Veitingastaðurinn Bryggjan er staðsettur í líflegu, skemmtilegu og einstöku umhverfi á bryggjunni við höfnina í Grindavík. Bryggjan, sem hefur mest verið að sinna erlendum ferðamönnum, hefur nú verið að bæta við framboðið af réttum og heldur nú líka jólahlaðborð.

„Fyrir tveimur árum opnuðum við hinn glæsilega Netagerðarsal á efri hæðinni sem tekur allt að 230 manns og þar höldum við veislur, fyrirtækjaviðburði og jólahlaðborð,“ segir Dagur Kristoffersen, yfirkokkur og rekstrarstjóri Bryggjunnar. „Núna erum við byrjuð að taka niður pantanir fyrir jólahlaðborðin í ár, en þau fara fram 3., 4., 10. og 11. desember. Þar mun ég, ásamt meistarakokkinum Hajie Flores og fleirum, galdra fram kræsingar. Svo mun hinn eini sanni Maggi Kjartans ásamt Stefaníu Svavars og Axel O vera með lifandi tónlist fyrir gestina. Þetta verða bæði jólalög undir borðhaldinu og svo dúndrandi stuð eftir matinn.

Jólahlaðborð Bryggjunnar verður haldið í hinum glæsilega Netagerðarsal, sem tekur allt að 230 manns í sæti. MYND/AÐSEND

Bryggjan er staðsett í byggingu sem var byggð árið 1980 til að hýsa netagerðarfyrirtæki, en árið 2009 var hluta byggingarinnar breytt í kaffihús sem hefur heillað bæjarbúa og ferðalanga í Grindavík síðan,“ segir Dagur. „Nýir eigendur opnuðu svo Netagerðarsalinn sem er nýr veitingasalur sumarið 2019 og nú ætlum við leggja meiri áherslu á ýmiss konar veislur.“

Huggulegt og hefðbundið

„Bryggjan hefur til þessa aðallega höfðað til erlendra ferðamanna. Við seljum aðallega kökur, súpur og hefðbundinn íslenskan mat á tiltölulega lágu verði, en humarsúpan okkar er vinsælasti rétturinn. Við höfum samt hægt og rólega verið að auka við framboðið og munum bæta við „Fish & Chips“ núna á næstunni,“ segir Dagur. „Á jólahlaðborðinu ætlum við svo bara að hafa þetta mjög hefðbundið, við verðum með graflax, reyktan lax, paté, skinku, hangikjöt, síld, kalkúnasteik, purusteik, andabringur, lambainnanlæri og alls konar meðlæti.

Hinn eini sanni Maggi Kjartans ásamt Stefaníu Svavars og Axel O leikur lifandi tónlist fyrir gestina. MYND/AÐSEND

Þetta verður bara mjög huggulegt og hefðbundið hjá okkur, góður matur, góð tónlist og góð stemning á skemmtilegum stað,“ segir Dagur. „Við hvetjum Grindvíkinga sem og alla aðra til að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur, en það þarf að panta fyrir fram.

Það eru allir velkomnir, hvort sem það eru einstaklingar, pör eða stærri hópar, en við veitum afslátt fyrir stærri hópa,“ segir Dagur. „Við tökum vel á móti öllum gestum og getum boðið upp á alls kyns lausnir fyrir alla mannfagnaði. Við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki sem sem eru að skipuleggja mannfagnaði og viðburði með góðum mat og góðri stemningu til að hafa samband eða koma í heimsókn.“


Hafið samband við Bryggjuna í síma 426-7100 eða sendið tölvupóst á info@bryggjan.com til þess að tryggja ykkur borð á jólahlaðborðinu.

Jólahlaðborð Bryggjunnar verður hefðbundið og áherslan verður á huggulegheit, góðan mat og góða stemningu. MYND/AÐSEND
Bryggjan er staðsett í byggingu sem var byggð árið 1980 til að hýsa netagerðarfyrirtæki, en árið 2009 var hluta byggingarinnar breytt í kaffihús. MYND/AÐSEND
Jólahlaðborð Bryggjunnar verða haldin 3., 4., 10. og 11. desember næstkomandi. Allir eru velkomnir og stærri hópar fá afslátt. Til að vera með þarf að panta fyrir fram í síma 426-7100 eða með pósti á info@bryggjan.com. MYND/AÐSEND