„Við höfum sérhæft okkur í að framleiða og selja afurðir úr sæbjúgum og Arctic Star sæbjúgnahylkin eru framleidd úr íslenskum hágæða sæbjúgum. Okkar markmið er að framleiða, markaðssetja og selja hreinar og ómengaðar heilsuvörur sem eru aðallega framleiddar úr hreinu og ómenguðu hráefni,“ segir Sandra, en sæbjúgu hafa oft verið nefnd „ginseng hafsins“ enda innihalda þau fjöldann allan af gagnlegum efnum.

Sandra segir að það séu þrjár tegundir af sæbjúgnahylkjum sem eru komnar á markað, en starfsemi Arctic Star hófst árið 2015.

„Í fyrstu vorum við bara með sæbjúgnahylki en nú erum við einnig komin með Marine Collagen sem inniheldur líka kollagen og sæbjúgnahylki, +D3 innihalda líka D-vítamín,“ segir Sandra.

Innihalda mikið prótein

Spurð hvað sé svona hollt og gott við sæbjúgun segir Sandra: „Sæbjúgun innihalda mikið prótein og innihalda mörg næringarefni, steinefni, amínósýrur og vítamín. Efnin í sæbjúgunum eru mjög góð fyrir þá sem eru með liðverki og sæbjúgnahylkin henta þeim vel sem eru að fást við gigt, slitverki, bakverki og fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Þá auka þau blóðflæðið í líkamanum og þau hafa reynst sumum konum hjálpleg sem glíma við ófrjósemi,“ segir Sandra, sem sjálf segist hafa afar góða reynslu af taka inn sæbjúgnahylkin.

„Ég var með mjög veikt ónæmiskerfi og var oft lasin og fékk gjarnan flensu. Eftir að ég fór að taka inn sæbjúgnahylkin að staðaldri árið 2013 hef ég sjaldan orðið veik. Á Covid-tímanum voru margir að veikjast en ég fann aldrei fyrir neinum einkennum,“ segir Sandra. Hún er fædd í Anshan í Kína og ólst þar upp áður en hún færði sig til Dalian í NorðausturKína áður en hún flutti til Íslands árið 2002.

Sandra segir að sæbjúgun séu veidd í Atlandshafinu við strendur Íslands. „Við notum eingöngu íslensk sæbjúgu í okkar framleiðslu og við fáum nóg af þeim til að framleiða hylkin. Sæbjúgun eru ekki öll eins en þau íslensku innihalda meiri virk efni heldur en þau sem eru í Asíu. Til dæmis er próteinmagnið í þeim íslensku 70 prósent á móti 30 frá Asíu,“ segir Sandra, en sæbjúgu hafa í langan tíma verið þekkt sem heilsufæði með ríkan lækningamátt í löndum eins og Kína, Japan og í Indónesíu.

Góð viðbrögð frá viðskiptavinum

Sandra segir að viðtökurnar á sæbjúgnahylkjunum hér á landi hafi verið mjög góðar.

„Íslendingar hafa tekið mjög vel í sæbjúgnahylkin. Salan hefur verið stöðug á þeim og í fyrra bættust á markaðinn kollagen sæbjúgnahylkin og sæbjúgnahylkin+D3. Við höfum fengið virkilega góð viðbrögð frá okkar viðskiptavinum enda eru þetta frábærar heilsuvörur.“

Artic Star Marine Collagen eru framleidd úr Atlandshafsþorskroði og sæbjúgum sem eru veidd í Norður-Atlantshafinu. Kollagen er þekkt fyrir að seinka öldrun húðarinnar, bæta háræðaslitkerfi, stuðla að frásogi kalsíums, kalsíumuppbótar og styrkja ónæmiskerfið.

Artic Star sæbjúgnahylki+D3 eru framleidd úr sæbjúgum en nýjar rannsóknir sýna að D3 gegnir hlutverki í hjarta-og æðastarfsemi og styður heilbrigða bólgusvörun.

Vörur frá Arctic Star er hægt að nálgast í vefversluninni arcticstar.is, en þær eru einnig fáanlegar í flestum apótekum, heilsubúðum og í Hagkaupi og Fjarðarkaupum. Sjá nánar á vefsíðunni arcticstar.is

Arctic Star selur sæbjúgnahylki sem eru framleidd úr íslenskum hágæða sæbjúgum. Marine Collagen inniheldur líka kollagen og C-vítamín og Sæbjúgnahylki+D3 innihalda líka D-vítamín.