyrir skegg og hár.
Andlitsburstar þvo andlit sex sinnum betur en þvottapokar.