Guðbjörg Þorvarðardóttir hefur verið eigandi stofunnar frá upphafi þegar hún var stofnuð árið 1998 og tók til starfa ári síðar. Dýralæknastofa Dagfinns er staðsett í sérstaklega fallegu húsnæði við Skólavörðustíg 35a, þar sem að sögn Guðbjargar var upphaflega bílskúr sem var rifinn og byggð var dýralæknastofa í stað hans.

„Þessi litla en tæknilega dýralæknastofa er til þjónustu fyrir miðbæinn og stendur á flottasta stað bæjarins á Skólavörðustíg, einni skemmtilegustu götu miðborgarinnar með útsýni á Hallgrímskirkju sem gnæfir yfir rétt um 100 metrum upp götuna. Húsið er í garðinum við húsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt Íslands, ólst upp í og var byggt af föður hans, Samúel Jónssyni. Það er ekki amalegur félagsskapur af þeim feðgum,“ segir Guðbjörg.

Hér er hundur að koma í tannhreinsun og leiser
Anton Brink

Gott aðgengi og næg bílastæði

Miðbærinn er líklega eitt gjöfulasta kattasvæði landsins og þó víðar væri leitað og því er afar mikilvægt að þar sé starfandi dýralæknastofa, til þess að þjónusta gæludýraeigendur á svæðinu. „Hér verður einfaldlega að vera þjónusta fyrir gæludýraeigendur. Margir halda að það sé flókið að koma á stofuna til okkar, en sannleikurinn er sá að aðgengi hingað er með allra besta móti. Skólavörðustígurinn er greiðfær og göturnar í kring sömuleiðis. Svo búum við að allra besta bílastæði miðbæjarins, sem er frátekið fyrir viðskiptavini okkar. Það verður einfaldlega að vera hægt að koma hingað á bíl, það væri ekki hægt að reka stofuna öðruvísi.“

Anton Brink

Tæknileg stofa

Dýralæknastofa Dagfinns er með allar almennar dýralækningar fyrir gæludýr en sinnir einnig í ákveðnum tilfellum hestalækningum á vöktum. „Við sjáum um allt þetta helsta eins og skoðanir á hundum, köttum og öðrum gæludýrum, bólusetningar, ormahreinsanir, sónar, röntgenmyndun og fleira.“ Þegar ljósmyndara bar að garði var í gangi aðgerð á stofunni, en um var að ræða geldingu á hundi. „Við framkvæmum ýmsar aðgerðir en þær algengustu eru einmitt geldingar og tannhreinsanir, og svo margt fleira. Þetta er fjölbreytt starf og afar gjöfult.“

Hér er verið að heyrnamæla hund, en slæm heyrn er þekkt vandamál hjá Dalmatian ræktarhundum og fleiri tegundum.

Á stofunni starfa fjórir fullmenntaðir dýralæknar. „Fyrst má nefna Gabija Kacinskyte sem er menntaður dýralæknir og lærður hundasnyrtir. Gabija sér einnig um heyrnarmælingar, en við erum með fullkomið heyrnarmælingatæki á stofunni. Heyrnarmælingar í dýralæknaheiminum eru komnar til fyrir atbeina Dalmatian ræktarhunda, enda er það þekkt vandamál hjá þeirri tegund, en einnig fleiri hundategundum. Ætli við séum ekki þau einu á landinu sem erum að bjóða upp á þetta eins og er? Gabi sér einnig um hundasnyrtingar þegar minna er að gera hjá okkur. Þá eru aðrir dýralæknar þau Sanita Sudrabina og Guðjón Sigurðsson sem sjá um ýmsar aðgerðir og önnur tilfelli á sviði dýralækninga. Sjálf kem ég upphaflega úr stórdýrum og hef starfað við þau í yfir 20 ár. Þá er ég með meistaragráðu í röntgenfræðum. Annars sé ég um almennar dýralækningar og aðgerðir eins og aðrir á stofunni. Hún Íris Hrund Grettisdóttir er svo í afgreiðslu og aðstoðar okkur á stofunni.“

Anton Brink

Eins og áður sagði er stofan tæknileg enda býr hún að fullkomnum lækningatækjum eins og sónar, röntgenmyndavél, hjartaskoðunartæki, fullkominni aðstöðu fyrir skurðaðgerðir, rannsóknarstofu með smásjá fyrir sýnaskoðanir, fullkomnum blóðrannsóknartækjum og fleiru. „Þá erum við með leisertæki sem mikið er notað til dæmis eftir aðgerðir, við gigt, bakverkjum eða til að minnka bólgur.“

Sanita undirbýr hér hund undir röntgenmyndatöku.
Anton Brink

Ferskt er alltaf best

Á dýralæknastofunni er einnig verslun með fjölbreytt úrval af gæludýrafóðri, dýravörum, leikföngum og ýmsu sem þarf fyrir gæludýrahald. „Ásamt því að bjóða upp á úrval af leikföngum, búrum, sandkössum, kattalúgum, klósettum og fleiru erum við með gæludýrafóður frá Hills (Prescription og Science diet) og Royal Canin. Þá erum við með fóður fyrir aðrar tegundir gæludýra eins og nagdýrin, kanínur og fleira. Svo erum við að taka inn Belcando hundafóður og Leonardo fyrir kettina. Þessir framleiðendur ásamt Hills og Royal Canin eru þekktir fyrir að framleiða afar vandað og heilnæmt fóður fyrir gæludýrin okkar og bjóða upp á úrval af fóðri fyrir hinar ýmsu stærðir katta og hunda með mismunandi þarfir. Hills og Royal Canin er einnig með sjúkramat sem notaður er fyrir ýmsum kvillum sem hundar og kettir geta þjáðst af, eins og gigt, þrálátum niðurgangi, hjartveiki, sykursýki eða öðru. Þegar svo ber undir er mikilvægt að leita til dýralækna og fá rétt fóður fyrir dýrin. Sjúkrafóðrið er þess utan eingöngu hægt að kaupa í gegnum dýralækna.

Á dýralækningastofunni er einnig verslun með ýmsar vörur fyrir gæludýr.
Anton Brink

Svo mælist ég alltaf til þess að gæludýraeigendur gefi mest af fersku fæði enda gildir það sama með dýrin og mannfólkið að óunnar matvörur eru mun hollari fyrir okkur öll heldur en ein tegund af hunda- eða kattamat. Þó er æskilegt að hafa fóðrið með til að tryggja að gæludýrin séu að fá öll þau næringarefni sem þau þurfa.“

Dýralæknastofa Dagfinns er staðsett að Skólavörðustíg 35. www.dagfinnur.is. Sími: 552-3621.