Hér deilir Sveinn sögu sinni og þeim kaflaskiptum sem urðu í lífi hans eftir að hann fékk kæfisvefnsvél.

„Í gegnum árin hef ég vaknað snemma og ekki náð að sofa út, því upplifði ég mig oft þreyttan og óúthvíldan yfir daginn og þurfti oft að leggja mig upp úr hádeginu. Oft vaknaði ég með andþyngsli og hósta, tilfinningin var eins og það væri fast slím í lungunum sem ég náði ekki að hósta upp. Stóran hluta dags var ég að framkalla hósta og ræskja mig til að reyna að losa þetta slím sem varð til þess að ég var alltaf hás og rámur. Þetta var mjög óþægilegt, sérstaklega þar sem ég starfaði sem prestur á þeim tíma.

Eftir lungnamyndatöku, öndunarpróf og ofnæmispróf á lungum og húð, var ég sendur í svefnrannsókn og kom í ljós að ég væri með kæfisvefn á háu stigi.

Þegar ég var í langkeyrslum sótti oft að mér mikil þreyta, svo mikil að ég var oft við það að sofna sem leiddi til þess að konan mín tók við akstrinum. Mig grunaði þó aldrei að ég væri með kæfisvefn. Ég er í reglulegu eftirliti hjá blóðmeinafræðingi vegna ofhleðslu á járni í blóði. Í eitt skiptið sem ég fór í eftirlit ræddi ég hæsið og þyngslin í lungunum við sérfræðinginn og vísað hann mér á góðan lungnasérfræðing. Lungnasérfræðingurinn sendi mig í lungnamyndatöku, öndunarpróf og ofnæmispróf á lungum og húð. Allar þessar prófanir komu eðlilega út. Þá var ég sendur í svefnrannsókn og kom í ljós að ég var með kæfisvefn á háu stigi.

Ég fékk kæfisvefnsvél frá Landsspítalanum og eftir að ég vandist að sofa með vélina, fann ég strax mun á því hversu ferskari og orkumeiri ég var yfir daginn. Ég átti auðveldara með að sofa og þurfti ekki að leggja mig lengur yfir daginn. Einnig hætti ég að vakna hóstandi og sú tilfinning að lungun væru full af slími fór. Þvílíkur munur.

Ása Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Stoðar.

Nýir möguleikar opnuðust

Við hjónin förum reglulega í sumarbústað sem við eigum í Grímsnesinu. Ég tók kæfisvefnsvélina sjaldan með í bústaðinn vegna þess hve fyrirferðarmikil hún er. Ég fékk mér því ferðakæfisvefnsvél fyrir skömmu og þá opnuðust heldur betur nýir möguleikar þar sem þessi vél er svo lítil og nett og auðvelt að taka með sér,“ segir Sveinn. „Hún tekur lítið pláss á náttborðinu og það er ekkert vatnsvesen, eingöngu lítil rakasía sem hjálpar til að halda lungunum hreinum. Ferðavélin er geymd í sér tösku með öllum fylgihlutum, alltaf tilbúin fyrir næstu ferð. Það eina sem ég þarf að muna er að grípa hana með mér,“ greinir hann frá. „Í sumar eignuðumst við hjónin húsbíl sem við njótum þess að ferðast um landið á. Oft á tíðum tengjum við bílinn ekki við rafmagn og nýtum þá rafgeyminn. Ég heyrði af því að það væri hægt að tengja ferðavélina við sérbúna ferðarafhlöðu sem vakti sérstakan áhuga hjá mér á ferðavélinni. Þetta gerir mér kleift að taka vélina með í húsbílaferðir og nota hana án þess að hafa hana tengda við rafmagn. Reynsla mín af að nota ferðavélina og rafhlöðuna er mjög góð. Rafhlaðan dugar í tvær nætur án þess að ég þurfi að hlaða hana og get ég sofið 8-9 tíma á nóttu og vakna úthvíldur án þess að finna óþægindi í lungunum.

Runnu á mig tvær grímur

Ferðavélin er létt og meðfærileg á allan hátt og einstaklega einföld. Þegar ég heyrði að hún væri tengd í gegnum app í símanum, runnu á mig tvær grímur. Ég hélt að ég gæti ekki lært á appið og að það yrði bara vesen, en reyndin var önnur og kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt er að stýra vélinni í gegnum appið. Það er líka hvetjandi að geta fylgst með svefninum í gegnum appið. Appið metur svefnárangur minn eftir hverja nótt og það er virkilega gott og hvetjandi að geta fylgst með og fengið niðurstöður um hve lengi ég sef og gæði svefnsins eftir nóttina. Það kom mér á óvart hvað þetta litla tæki virkaði vel og var þægilegt í notkun, bæði í bústaðnum og í húsbílnum. Ég gef þessari litlu meðfærilegu svefnvél minni hin bestu meðmæli og einkunn,“ segir Sveinn að lokum.

Einkenni kæfisvefns

Ása, framkvæmdastjóri Stoðar, er hjúkrunarfræðingur með mastersgráðu í svefnrannsóknum. Hún segir einkenni kæfisvefns koma misjafnlega fram hjá fólki. „Kæfisvefn er samheiti yfir einkenni sem lýsa sér þannig að einstaklingar fá endurtekin öndunarstopp að næturlagi og oftast fylgikvilla að degi til, í formi syfju og þreytu. Sumir þola mjög illa röskun á svefni vegna öndunartruflana og lýsa fyrst og fremst svefnleysi, á meðan aðrir eru mjög syfjaðir á daginn. Þriðji hópurinn kemur oft seint í greiningu, glímir enda við einkenni sem hann tengir ekki við kæfisvefn en eru afleiðingar kæfisvefns á hjarta- og æðakerfið, svo sem háþrýsting, hjartasjúkdóma, gáttaflökt, vélindabakflæði og fleira. Það er mjög gefandi að upplifa þegar fólk, sem verið hefur með skert svefngæði vegna kæfisvefns, fær meðferð við hæfi. Það hreinlega öðlast nýtt líf,“ útskýrir Ása.

Það felst mikið frelsi í því að geta kippt vélinni , sem er ekki mikið stærri en gsm-sími, með í ferðalagið.

Frelsi með í ferðalagið

Loksins er komin lausn fyrir þá sem þjást af kæfisvefni og vilja litla og handhæga svefnöndunarvél til að ferðast með. Þeir sem eru með kæfisvefn og nota kæfisvefnsvél, taka ekki í mál að sofa eina nótt án vélar og því kemur ferðavélin sér vel fyrir þá sem ferðast mikið vegna vinnu sinnar eða sér til skemmtunar. Þó að vélin sé lítil er hún mjög öflug og veitir sambærilega meðferð og kæfisvefnsvél sem fólk notar heima. Ferðavélin veitir vatnslausa rakameðferð með sérhæfðum rakafilter. AirMini ferðavélin er mjög einföld í notkun. Vélinni fylgir snjallforrit (app) sem hægt er að sækja í AppStore eða Playstore og gott að búið sé að ná í forritið áður en komið er í tíma til Stoðar. Einnig þarf fólk að muna að koma með vélina sína og grímu í tímann, svo hægt sé að stilla ferðavélina á sömu stillingar og verið er að nota heima. Stoð er einnig með hleðslubatterí sem hægt er að tengja við vélina eða aðrar kæfisvefnsvélar þar sem rafmagn er ekki til staðar sem einfaldar enn frekar öll ferðalög.

Allar nánari upplýsingar og til að bóka þjónustutíma í ráðgjöf er að finna á vefsíðu Stoðar, stod.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið svefn@stod.is eða hringt í síma 565-2885.