Sú fyrsta kom út árið 1996 og síðan komu þær koll af kolli, árin 1997, 2000 og 2011, öllum leikstýrt af Wes Craven. Þá varð langt hlé á Scream-hrollnum á hvíta tjaldinu, eða þar til Scream V kom út í fyrra og er Scream VI beint framhald af henni.
Í Scream VI ákveða systurnar Samantha og Tara Carpenter að yfirgefa Woodsboro, ásamt tvíburunum Chad og Mindy Meeks. Planið er að hefja nýtt og áhyggjulaust líf í New York eftir blóðugan bardaga við morðingjann með draugagrímuna, en viti menn; áður en langt um líður finnur morðinginn þau á ný og hryllingurinn hefst fyrir alvöru.
Kanadíska leikkonan Neve Campell, sem lék persónuna Sidney Prescott í öllum Scream-myndunum, tilkynnti að hún myndi ekki snúa aftur í Scream VI þar sem henni hugnaðist ekki launasamningurinn sem lagður var fyrir hana.
„Sem kona þarf ég að vinna hörðum höndum til að halda virði mínu í bransanum, og ekki síst gagnvart Scream. Mér fannst tilboðið ekki samræmast því virði sem ég hef lagt til framleiðslu myndanna. Það er erfið ákvörðun að segja skilið við Scream og ég elska alla Scream-aðdáendurna mína. Þið hafið verið ótrúlega stuðningsrík og ég verð ævinlega þakklát fyrir ykkur og það sem Scream hefur gefið mér síðastliðin 25 ár,“ sagði Neve að skilnaði við Scream-ævintýrið.
Frumsýnd 10. mars 2023
Aðalhlutverk: Melissa Barrera, Jasmin Savoy Brown, Mason Gooding, Jenna Ortega, Hayden Panettiere, Courtney Cox og Dermot Mulroney.
Handrit: James Vanderbilt, Guy Busick og Kevin Williamson.
Leikstjórn: Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett.
Bönnuð innan 16 ára
Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó
