„DJI Reykjavík er eina viðurkennda verslunin á Norðurlöndum fyrir DJI, en DJI fækkaði þeim verslunum sem eru viðurkenndar á þessu ári vegna þess að þeir fóru að gera auknar kröfur til þeirra varðandi þjónustu, útlit, staðsetningu, stærð og veltu,“ segir Sigurður Helgason, stofnandi og eigandi DJI Reykjavík. „Fyrir vikið erum við núna eina viðurkennda verslunin á öllum Norðurlöndunum, en þær voru áður fimm. Við fórum í gegnum strangt ferli þar sem þeir tóku okkur út og lögðu mat á hvort þeir vildu halda áfram nánu samstarfi og það er mikil viðurkenning fyrir okkur að vera eina verslunin á Norðurlöndum sem stóðst þessar auknu kröfur.“

Leiðandi í drónum

„Fyrirtækið DJI er búið að vera leiðandi í drónum frá því að drónar fóru að seljast að einhverju ráði og nú er markaðshlutdeild þeirra um 70% af öllum seldum drónum í heiminum,“ segir Sigurður. „Sérstaða fyrirtækisins er að það leggur gríðarlega mikla áherslu á þróun og er með hlutfallslega mun fleiri verkfræðinga í vinnu hjá sér við að þróa nýjar vörur en samkeppnisaðilarnir.

DJI Mini 2 er góður byrjendadróni. Hann er fisléttur og undir 249 grömmum, en þrátt fyrir það er hann mjög öflugur. Hann er með 30 mínútna flugtíma og getur flogið allt að 6 km frá fjarstýringunni og er með hágæða myndavél. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

DJI vinnur líka með háskóla í kínversku borginni Shenzhen og háskólanemar sem eru að læra verkfræði þar vinna fyrir DJI í verknámi,“ segir Sigurður. „Ég held að þetta sé líka styrkur hjá þeim, að fá alltaf reglulega nýtt fólk með ferskar hugmyndir að borðinu.“

Létt og skemmtilegt tómstundagaman

„Það er hrikalega auðvelt að fljúga dróna og við viljum meina að það taki meðalmanninn svona þrjár mínútur að átta sig á hvernig maður flýgur honum en þeir sem eru vanir tölvuleikjum ná þessu á svona 30 sekúndum,“ segir Sigurður. „Þetta er miklu einfaldara og auðveldara en fólk gerir sér oft grein fyrir.

DJI Reykjavík er eina viðurkennda verslunin á Norðurlöndum fyrir DJI, en DJI fækkaði þeim verslunum sem eru viðurkenndar á þessu ári eftir að fyrirtækið fór að gera auknar kröfur til þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Þetta er mjög skemmtilegt tómstundagaman og mitt líf breyttist við að fljúga dróna í fyrsta skipti. Ég var enginn sérstakur náttúruunnandi fyrir, en eftir að ég eignaðist dróna varð ég alveg „hooked“ á íslenskri náttúru,“ segir Sigurður. „Núna keyri ég stundum landshorna á milli, kannski 500 km, bara til að ná einhverjum sérstökum birtuaðstæðum fyrir eitt myndskeið. Þetta er mjög skemmtilegt og maður finnur listaverk úr loftinu.

Það eru örugglega margir sem vilja dróna fyrir jólin og það eru þrír drónar sem ég held að verði vinsælastir um þessi jól,“ segir Sigurður. „Fyrst ber að nefna DJI Mini 2, sem er góður byrjendadróni. Hann er fisléttur og undir 249 grömmum, en þrátt fyrir það er hann rosalega öflugur og ræður við allt að 10 m/s vindhraða. Hann er með 30 mínútna flugtíma, getur flogið allt að 6 km frá fjarstýringunni, tekur 4K myndbönd og 12 megapixla myndir í raw og jpg.“

Sigurður náði sjálfur að festa þessa ófreskju í íslenska landslaginu á filmu með drónanum sínum. MYND/AÐSEND

Reynslulausir geta gert flotta hluti

„Svo er það DJI Air 2S, sem er fyrir þá sem gera aðeins meiri kröfur um gæði og upplausn. Það er mjög fullkominn dróni sem gerir manni kleift að taka upp ótrúlega flott myndbönd, jafnvel strax á fyrsta degi ef maður kynnir sér eiginleikana sem eru í boði, því hann getur meðal annars hjálpað þér að mynda viðfangsefni,“ segir Sigurður. „Þú getur sagt drónanum að mynda einhvern bíl eða persónu og sama hvernig þú flýgur drónanum er myndavélin alltaf læst á viðfangsefnið. Þannig er hægt að gera ansi flottar hreyfingar, „fly-by“ og annað, án þess að hafa neina reynslu af því að mynda með dróna.

Hann er líka með árekstrar- og umhverfisskynjun, 20 megapixla myndavél með 5,4K upplausn og einnar tommu myndflögu. Hann er rosalega skemmtilegur og hefur verið mjög vinsæll hjá þeim sem gera meiri kröfur,“ segir Sigurður. „Hann er um leið líka ágætis byrjendadróni og hefur selst alveg gríðarlega vel hjá okkur í ár.“

Sigurður segist hafa fallið fyrir íslenskri náttúru eftir að hann eignaðist dróna. Þessi mynd minnir á málverk eftir Salvador Dali. MYND/AÐSEND

Einn besti dróni á markaðnum

„Nýjasti dróninn er Mavic 3, en það er dróni sem hefur verið beðið eftir lengi. Hann kom bara núna í nóvember og er almennt talinn einn besti dróninn á markaðnum. Hann er líka pro zoomer, sem þýðir að hann uppfyllir ströngustu gæðastaðla,“ segir Sigurður. „Þessi dróni er fyrir harða áhugamenn og fagfólk. Hann er með Hasselblad myndavél sem skartar 4,3 tommu myndflögu, svo hann er mjög ljósnæmur og virkar því vel við lág birtuskilyrði. Hann er líka með fullkomnustu árekstrarvörn sem sést hefur í DJI drónum, 5,1K upplausn og getur tekið myndskeið sem eru 120 rammar á sekúndu í 4K upplausn.

Svo eru líka nokkrir fleiri eiginleikar sem eiga eftir að koma í þennan dróna í janúar, meðal annars hugbúnaðurinn til að elta viðfangsefnið og ýmsir sjálfvirkir eiginleikar,“ segir Sigurður.

DJI Air 2S er mjög fullkominn dróni sem er fyrir þá sem gera aðeins meiri kröfur um gæði og upplausn.

Byltingarkenndar ferðarafstöðvar

„Við erum líka með nýja vöru sem heitir Ecoflow, en á þessu ári urðum við viðurkenndur söluaðili fyrir vörumerkið. Það eru ferðarafstöðvar fyrir ýmiss konar tæki sem geta hentað bæði fólki sem er að mynda mikið og þarf að vera að hlaða drónarafhlöður allan daginn og þeim sem vilja keyra tölvuna sína eða jafnvel húsbílinn á þessu rafmagni. Þetta eru mjög öflugar rafstöðvar sem menga ekki,“ segir Sigurður. „Við eigum mismunandi stærðir, en ég get til dæmis notað næstódýrustu gerðina til að hlaða allt að 10 drónarafhlöður, þannig að þetta gerir manni kleift að vera í algjöru maraþoni að mynda án þess að þurfa að stoppa til að hlaða.

Það er líka hægt að fá hristijöfnun frá DJI sem heitir OM 5, en hún tekur allan hristing úr myndbandsupptökum.

Það sem er líka rosa gott við þessar stöðvar og einstakt við þetta vörumerki er að það er hægt að hlaða þetta upp í 80% á aðeins klukkutíma,“ segir Sigurður. „Þannig að þú getur stoppað í vegasjoppu til að fá þér bita og hlaðið rafstöðina á meðan. Þetta hefur verið algjör bylting fyrir allt græjufólk á ferðalagi.“

Selja hristijöfnun fyrir snjallsíma

„Við erum líka með gimbal, eða hristijöfnun, frá DJI sem heitir OM 5. Það tekur allan hristing úr myndbandsupptökum, þannig að sama þó að maður sé að hlaupa, labba eða fara upp og niður stiga þá hristist myndefnið ekki neitt,“ segir Sigurður.

Osmo Pocket er lítil en mjög fullkomin myndavél sem er hægt að hafa í vasanum.

„Nýjungin í þessar línu er að þú getur dregið út handfangið svo að það virki líka sem selfie-stöng. Þetta er líka með hugbúnað til að elta viðfangsefnið og ræður við allar stærðir af snjallsímum.“

Öflug myndavél sem passar í vasa

„Svo erum við líka með Osmo Pocket, en það er lítil myndavél sem er hægt að hafa í vasanum. Ef maður vill hafa virkilega góða myndavél með hristijöfnun og hugbúnað til að elta viðfangsefni á sér er þetta mjög hentug lausn,“ segir Sigurður. „Það fer mjög lítið fyrir þessu og það tekur bara fimm sekúndur að byrja að taka upp, þannig að þú getur fangað augnablikið áður en það er liðið.

Ég hef sjálfur oft verið með þessa vél á mér þegar börnin mín eru að gera eitthvað og ég vil geta fangað augnablikið. Maður getur dregið þetta upp og byrjað að mynda án þess að standa í neinni uppsetningu og myndavélin getur tekið allt að 60 ramma á sekúnda í 4K og getur líka tekið stórar myndir, timelapse og hyperlapse.“

DJI Action 2 er glæný jaðarsportsmyndavél sem býður upp á mikla möguleika.

Glæný jaðarsportmyndavél

„Síðast en ekki síst erum við svo með DJI Action 2, en það er nýjasta jaðarsportsmyndavélin. Hún er splunkuný og kom bara út núna í nóvember,“ segir Sigurður. „Með hinni nýju DJI Action 2 myndavél er verið að brjóta upp hefðbundnar hugmyndir um jaðarsportsmyndavél. Hún kemur í tveimur hlutum sem smellt er saman á tryggan og einfaldan máta. Þessir tveir hlutar samanstanda af myndavél með skjá að aftan og svo rafhlöðukubb með skjá sem snýr fram, ásamt því að vera með MicroSD rauf og hleðslutengi. Myndavélin er með stærri myndflögu og er víðari en sambærilegar vélar og getur tekið upp allt að 120 ramma á sekúndu í 4K upplausn.“

Ef myndavélin er notuð stök þá er hún lítil og nett og það er hægt að nota hana sem fyrstu persónu sjónarhorn, en 30 GB minni er innbyggt í vélinni sjálfri, svo hún getur tekið upp töluvert af efni.


Nánari upplýsingar um drónana er að finna á dji.is og verslunin er staðsett á Lækjargötu 2A