Strúktúr ehf. er fyrirtæki sem sinnir innflutningi á timbureiningum (Cross Laminated Timber CLT), límtrés- og stálgrindarhúsum, yleiningum, klæðningum, hurðum og gluggum og getur þar að auki séð um allar teikningar ef þess er óskað. Stefna fyrirtækisins er að bjóða vörur sem standast íslenskt veðurfar og uppfylla alla staðla og gæðakröfur kaupenda og það velur sér samstarfsaðila af kostgæfni, hvort sem það eru innlendir eða erlendir birgjar.

Krosslímdar CLT timbureiningar bjóða upp á hagkvæma og vistvæna leið til að byggja hús. „Að byggja úr CLT timbureiningum er gríðarlega álitlegur kostur í dag,“ segir Ingólfur Á. Sigþórsson, framkvæmdastjóri Strúktúrs. „Það er líka sífellt meira byggt úr timbri, ekki síst í ljósi þess að þar er verið að nota endurnýtanlegt efni sem bindur kolefni og er umhverfisvænt.

Í húsum úr CLT einingum eru engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu. Einingarnar eru með hátt U-gildi og því þarf minni einangrun utan á þær,“ segir Ingólfur og bætir við að í dag megi finna háhýsi um alla Evrópu byggð úr CLT timbureiningum. „Við erum búnir að reisa 4.200 fermetra hús á fimm hæðum í Hafnarfirði sem er alfarið úr CLT, meira að segja lyftugöng og stigar. Eigandinn er núna að klára að einangra og klæða húsið.

Strúktúr hefur reist fjölda einbýlis- og parhúsa hér á landi, sem og sumarhús og fleira.

Við erum líka búnir að reisa fjölda einbýlis- og parhúsa hér á landi, sem og sumarhús og fleira. Svo erum við nýlega búnir að afhenda CLT í þakið á Sorpu í Álfsnesi, en það er um 5.800 fermetrar eða 1.264 rúmmetrar af efni,” segir Ingólfur. „Við erum einnig að fara af stað með fjögur sex íbúða fjölbýlishús í Reykjavík og það eru nokkur einbýlishús í framleiðslu.

Ástæðurnar fyrir vinsældum eininganna eru gríðarlegur styrkur efnisins, vistfræðilegi hlutinn og hagkvæmnin,“ segir Ingólfur. „Einingarnar koma tilsniðnar á byggingarstað sem gerir það að verkum að það er fljótlegt að reisa og loka húsinu. Það tekur fjóra til sjö daga að reisa og setja hurðir og glugga í um 250-300 fermetra hús á einni hæð.“

Vellíðan og loftgæði

„Massíft timbur skilar vellíðan og lífsgæðum. Fjölbreyttir hönnunarvalkostir sem opna nýja möguleika fyrir arkitektinn eru vissulega einn þáttur í að tryggja þetta,“ segir Ingólfur. „Inni í húsinu er til dæmis hægt að sameina og hafa sýnileg yfirborð mismunandi viðartegunda eins og grenis, svissneskrar furu, silfurfuru eða BBS Antik með pússuðu eða burstuðu yfirborði. Massíft timbur hefur líka framúrskarandi eiginleika sem geymsla fyrir hita og raka, sem tryggir hlýtt tréyfirborð, jafnvægi og lífsgæði.

CLT timbureiningar stytta byggingartíma töluvert á meðan gæðum er viðhaldið,“ segir Ingólfur. „Samsetning massífs timburs og hefðbundinna byggingarefna svo sem steinsteypu, stáls og glers geta svo leitt til hagkvæmra lausna þar sem kostir þessara efna eru sameinaðir.

Þetta stóra fimm hæða hús í Hafnarfirði er alfarið úr CLT, meira að segja lyftugöng og stigar. Unnið er að því að klára að einangra og klæða húsið.

Hlutfallslega lítil þyngd viðarins er mikill kostur, til dæmis þegar við byggjum aðra hæð á eldri byggingar,“ segir Ingólfur. „CLT timbureiningar henta þá sérlega vel vegna þess að þær bjóða upp á svo marga byggingarmöguleika án þess að auka verulega álagið á bygginguna vegna þyngdar.

Þar sem viður er náttúrulegt hráefni hefur hann fjölmarga kosti umfram hefðbundin byggingarefni. Viður hefur róandi áhrif og eykur vellíðan, hann er framleiddur á sjálfbæran hátt, hann bindur CO2 og vinnur þannig gegn loftslagsbreytingum, hann býður upp á náttúrulegan orkusparnað og hægt er að endurvinna hann 100% vistvænt.“

Vistvænni kostur

„Viðmið eins og vistvæni, sjálfbærni, kostnaður á líftíma, endurvinnsla og hófleg nýting auðlinda skipta miklu þegar kemur að spurningum um viðeigandi byggingarlausnir og byggingarefni,” segir Ingólfur. „CLT timburbygging kemur greinilega betur út en hefðbundnar byggingaraðferðir ef maður skoðar alla þessa þætti.

Framleiðandi eininganna, Binderholz, starfar líka samkvæmt þeirri reglu að allt hráefni er nýtt 100%, að mestu leyti með umhverfisvænum aðferðum. Það er byrjað með timburuppskeru frá sjálfbærum skógum sem eru undir góðu eftirliti og útkoman er fjölbreytt úrval af massífum timburvörum,“ segir Ingólfur. „Allar aukaafurðir sem safnast upp í framleiðslunni eru svo nýttar til fulls til að skapa græna orku og þannig tryggir Binderholz vistvæna notkun hráefna sinna.“

Hentar í skemmur og stór iðnaðarhús

„Við seljum glugga og hurðir sem koma frá Kastrup vinduet í Danmörku, en þeir bjóða upp á PVC, timbur, tré/ál og ál. Gluggarnir standast allar kröfur sem gerðar eru hér á landi og hafa verið á markaði hér í yfir 16 ár,“ segir Ingólfur. „Klæðningarnar sem við bjóðum upp á eru timburklæðningar, ál- og stálklæðningar, borðaklæðningar með náttúrusteini frá Vinylit í Þýskalandi og Fiber sement klæðning frá SVK í Belgíu, sem er einstaklega sterk og endingargóð.

Strúktúr býður upp á tvenns konar stálgrindarhús sem geta verið mjög stór og henta vel sem gripahús, iðnaðarhús og allar gerðir af skemmum.

Við bjóðum líka upp á tvenns konar stálgrindarhús. Bæði léttbyggð úr Z prófílum og sterkari gerð úr IPA prófílum,“ segir Ingólfur. „Z strúktúr húsin fáum við frá Joris Ide í Belgíu en við erum búin að selja þau um allt land í áratugi. Þau henta einstaklega vel í gripahús og allar gerðir af skemmum. Við erum búin að afhenda nokkuð margar skemmur á þessu ári og erum núna með nokkrar skemmur í framleiðslu, meðal annars eina sem er 640 fermetrar með 5,6 m vegghæð og milligólfi.

Ef við förum í stór iðnaðarhús þá veljum við DS Staal, en við höfum verið í samstarfi við þá frá upphafi,“ segir Ingólfur. „Við erum nýbúin að skila af okkur húsi í Hafnarfirði frá DS með steinullareiningum frá Joris Ide, en það er 1.500 fermetrar og mænishæðin er 10 metrar. Það er líka 2.200 fermetra skemma með sjö metra vegghæð í framleiðslu, en hún verður afhent í haust ásamt fleiri skemmum.“


Það er hægt að nálgast frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Strúktúrs á heimasíðunni www.struktur.is.