Arnar er mörgum að góðu kunnur, enda einn besti langhlaupari landsins. Hann er meðvitaður um hollt mataræði og segir matinn á Lemon sem sniðinn fyrir hlaupara og aðra þá sem velja hollari kostinn.

„Það er langt síðan ég uppgötvaði hversu góður matur er á Lemon og því var kærkomið að fara í samstarf við staðinn. Helsti kosturinn er hversu fjölbreyttur matseðillinn er. Samlokurnar og djúsarnir hafa verið aðalsmerki þeirra en það er einnig hægt að fá vefjur, salöt, hafragraut, orkuskot og kaffi á Lemon. Á keppnisdegi fæ ég mér alltaf samloku með avókadó, því ég veit að hún fer vel í mig, en avókadó er stór þáttur í mínu mataræði. Samlokurnar eru líka góðar til að hlaða sig upp af kolvetnum fyrir æfingar. Svo dýrka ég að fá mér engiferskot fyrir matinn. Það gefur mér gott orkubúst,“ segir Arnar og bætir við að mataræðið skipti miklu máli fyrir þá sem æfi mikið.

„Þegar ég æfi sem mest hleyp ég um 20-30 kílómetra á dag og þá brenni ég mikilli orku. Þá er mikilvægt að grípa í góða næringu og þar koma djúsarnir sterkir inn. Þeir gefa mikla orku, eru fullir af berjum og ávöxtum sem henta fullkomlega. Safarnir eru litríkir og ferskir og ávallt nýkreistir úr fyrsta flokks hráefni,“ segir Arnar, en hann stefnir á að slá Íslandsmet í maraþoni sem haldið verður í Frankfurt í október.

Á Lemon er vinsælt að fá sér samloku og djús, svokallað kombó. Kombó ágústmánaðar er Parmella og Indian flirt, gott fyrir fyrir hlaupara á 1.590.

Átta ár eru frá því að Arnar fór að æfa hlaup af alvöru. „Ég var lengi í körfubolta og fótbolta og náði góðum árangri í þeim greinum. Ég var ágætur hlaupari en hafði fordóma fyrir hlaupum, en féll fyrir sportinu eftir fyrstu hlaupaæfinguna og þá varð ekki aftur snúið. Hlaup eru hundrað sinnum fjölbreyttari og þúsund sinnum meira gefandi en ég hélt, sem kom mér verulega á óvart. Núna hef ég ástríðu fyrir því að dreifa boðskapnum því ég veit að þegar fólk kynnist hlaupum kemst það ekki aðeins í betra form og líður almennt betur, heldur veita þau ákveðna lífsfyllingu. Það er eins jákvætt og það getur orðið,“ segir Arnar.

Djúsaðu þig í gang

Six pack safarnir eru sívinsælir, bragðgóðir, ferskir og hollir. Fólk pantar hjá Lemon með því að senda tölvupóst á veisla@lemon.‌is og pakkarnir afhendast eftir klukkan 11.00 næsta virka dag á þeim Lemon-stað sem hentar best.

Fólk fær sex frábæra ávaxta- og grænmetisdjúsa sem gera djúsdaginn miklu auðveldari og skemmtilegri. Það er hollt að taka djúsdag einstöku sinnum til að ná jafnvægi á líkamann.

Hver getur staðist þessar geggjuðu samlokur?

Vinsælt að fá sér kombó

Á Lemon er vinsælt að fá sér samloku og djús, svokallað kombó. Vinsælasta kombóið frá opnun er Spicy Chicken og Nice Guy. Það er eitthvað við þetta kombó sem er algjör negla, sterka bragðið í bland við sætan djús. Boðið er upp á kombó mánaðarins á aðeins 1.590 kr. Í ágúst kemur nýtt kombó mánaðarins: Parmella og Indian flirt, sem er geggjað kombó fyrir hlaupara.

Lemon-staðirnir eru nú orðnir sex talsins. Þrír staðir eru á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandsbraut 4, Hjallahrauni 13 í Hafnarfirði og í Salalauginni í Kópavogi.

Þrír staðir eru á Norðurlandi, einn á Ráðhústorgi á Akureyri og annar í Glerárgötu 32. Þriðji staðurinn er á Héðinsbraut 6 á Húsavík.

Good Times

Þessi safi er með þeim vinsælustu hjá Lemon. Einfaldur, hollur og bragðgóður.

2 epli

1/2 avókadó

1/4 sítróna

biti af engifer (þumalputtastærð)

3 klakar

Eplin eru pressuð, ásamt engifer og sítrónu. Safinn er síðan settur í blandara ásamt avókadó og klaka. Blandað í um 20 sekúndur og þá er djúsinn tilbúinn. Njótið.