Við eru nýbúin að ná frábærum samningum við Vitra og getum þar af leiðandi boðið viðskiptavinum okkar ID Mesh-stólinn á 99.900 krónur, sem er geggjað verð fyrir svo frábæran stól,“ segir Guðrún Hrönn Jónsdóttir, vöru- og markaðsstjóri hjá Pennanum Húsgögn.

ID Mesh-stóllinn var hannaður af Ítalanum Antonio Citterio árið 2010 en endurhannaður árið 2016.

„ID Mesh er með öllum þeim stillingum sem nútíma notandi vill njóta í góðum skrifstofustól; dýptarstillanlegri setu, stillanlegum mjóhryggsstuðningi og samhæfðri stillingu setu og baks,“ útskýrir Guðrún Hrönn.

Stóll eins og enginn annar

Meðal annarra gæðamuna á skrifstofuna í húsgagnaverslun Pennans er Aeron-stóllinn frá Herman Miller, hannaður af hönnunarteyminu Bill Stumpf og Don Chadwick árið 1994.

„Þeir Stumpf og Chadwick lögðu upp með að hanna stól sem væri heilsubætandi, umhverfisvænn og sniðinn eftir stærð einstaklingsins,“ upplýsir Guðrún Hrönn um Aeron-stólinn.

„Árið 2016 var þessi sögulegi stóll endurgerður og studdist Don Chadwick þá við nýjustu rannsóknir um stólsetur, sem og framfarir í efnum, framleiðslu og tækni,“ útskýrir Guðrún Hrönn.

„Aeron er búinn til úr neti. Enginn svampur er í honum, efni eða leður. Stóllinn er því 91 prósent endurvinnanlegur, hleypir út líkamshita og fer vel með líkamann. Þess má geta að flestir aðrir skrifborðsstólaframleiðendur fóru í kjölfarið að nota net í sína stóla,“ segir Guðrún Hrönn um Areon-stólinn sem kemur í þremur stærðum: A, B og C.

Notagildi, form og fegurð

Í Pennanum fást hin eftirsóttu Dencon-skrifstofuhúsgögn sem er hágæða dönsk hönnun sem framleidd er í Danmörku.

„Hjá Dencon er lögð áhersla á að skapa jafnvægi á milli notagildis, fegurðar og forms. Um er að ræða mjög fjölbreytilegar vörur úr gæðaefni og með góðu litaúrvali,“ segir Guðrún Hrönn um glæsilegar og litríkar danskar skrifstofumublur.

„Þegar kemur að efnisvali á borðplötur býður Dencon upp á linoleum-dúk. Það hefur verið sérstaklega vinsælt hjá okkur í dökkum litum þar sem dúkurinn er kámfrír og einstaklega slitsterkur. Efnið er líka náttúrulegt og hrindir frá sér bakteríum,“ segir Guðrún Hrönn um Dencon-borðin sem eru gæðaprófuð samkvæmt dönskum kröfum og evrópskum staðli.

Borð sem eyða bakteríum

Frá Neodesign kemur Ventilo-stóllinn sem er frábær stóll sem hentar flestum notendum.

„Ventilo er með allar helstu stillingar sem mæta nútímakröfum og þægindum, eins og dýptarstillingu setu og mjóhryggsstuðning, mótstöðustillingu fyrir mismunandi þyngd og hæðarstillanlega arma,“ upplýsir Guðrún Hrönn um Ventilo sem nú er á tilboði í Pennanum á aðeins 56.900 krónur.

Önnur gæðavara á skrifstofuna úr húsgagnaverslun Pennans eru T-línuborð frá sænska framleiðandanum Kinnarps.

„Kinnarps-borðin eru spónlögð með eik eða beiki og fáanleg í nokkrum stærðum. Borðin eru rafdrifin með tveimur mótorum og er lyftigeta þeirra 100 kíló,“ segir Guðrún Hrönn um skrifborðin frá Kinnarps sem nú fást í Pennanum á einstöku verði í takmarkaðan tíma, eða einungis 69.900 krónur.

Skoðaðu úrvalið í Penninn Húsgögn, Skeifunni 10 eða á heimasíðu Pennans, penninn.is.

Það fer vel um alla á skrifstofunni með dönsku Dencon-húsgögnunum.
Þessi einstaki stóll, Aeron frá Herman Miller, braut blað í sögu og þróun skrifborðsstóla.
Ventilo-stóllinn er með allar helstu stillingar sem mæta nútíma kröfum og þægindum. Hér er hann við rafdrifið skrifborð frá Kinnarps.
ID Mesh-stóllinn frá Vitra mætir öllum kröfum nútímamannsins. Hann er með dýptarstillanlegri setu, stillanlegum mjóhryggsstuðningi og samhæfðri stillingu setu og baks.
Glæsilegt skrifstofurými með ID Mesh-stólum sem tryggja vellíðan starfsfólks. Stóllinn fæst nú á einstöku tilboði.
Dönsku skrifstofuhúsgögnin frá Dencon njóta verðskuldaðra vinsælda í Pennanum enda framúrskarandi hönnun og þægindi þar sem skapað er jafnvægi á milli notagildis, fegurðar og forms.
Skrifstofuhúsgögn frá danska framleiðandanum Dencon fást í mörgum litum og setja stílhreinan svip á rýmin.