Árný er eins og margar konur og hefur glímt lengi við járnskort. „Járnskorturinn hefur verið viðloðandi hjá mér í nokkur ár og það hefur verið erfitt fyrir mig að halda járninu í réttu magni í líkamanum. Ég hef prófað ýmislegt, tekið járnpillur sem fóru illa í magann á mér, og svo fékk ég ofnæmi fyrir járnsprautunum. Fyrr á árinu byrjaði ég að lesa mér til um lausnir gegn járnskorti og datt niður á Andoxun frá ICEHERBS,“ segir Árný.

Aukið úthald en minnkandi sólarljós

Járnleysi getur valdið orkuleysi, þreytu og svima hjá fólki og segist Árný oft hafa fundið fyrir þessum einkennum. „Ástæðan fyrir því að ég vildi prófa Andoxun var sú að bætiefnið er járnríkt. Ég var líka að leitast eftir aukinni orku og úthaldi almennt. Ég fann mun á mér eftir að hafa tekið Andoxun frá ICEHERBS reglulega í nokkrar vikur. Það var strax munur í orkunni og úthaldinu, sem er skrítið því það ætti að vera öfugt, enda dimmir sífellt meira með hverjum degi.“

.Það var strax munur í orkunni og úthaldinu, sem er skrítið því það ætti að vera öfugt, enda dimmir sífellt meira með hverjum degi.

Þetta helst allt í hendur

„Í dag tek ég tvö hylki af Andoxun á dag, kvölds og morgna, og finn mikinn mun á mér. Járnið var mælt í haust og mældist bara í fínu magni. Mér finnst ég mun orkumeiri og bý yfir meira líkamlegu úthaldi en áður. Mér finnst auðveldara að vakna á morgnana og ég er fljótari í gang. Þá dríf ég mig frekar í líkamsrækt eða út að ganga með hundinn því úthaldið er meira. Ég er engin rosaleg íþróttamanneskja, en ég fer tvisvar í viku í líkamsrækt og geng með hundinn daglega. Þá er ég ekki frá því að ég sé skýrari í hugsun. Þetta helst allt í hendur.

Ég er heldur ekki frá því að þetta hafi haft góð áhrif á meltinguna, sem er stórt skref upp á við frá meltingartruflunum af völdum járnpillanna. Svo má líka nefna að ég hef ekki orðið lasin síðan ég byrjaði að taka Andoxun. Það hafa verið veikindi á heimilinu, en ég hef ekki gripið neina pest í haust. Ég veit ekki hvort þetta séu bein áhrif frá Andoxun. En það er engin spurning, ég ætla að halda áfram að taka þetta.“

Andoxun – krækiber & rauðrófur

Andoxun frá ICEHERBS er sannkölluð ofurfæðublanda. Hún inniheldur íslensk krækiber og rauðrófuduft. Blandan er einstaklega járnrík og hefur hátt hlutfall af andoxunarefnum. Hún er frábær fyrir meltinguna og bætir súrefnisupptöku.

Krækiber eru þekkt fyrir vatnslosandi áhrif og eru rík af E- og C- vítamínum, en þau hafa mjög hátt innihald andoxunarefna, eins og flavonol og anthocyanin. Neysla krækiberja er talin hafa jákvæð áhrif á taugakerfið, heilastarfsemi og sjónina.

Rauðrófur eru þekktar fyrir að bæta súrefnisupptöku og auka blóðflæði og hafa því slegið í gegn meðal íþróttafólks þar sem með auknu blóðflæði eykst snerpa, orka og úthald. Rauðrófurnar eru einstaklega næringarríkar. Þær innihalda C-vítamín, kalíum og önnur nauðsynleg steinefni sem styrkja ónæmiskerfið. Þær styðja einnig við afeitrunarferli lifrar og eru einstaklega járnríkar. Þessi blanda frá ICEHERBS hefur reynst mörgum vel sem vilja auka vellíðan og styrk.

Hrein náttúruafurð

Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum að vörurnar okkar nýtist viðskiptavinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“

ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á iceherbs.is.