Það er alltaf mikil tilhlökkun á meðal viðskiptavina og starfsmanna fyrir Heilsudögum Nettó, enda hefur orðið gríðarleg vitundarvakning síðustu ár varðandi bætta heilsu og mikilvægi hennar. „Heilsudagar Nettó eru haldnir á hálfsárs fresti, annars vegar í byrjun árs og hins vegar á haustin,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. „Þá geta viðskiptavinir gert ótrúlega góð kaup á heilsu- og lífsstílsvörum í verslunum Nettó og í vefversluninni. Vinsældir Heilsudaganna hafa aukist frá ári til árs en fyrstu Heilsudagarnir voru haldnir 2011. Þetta er því tíunda árið í röð sem við höldum Heilsudaga hátíðlega,“ segir hún.

Algjörar afsláttarbombur

Alls verða yfir 3.000 vörunúmer á afslætti yfir Heilsudaga. „Þær vörur sem eru á afslætti teljast til heilsu- og lífsstílsvara. Meðal annars er um að ræða ýmsar hollustuvörur, lífrænar vörur, fæðubótarefni, bætiefni, veganvörur, ketóvörur, vítamín, grænmeti og ávexti og margt fleira. Yfir alla dagana verður allt að 25% afsláttur af þessum vörutegundum. Umfram það munum við á hverjum degi bjóða upp á ofurtilboð á einstökum völdum vörum, þá allt að þremur hvern dag. Þetta eru algjörar afsláttarbombur og er hægt að nálgast upplýsingar um þessi tilboð í Heilsublaði Nettó og á vef- og samfélagsmiðlum Nettó,“ segir Ingibjörg. Það er því um að gera að birgja sig upp fyrir veturinn af heilnæmum heilsuvörum og huga að góðum forvörnum með því að hugsa vel um heilsuna.

Yfir alla dagana verður allt að 25% afsláttur af þessum vörutegundum. Umfram það munum við á hverjum degi bjóða upp á ofurtilboð á einstökum völdum vörum, þá allt að þremur hvern dag.

Það verður allt að 25% afsláttur af heilsu- og lífsstílsvörum í Nettó á heilsudögum. Að auki verður gefinn aukaafsláttur af völdum heilsuvörum á hverjum degi.

Hollusta í brennidepli

Ingibjörg segir að Nettó sé leiðandi með úrval af heilsu- og lífsstílsvörum og eykst úrvalið með ári hverju. „Úrvalið hefur aldrei verið betra en nú. Hollusta og heilbrigði eru í brennidepli hjá Íslendingum. Með aukinni meðvitund vanda landsmenn valið sífellt meir þegar kemur að matarinnkaupum almennt. Við sjáum það í aukinni sölu á lífrænum vörum, heilsuvörum og vörum sem eru merktar græna skráargatinu. Í verslunum Nettó ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar þeirra heilsu og lífsstíl, hvort sem markmiðið er að minnka sykurát, leggja ríkari áherslu á lífrænt fæði eða sýna umhverfinu meiri umhyggju.“

Það verður margt og mikið í boði á Heilsudögum Nettó sem fram undan eru nú sem endranær. „Verslanir okkar verða pakkfullar af spennandi tilboðum, það verða leikir á samfélagsmiðlum, ýmsar kynningar ásamt fróðleik og ráðgjöf í verslunum. Við erum afar þakklát okkar viðskiptavinum fyrir að gera Heilsudaga að þeim stórviðburði sem þeir eru, því áhugi og endurgjöf frá viðskiptavinum okkar veita okkur klárlega hvatningu til að stækka og bæta stöðugt úrvalið hjá okkur af hollari og lífrænum valkostum í verslunum Nettó,“ segir Ingibjörg.

Merki um umhyggju og virðingu fyrir náttúrunni

Nettó flytur inn vörurnar frá Änglamark og eru þær fáanlegar í öllum verslunum. „Änglamark heimilisvörurnar eru lífrænar og í hæsta gæðaflokki og fást að sjálfsögðu á Heilsudögum í Nettó. Vörulínan inniheldur meðal annars lífræna ávexti og grænmeti, heilsu- og hollustuvörur, hreinsi- og snyrtivörur, barnavörur og margvíslegar vörur og hráefni til matargerðar. Änglamark hreinlætisvörurnar hafa óveruleg áhrif á umhverfið og á það bæði við um hráefni og vinnslu efnanna. Þetta hefur framleiðendunum tekist án þess að draga úr bestu eiginleikum varanna. Vörurnar eru umhverfisvænar og Svansvottaðar,“ segir Ingibjörg.

Änglamark heimilisvörurnar verða á afslætti á Heilsudögum í Nettó.
Änglamark vörulínan inniheldur lífræna ávexti og grænmeti, heilsuvörur, hreinsi- og snyrtivörur og ýmis hráefni til matargerðar.

Heilsublaðið

Í tilefni Heilsudaganna gefur Nettó út vandað 128 blaðsíðna Heilsublað þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um vörutilboð, girnilegar og hollar uppskriftir, spennandi viðtöl og fróðleiksmola varðandi heilnæman og góðan lífsstíl. „Ég hvet alla til að kynna sér tilboðin sem má meðal annars finna í Nettó Heilsublaðinu sem dreift er í allar Nettó verslanir á landsvísu og á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Jafnframt er hægt að nálgast rafræna útgáfu af blaðinu inn á netto.is.“

Með Heilsudögunum gefur Nettó út vandað 128 blaðsíðna Heilsublað með ýmislegu forvitnilegu efni.

Við hvetjum alla til að taka þátt og setja sér markmið, stór eða smá

Meistaramánuður fyrir alla

Samkaup, sem eiga og reka Nettó, eru nýr og stoltur bakjarl Meistaramánaðar, sem fer fram 1. til 31. október. „Við hjá Samkaupum erum ótrúlega stolt af því að gerast bakhjarl Meistaramánaðar. Þetta er eitt vinsælasta verkefni undanfarinna ára þar sem fólk er hvatt til að setja sér markmið og jafnvel deila þeim með öðrum. Það geta allir sem vilja tekið þátt í Meistaramánuði. Eina skilyrðið er að fólk setji sér markmið, hvort sem þau eru stór eða smá. Tilgangurinn með markmiðunum er að öðlast betri lífsgæði og láta öðrum líða vel, hvort sem þau snúast um að styrkja gott málefni, hreyfa sig meira, borða hollari mat, minnka skjátíma, sofa betur eða njóta fleiri gæðastunda með fjölskyldunni.

Samkaup hafa sett sér markmið er snúa að heilsueflingu, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk, og hafa sérstöðu og framsækni þegar kemur að heilsutengdum vörum. Meistaramánuður fellur því afar vel að starfsemi og gildum félagsins. Enn fremur eru Heilsudagar í Nettó frábær upphitun fyrir Meistaramánuð og tilvaldir til þess að koma sér af stað og taka þátt í heilsunni í október. Við hvetjum alla til að taka þátt og setja sér markmið, stór eða smá.“

Það verður líf og fjör á Heilsudögum í Nettó. Dagarnir eru tilvaldir til að koma sér af stað í Meistaramánuði.
Sigtryggur Ari

Með því að kaupa hjá verslunum Samkaupa fá viðskiptavinir 2% afslátt af öllum vörum í formi inneignar í appinu í hvert sinn. Þannig fá viðskiptavinir meiri afslátt með appinu en þekkist í öðrum matvöruverslunum.

Magnús Scheving heldur fyrsta fyrirlesturinn

Samkaup bjóða öllum þátttakendum Meistaramánaðar upp á rafræna fyrirlestraröð um alls konar heilsutengd málefni í allan október. „Opnunarfyrirlesturinn heldur sjálfur íþrótta- og athafnamaðurinn Magnús Scheving, en hann mun fjalla um góðar leiðir til þess að setja sér markmið og standa við þau. Á vefsíðunni meistaramanudur.is er hægt að skrá sig til leiks, skora á aðra þátttakendur og fá aðgang að rafrænni fyrirlestraröð Samkaupa.“

Sparaðu enn meira með appinu

Samkaup reka 65 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Samkaup hafa á síðustu árum verið fremst íslenskra matvörufyrirtækja þegar kemur að tækninýjungum og eru langstærst í dagvöruverslun á netinu. Þá hafa Samkaup sett á markað nýtt app undir nafninu Samkaup – verslun við hendina, sem gefur viðskiptavinum afslátt í öllum þessum verslunum, sem og netverslun Nettó og annarra vörumerkja Samkaupa.

„Appið er eins konar stafrænt tryggðarkerfi Samkaupa. Með því að kaupa hjá verslunum Samkaupa fá viðskiptavinir 2% afslátt af öllum vörum í formi inneignar í appinu í hvert sinn. Þannig fá viðskiptavinir meiri afslátt með appinu en þekkist í öðrum matvöruverslunum. Með þessari nýjung stuðla Samkaup að hagstæðara verði á matvörumarkaði.“

Samkaupaappið er einfalt í notkun. „Viðskiptavinir skanna inn QR-kóða með símanum við afgreiðslukassann í hvert sinn sem þeir versla og afslátturinn kemur strax inn í formi inneignar. Í appinu geta viðskiptavinir séð hversu mikinn afslátt þeir fá hverju sinni og hver uppsöfnuð inneign þeirra er. Að auki eru reglulega ýmis sértilboð á matvöru í boði fyrir notendur appsins. Viðskiptavinir geta svo skráð greiðslukort í appið og notað það sem milliliðalausa greiðslu. Þá fá þeir rafrænar kvittanir sendar beint í appið. Appið gefur þannig góða yfirsýn yfir mánaðarleg matarinnkaup,“ segir Ingibjörg að lokum.

Skoðaðu úrvalið á Heilsudögum Nettó í Heilsublaðinu eða á netto.‌is. Hægt er að nálgast Samkaup – verslun við hendina, frítt í vefverslunum App Store (Apple) og Google Play store (Android).