Nettó er aðalgrillbúðin á landinu. Þar fást yfir sjötíu tegundir af grillkjöti og gæða grillsósur sem fullkomna máltíðina. Einnig er þar frábært úrval af fiski og grænmeti sem og öllu öðru sem hægt er að ímynda sér að megi grilla. Hjá Nettó er því hægt að láta alla grilldrauma rætast og gott betur en það. „Við hjá Nettó bjóðum líklegast upp á breiðasta úrval kjöttegunda á landsvísu. Ásamt hefðbundnum kjúklingi og nauta-, lamba- og svínasteikum, þá erum við einnig með annað framandi kjöt í völdum verslunum, eins og til dæmis dádýr, kengúrusteikur, alifuglakjöt og margt fleira sem vekur forvitna bragðlauka. Okkar leiðarljós er að bjóða eingöngu fyrsta flokks gæði á besta mögulega verði og gott úrval,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa/Nettó.

Nettó er með frábært úrval af krydduðu, maríneruðu og ókrydduðu kjöti fyrir allar gerðir grillara.

Fiskinn á grillið

Fátt er meira viðeigandi inn í íslenska grillsumarið en spriklandi ferskur fiskur, beint á grillið. Í samstarfi við Hafið býður Nettó upp á úrval af gómsætum fiski sem er tilvalinn á grillið. „Fyrir þá sem kjósa fiskmeti fram yfir kjötið verðum við auðvitað með gott úrval af hörpuskel, humri og frosinni risarækju. Langa, bleikja og lax fást einnig í girnilegum grillútfærslum frá Hafinu,“ segir Ingibjörg.

Íslenskur fiskur frá Hafinu er frábær á grillið. Fæst bæði ókryddaður og forkryddaður.

Fyrir metnaðarfullu grillarana sem vilja marinera og krydda sjálfir, þá stendur kjötborðslínan okkar fyrir sínu.

Kjötborðið er stolt Nettó

Kjötborðið nefnist vörumerki Nettó á ferskum kjötvörum. „Við erum einstaklega stolt af „Kjötborðinu“ okkar,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, innkaupastjóri og grillmeistari Nettó. Undir merkjum Kjötborðsins fá grillarar landsins hundrað prósent ferskt og ómeðhöndlað kjöt, allt huggulega snyrt og vel fram borið. „Fyrir metnaðarfullu grillarana sem vilja marinera og krydda sjálfir, þá stendur kjötborðslínan okkar fyrir sínu. Um er að ræða 100% hreint og ókryddað lamb, naut, svín og kjúkling, allt niðursneitt með þeim hætti sem grillarinn kýs að fá það. Við notum eingöngu íslenskt hráefni í þessa línu og fólk getur alltaf gengið að 100% gæðum. Undir merkjum Kjötborðsins fást svo að auki vinsælustu marineringarnar í dollum svo menn geti smurt sjálfir með kærleika,“ segir Elías.

„Í sumar munum við svo bjóða upp á úrval af grillspjótum frá Norðlenska. Einnig verðum við með gott úrval af grillkjöti frá Norðlenska, Kjarnafæði, SS, Stjörnugrís, Kjötbankanum, Kjötseli og upprunamerkt lambakjöt í grillpakkningum frá Fjallalambi,“ bætir Ingibjörg við. Þau Ingibjörg og Elías eru svo sammála um að grillsósurnar frá Kjötseli setji punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að fullkomna grillmáltíðina.

Borgarar og pylsur

Nettó er að vanda með fjölbreytt úrval af hamborgurum og pylsum fyrir grillið. „Vinsælu Barion borgararnir verða á boðstólum hjá okkur í allt sumar. Rib-eye borgararnir eru líka að koma sterkir inn og ná líklega fordæmalausum vinsældum í sumar. Þar er Tarfurinn, safaríkur 150 gramma Rib-eye borgari, langvinsælastur. Klassísku pylsurnar verða áfram í afar fjölbreyttu úrvali enda ómissandi á grillið og gaman að bera fram með alls kyns meðlæti og sósum,“ segir Elías.

Nautaborgarar Kjötborðsins eru úr 100% hreinu nautakjöti.

Margt má nú grilla

Fyrir utan þetta hefðbundna sem fólk grillar alla jafna, eins og kjötið, fiskinn, pylsurnar og grænmetið, er Nettó með ýmislegt fleira sem má vel gera tilraunir með á grillinu. „Fyrir þá allra hörðustu má líklega skipta út heimilisofninum fyrir grillið á hverjum degi í sumar. Flatbökur er eitt af því sem margir sverja fyrir að séu mun betri beint af grillinu en úr ofninum. Púrrulaukur er einnig svaðalegur á grillið sem og eggaldin, kúrbítur, kartöflurnar, sætar kartöflur og margt fleira. Það er í raun fátt sem batnar ekki við það að fá á sig smá grillrendur,“ segir Elías.

Grillsumarið mikla á tilboði

Nú er tími til kominn að liðka um grilltangirnar, brýna grillspjótin og fullkomna grillhæfileikana því Nettó verður með öflug grilltilboð í allt sumar. „Yfir sumartímann kappkostum við hjá Nettó að vera með góð helgartilboð á grillkjöti og öðrum girnilegum valkostum á grillið. Við munum bjóða upp á flottar magnpakkningar fyrir grillið, bæði frosið og ferskt. Einnig auglýsum við risavaxna afslætti í hverri einustu viku í allt sumar. Meðal annars munum við vinna meira með grilltvennurnar vinsælu. Þar seljum við saman í pakkningu tvær gerðir af kjöti, eins og til dæmis naut og lamb. Einnig munum við bjóða upp á kjúkling í tveimur mismunandi marineringum saman í pakka. Allt til að gera grillið fjölbreyttara og skemmtilegra,“ segir Ingibjörg.

Stafræn Nettó

Netverslun Nettó er einstaklega þægileg lausn sem viðskiptavinir hafa verið ánægðir með. „Hægt er að nýta sér netverslun Nettó og fá ýmist sent heim eða sækja í verslun á völdum landsvæðum. Þetta kemur sér til dæmis einstaklega vel fyrir grillveisluna,“ segir Ingibjörg og bætir við:

„Í fyrra setti Samkaup á markað nýtt smáforrit undir nafninu „Samkaup – verslun við hendina“. Appið veitir viðskiptavinum afslátt í rúmlega sextíu verslunum félagsins, þar með töldum öllum verslunum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Appið er stafrænt tryggðarkerfi Samkaupa og fá viðskiptavinir 2% afslátt af öllum vörum í formi inneignar í hvert sinn sem þeir versla. Appið veitir afslátt í öllum verslunum okkar um land allt og með appinu fá viðskiptavinir meiri afslátt en þekkist í öðrum matvöruverslunum. Með afslættinum safna viðskiptavinir upp inneign sem þeir geta síðan nýtt hvenær sem þeim hentar, hvort heldur er í næstu búðarferð á eftir eða safnað honum upp og notað til að gera öll matarinnkaup. Reglulega bjóðum við að auki upp á glæsileg tilboð í Samkaupa-appinu sem gilda auðvitað í öllum Nettó-verslunum,“ segir Ingibjörg. Samkaupa-appið er orðið eitt stærsta vildarkerfi á Íslandi með tæplega 44.000 notendur sem hafa sótt snjallforritið og nýtt sér regluleg tilboð og afslætti á vegum appsins. „Í sumar verða regluleg apptilboð á góðum og girnilegum lausnum á grillið,“ segir Ingibjörg.

Nettó-verslanir eru um land allt. Einnig má gera innkaupin á netto.‌is. Hægt að er sækja Samkaupa-appið í App store eða Google Play.