Á þessum árstíma fara þeir að berast lúsarpóstarnir frá skólastjórnendum. Þá er um að gera að vera viðbúinn. Parasidose hefur reynst vel til að losna við lúsina.

Parasidose hefur þríþætta virkni:

- Kæfir lúsina með því að stífla öndunarveg hennar.

- Kemur í veg fyrir að hún geti nærst og því þornar hún upp.

- Leysir upp límið sem festir nitin við hárið. Það gerir það að verkum að þau geta ekki þroskast og drepast því að lokinni meðferð.

Parasidose pakki fæst í apótekum.

Notkunarleiðbeiningar:

  1. Berið innihaldið í þurrt hár, eins nálægt rót og hársverði og komist verður. Aðskiljið hár til að ná eins vel niður í hársvörðinn og mögulegt er.
  2. Dreifið jafnt um allan hársvörð og allt hár.
  3. Setjið meðfylgjandi hettu á höfuðið svo allt hár sé inn í hettunni.
  4. Látið efnið virka í að minnsta kosti 15 mínútur, við mælum með 20 mínútum.
  5. Fjarlægið hettuna og kembið mjög vel með kambinum í gegnum hárið (frá hársrót og upp). Þetta fjarlægir dauða lús og nit. Hreinsið kambinn með hreinum pappír og/eða skolið á milli stroka til að fjarlægja jöfnum höndum dauða lús og nit.
  6. Þvoið hárið með venjulegu sjampói eða Parasidose Lavender sjampói.

Má nota fyrir börn þriggja mánaða og eldri, ófrískar konur og konur með barn á brjósti. Fæst í apótekum.

Parasidose lúsasjampó.