Svavar Þórisson, verslunarstjóri Múrbúðarinnar, segir að mjög margir séu að gera endurbætur á heimili sínu þessa dagana, þar á meðal að endurnýja baðherbergi, skipta um gólfefni og mála. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur, margir að breyta til hjá sér. Nú er fólk meira heima og margir að ráðast í framkvæmdir sem hafa kannski beðið,“ segir hann og bendir á að endurgreiðsla virðisauka af vinnu iðnaðarmanna hafi líka hvetjandi áhrif á fólk. „Þótt margir séu laghentir og geti gert margt sjálfir þá er ákveðið öryggi fólgið í því að fá faglærða iðnaðarmenn í verkið að einhverju eða öllu leyti.

Það er nauðsynlegt að vanda til verka þegar baðherbergið er endurnýjað. Þeir sem vilja gera baðherbergið vatnsþétt ættu að kíkja til okkar í Múrbúðinni því við erum með heildstætt kerfi frá Murexin. Með því að nota þetta kerfi er tryggt að baðherbergið verður pottþétt vatnsþétt,“ segir Svavar. „Það hefur aukist að fólk noti þetta efni á alla veggi, undir flísar en það minnkar líkur á myglu og rakaskemmdum.“

Pottþétt – vatnsþétt með Murexin

„Murexin rakavarnarkerfið byggir á nokkrum hlutum og uppfyllir kröfur EN 14891 og einnig ÖNORM B 3407.

Helstu hlutar kerfisins eru:

LF1 „penetrating“ grunnur, Murexin 1KS rakaþéttikvoða, sem oft er kölluð „dúkur í dós“ og loks þéttiborðar fyrir horn. Þetta eru þeir hlutar kerfisins sem mynda rakavörnina undir flísalögnina. Síðan er mælt með að nota Murexin KPF 35+ flex flísalím og FM 60 flex fúgu og að lokum bakteríudrepandi Murexin Mastic silíkon til að þétta til dæmis við samskeyti.

Murexin mælir með því að nota grunn undir rakaþéttikvoðuna á öll efni nema rakaþolið gifs. Grunnurinn tryggir að rakaþéttikvoðan binst betur við vegginn. Samkvæmt rannsóknum eykst binding við steypta fleti um meira en 140% þegar grunnur er notaður,“ útskýrir Svavar.

Múrbúðin er að Kletthálsi 7, Selhellu í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ.

„UNI-platte baðplöturnar eru mikið notaðar til að breyta á baðherbergjum. Plöturnar eru einangrandi og vatnsheldar byggingarplötur sem eru notaðar til dæmis til að búa til sturtubotna, byggja í kringum innbyggð klósett og utan um baðkör. Hægt er að flísaleggja beint á plöturnar þar sem ekki er ástæða til að bera rakaþéttikvoðu á áður.“

Flísar skapa rétta stemmingu

„Múrbúðin býður mikið úrval af gegnheilum flísum sem eru vinsælar á baðherbergi. Í dag er algengt að nota sömu gerð af flísum bæði á gólf og á veggi. Það gefur baðherberginu heildstæðan svip, þar sem flísarnar eru bakgrunnur fyrir innréttingar og tæki. Við fáum stundum myndir frá viðskiptavinum þar sem þeir sýna hvernig baðherbergið var fyrir og hvernig það lítur út eftir að það hefur verið flísalagt með flísum frá Múrbúðinni og það er skemmtilegt,“ segir Svavar og bendir á að margir séu líka að átta sig á hversu góð málningin sé sem Múrbúðin er með. „Við erum með sænska gæðamálningu. Það er hægt að kaupa þessa frábæru málningu á Múrbúðarverði, sem þýðir að fólk málar meira fyrir minna.

Svo erum við með allt sem fólk þarf til að taka baðherbergið í gegn, alveg frá A-Ö. Vönduð blöndunartæki og vaska, salerni, sturtur og frábær keramik-sturtutæki, gólfefni, jafnt flísar sem parket, ásamt öllum efnum til undirvinnu. Í Múrbúðinni er mikið úrval af flísum og einnig er boðið upp á að sérpanta flísar. Það er gríðarlegt úrval sem hægt er að sérpanta og þar geta jafnvel þeir vandlátustu fundið flísar við hæfi. Gráir tónar hafa verið vinsælir hjá okkur og flestir velja mattar flísar,“ segir Svavar. „Vinsælustu stærðirnar á flísunum eru 30x60, 60x60 og 60x120. Þá hefur marmari verið að koma inn ásamt viðarútliti.“

Glæsilegur, vandaður sturtuklefi með niðurfalli frá Múrbúðinni.

Niðurföll

„Falleg niðurföll setja svip á baðherbergið. Hjá Múrbúðinni fæst mikið úrval flottra niðurfalla frá Evimetal. Hægt er að velja um mismunandi lengdir og gerðir niðurfalls og síðan velja úr úrvali mismunandi rista sem passa smekk hvers og eins. Niðurföllin og ristarnar eru úr ryðfríu stáli og eru á mjög hagstæðu verði.“

Meiri gæði á lægra verði

„Íslenskir neytendur eru orðnir vanir því að borga 50-100% hærra verð fyrir byggingarvörur en þær kosta erlendis,“ segir Svavar.

„Múrbúðin leggur hins vegar metnað sinn í að bjóða sambærileg verð á byggingarvörum og erlendis. Þannig kosta 14 kíló af Murexin 1KS rakaþéttikvoðu 10.495 krónur hjá Múrbúðinni. Sama vara kostar 81,60 evrur í netverslun Amazon, sem er um 13.300 krónur. Íslenskir neytendur fá því sömu vöruna meira en 20% ódýrari hjá Múrbúðinni.

Nýjustu flísarnar eru margar með marmara- eða viðarmynstri.

Rannsóknir hafa sýnt að verðlag á Íslandi er um 60-70% hærra en í Evrópu. Miðað við það væri „rétt“ íslenskt verð á þessari rakakvoðu um 20.000 krónur dósin en hjá Múrbúðinni kostar hún aðeins 10.495 krónur.

Margir neytendur hafa áttað sig á því að hjá Múrbúðinni fá þeir hágæða vöru á miklu lægra verði heldur en annars staðar hérlendis og oft á verði sem er sambærilegt eða lægra en varan kostar erlendis,“ segir Svavar.

Múrbúðin er á þremur stöðum, Kletthálsi 7, sími 412 2500, Selhellu 6, Hafnarfirði sími 412 2500 og Fuglavík 18, Reykjanesbæ, sími 421 1090. Múrbúðin er með heimasíðuna murbudin.is

Fallegar flísar gefa baðherberginu nýtt útlit.
Baðherbergi fyrir endurbætur.
Sama baðherbergi eftir breytingar. Öll efni voru keypti í Múrbúðinni og vel má sjá glæsilega breytinguna.
Murexin rakavarnarkerfið byggir á nokkrum hlutum og uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru á Evrópustuðlum.
Skýring á því hvernig rakavarnarkerfið er sett upp.