Það er stórt og spennandi skref að kaupa sína fyrstu íbúð og enn skemmtilegra er að finna leiðir til að gera rýmin í húsinu að sínu. „Unga fólkið, og þá sérstaklega það sem er að fjárfesta í eldri íbúðum, kemur mikið hingað til mín í búðina í leit að leiðum til að gera upp baðherbergið, sem oft er komið til ára sinna. Við erum með ýmsar skemmtilegar og áhrifamiklar lausnir sem geta fært gömul og þreytt baðherbergi inn í nútímann. Unga fólkið er þá sérstaklega hrifið af svörtum blöndunartækjum eða gylltum. Það þráir að gera eitthvað nýtt sem er ólíkt því sem var hjá mömmu og pabba og þá er tilvalið að skipta út króminu fyrir eitthvað nútímalegt og skemmtilegt,“ segir Íris.

Unga fólkið er virkilega heillað af svörtum blöndunartækjum, en vinsældir þeirra gylltu aukast líka. fréttablaðið/eyþór
Gylltu blöndunartækin eru sífellt að verða vinsælli.

Þarf ekki að rústa öllu

„Þegar fólk er að flytja í nýja íbúð er alltaf spurning um hvað á að halda í og hverju fólk vill skipta út. Fyrstu árin geta verið flókin þar sem íbúðarkaup eru dýr og fólk er kannski ekki með mikið á milli handanna. En það langar að gera eitthvað og það þarf ekkert alltaf að rústa öllu og taka allt í gegn. Það er góð byrjun að skipta út gamla postulínssettinu til dæmis fyrir fallegan frístandandi vask og upphengt klósett með flísalagðan klósettkassa. Svo er hægt að taka rassíu aftur eftir nokkur ár og klára breytingarnar ef þess er þörf.“

Djúpar skúffur eru kærkomnar hirslur inn á lítil baðherbergi.

Plássið skiptir máli

„Við erum með úrval af innréttingum og vaskaskápum með djúpum og sterkbyggðum skúffum sem henta ótrúlega vel inn á plássminni baðherbergi. Þær leysa jafnvel plássfreka og frístandandi skápa af hólmi. Brautirnar þola allt að 40 kíló svo það má koma ýmsu fyrir í þeim. Því er engin afsökun lengur að vera ekki með gott skipulag þótt fermetrarnir séu ekki margir. Handklæðin komast þarna fyrir, sjampóbrúsar, hárþurrkan, klósettrúllur og allt sem fylgir baðherberginu. Þú sérð líka allt sem er í skúffunum, en það er oft vandamál með djúpa skápa að hlutir eiga það til að týnast. Svo má hólfa skúffurnar niður með ýmsum leiðum. Það leysir svo margar hirslur af hólmi ef maður er með gott skápa- og skúffupláss inni á baði.“

Innréttingarnar koma í úrvali lita og áferðar.

Að sögn Írisar er unga fólkið mikið að taka hvíta eða svarta stóra handklæðaofna. „Þeir gegna mikilvægu hlutverki í barnafjölskyldum. Þarna hengir fólk upp baðhandklæðin til þerris, allt sunddótið frá krökkunum og ég tala nú ekki um ef fólk er með heitan pott. Stóru ofnarnir taka endalaust við.“

Handklæðaofnar í úrvali stærða og lita fyrir alls kyns baðherbergi.
Íris segir fjölskyldur með ung börn velja baðkarið fram yfir sturtuna enda finnst krökkunum gaman í baði. Fréttablaðið/Eyþór

Baðkör og sturtur

Unga fólkið í dag vill baðkör. „Pör með ung börn sjá mikinn kost í því að vera með baðkar. Það er hentugt að baða börnin í baðinu og þeim finnst líka flestum skemmtilegt að fara í bað. Svo sjá flestir líka kostinn í því að vera með frístandandi sturtuklefa ef plássið býður upp á það, eða sturtu yfir baðinu og svo hlíf með. Sturtan sparar tíma og hentar þannig nútímamanninum sem er alltaf á hlaupum. Enda, þegar börnin eldast, taka margar fjölskyldur sig til og skipta baðinu og sturtuklefanum út fyrir stóra sturtu sem hægt er að ganga inn í. Við bjóðum upp á mikið úrval af alls kyns lausnum í baðkörum, sturtuhlífum, frístandandi klefum og sturtubotnum sem fara beint á gólf. Vans bogalaga og svartir sturtuklefar hafa verið sérstaklega vinsælir enda bæði fallegur og hagkvæmur kostur.“

Vans bogalaga sturtuklefi er bæði fallegur og hagkvæmur og fæst í tveimur stærðum, 80x80 og 90x90.
Verslunin er með falleg baðker og sturtuhlífar sem setja stílhreinan og fallegan heildarsvip á baðherbergið. Mynd/aðsend

Brjóta upp línurnar

Kringlótta spegla inn á baðherbergið segir Íris hafa rokið út eins og heitar lummur. „Hringlaga spegill er fullkominn til þess að brjóta upp á línurnar inni á baðherberginu. Það er margt ferkantað og kassalaga inni á baðherbergjum nútímans og þá þarf að koma eitthvert mótvægi með mjúkum línum. Við vorum til dæmis að fá inn nýja kringlótta speglaskápa með ljósi allan hringinn og smá geymsluplássi. Þeir eru mjög fallegir og koma með smá glamúr inn á baðherbergið.“

Sniðugir ljósaspeglar með blue­tooth-hátalara fást í versluninni.
Innréttingar og tæki bjóða upp á einstakt úrval af blöndunartækjum í fallegum litum og áferð. Mosaveggirnir eru líka stórskemmtileg viðbót við hvert baðherbergi og bætir mosinn hljóðvistina í leiðinni.

Innflutningsgjöfin í Innréttingjum og tækjum

Fæstum dettur í hug að leita að innflutningsgjöfum í hreinlætistækjaverslun, en Íris er með sérstaklega fallega og einstaka gjafahugmynd. „Við eigum mjög fallegar tilbúnar innrammaðar myndir með lituðum mosa í stærðinni 40x40. Þessar hafa verið vinsælar hjá okkur og í sumar rauk salan upp í þessum myndum. Ég veit ekki hvort fólk er meira að kaupa myndirnar inn á eigin baðherbergi eða að gefa þær, en ég sé fyrir mér að þetta væri tilvalin innflutningsgjöf. Hún er líka mjög óvænt og öðruvísi, en Íslendingar elska að gefa öðruvísi gjafir.“

Innréttingar og tæki eru í Ármúla 31. Sími 588-7332. Sjá nánar á i-t.is.