Hildur Þórðardóttir, verslunarstjóri hjá Rúmföt.is, segir að verslunin hafi tekið miklum stakkaskiptum eftir að hún hóf störf hjá fyrirtækinu. „Þetta hefur undið heilmikið upp á sig. Fyrir þremur árum fluttum við hingað á Nýbýlaveginn og í fyrra stækkuðum við verslunina um meira en helming og bættum heilmiklu í vöruúrvalið,“ segir Hildur. „Fagmennska er það sem við viljum standa fyrir. Við erum eina sérverslunin á landinu sem sérhæfir sig í rúmfötum og veitum þjónustu í samræmi við það,“ bætir hún við.

Það verður gaman að sauma úr þessu

„Við kaupum bæði tilbúin rúmföt frá Ítalíu og stranga sem Margrét Guðlaugsdóttir, eða Magga saumakona, saumar úr, eins og henni einni er lagið,“ segir hún og bendir á Möggu.

Magga bætir við að það krefjist mikillar nákvæmnisvinnu að sauma rúmföt en starfið verði seint leiðigjarnt. „Maður skyldi nú halda að eftir tæplega 60 ára starfsreynslu ætti ég að vera löngu búin að fá nóg af þessu. En mér hefur alla tíð þótt gaman að sauma og þykir það enn þá. Þegar það kemur nýtt efni í búðina frá Ítalíu þá renni ég höndunum um það og hugsa með mér: „Noh, hvað það verður gaman að sauma úr þessu!“ segir hún dreymin á svip.

Magga saumakona til vinstri og Hildur verslunarstjóri. Rúmföt.is er eina verslunin hér á landi sem sérhæfir sig í fyrsta flokks gæðarúmfatnaði. Magga saumar dýrindis rúmföt úr fínustu efnum frá Ítalíu og víðar að. Mjúk efni eru enda grunnurinn að góðum sv
Ernir

Besta bómullin frá Egyptalandi

Í haust heimsótti Hildur Ítalíu og skoðaði verksmiðjuna sem Rúmföt.is verslar mest við. „Þar fékk ég að skoða hvernig efnið er ofið og meðhöndlað. Ítalir leggja mikla áherslu á að nota góða bómull í vefnaðinn. Besta bómullin er sú egypska og mér skilst að svipuð afbrigði séu ræktuð úti um allan heim. Ekki ósvipað og með vínþrúgurnar. Það er hægt að rækta Chardonnay um allan heim en aðstæðurnar verða að vera réttar til að vínið sé gott. Besta bómullin er einfaldlega ræktuð í Egyptalandi. Þess vegna hafa Ítalir allar klær úti til að finna bestu bómullina á hverju ári. Það sem nýtist ekki strax geyma þeir til lélegri ára. Því stundum verður enda uppskerubrestur eða vaxtarskilyrðin léleg og þá minnka gæðin sem eru í boði,“ segir Hildur.

Rúmföt og lök í öllum regnbogans litum og mynstrum. Mýktin er óviðjafnanleg enda er Björn, eigandi verslunarinnar, sérlegur áhugamaður um rúmföt og velur eingöngu fínustu efnin. Mynd/aðsend

Bómullin er svo unnin og ofin eftir kúnstarinnar reglum. „Þegar búið er að spinna bómullina og setja á kefli þarf að ákveða hvort vefa á marglitt efni, til dæmis silkidamask eða einlitt efni. Marglitu efnin eru ofin úr lituðum þræði og því þarf að lita þráðinn áður en byrjað er að vefa. Einlitu efnin koma öll í náttúrlegum bómullarlit úr vefstólunum og eru síðan lituð í réttum lit. Eftir litun eru efnin meðhöndluð eftir kúnstarinnar reglum til að gefa þeim meiri mýkt og rétta áferð.

Fólk spyr okkur stundum hver sé munurinn á damaski og satíni. Það er nefnilega smá ruglingur í gangi. Margir halda að damask sé betra en satín. En eini munurinn er sá að damask er efni með ofnu munstri í en satín er alveg slétt. Gæðin fara eftir þræðinum sem er notaður og þar kemur egypska bómullin til sögunnar,“ segir hún.

Blá rúmföt með myndum af magnolíu. Blómið er þekkt fyrir að hafa góð áhrif á svefninn.

Lökin skipta lykilmáli

Rúmföt.is selur margar stærðir af lökum. „Þegar búðin var opnuð áttum við bara þessar algengustu stærðir sem flestir eru að kaupa. En í dag reynum við líka að eiga stærðir sem eru sjaldséðari á rúmum landsmanna. Til dæmis 200x200 cm, 80x200 og 180x210, svo örfá dæmi séu tekin. Við erum líka til ráðleggingar fyrir viðskiptavini um hvaða lök henti og hvaða stærðir séu bestar fyrir rúmin.

Þegar ég var nýbyrjuð að búa fór ég út í búð og keypti 160 cm lak á rúmdýnuna, sem átti að passa nákvæmlega. Eftir þrjá þvotta var lakið orðið allt of lítið og ónothæft, því dýnan var eins og skip, með öll horn rísandi þannig að ekki var hægt að sofa í rúminu. Alvöru fagfólk hefði frætt mig, nýgræðinginn, um það að lök hlaupa í þvotti og þess vegna hefði ég þurft að kaupa lak sem væri minnst 170 cm á breidd. Þess vegna seljum við öll lök 10 cm stærri en mæling rúmsins og fræðum viðskiptavini í leiðinni,“ segir Hildur.

Ítalskt hágæða silkidamask saumað á Íslandi

Bara það besta

„Talandi um lök þá bjóðum við upp á dásamleg lök úr 400 þráða bómullarsatíni. Lökin eru ofin úr einföldum þræði og eru þess vegna „alvöru“ 400 þráða en ekki bara 300 þráða eins og sumar búðir eru að selja. Þessi lök eru því sleipari en gengur og gerist. Margir viðskiptavinir sem hafa keypt þessi lök hafa komið aftur og keypt fleiri og látið mig vita í leiðinni að þetta séu bestu lök sem þeir hafa átt.

Ítölsku lökin sem við seljum eru 600 þráða og ofin úr tvöföldum þræði. Bómullin kemur frá Egyptalandi og er æðislega mjúk. Eins og ég nefndi áðan þá fara gæðin á efninu mikið eftir því hvaða bómull er notuð. En í þessi lök er aðeins notuð hágæða egypsk bómull. Þau eru því úr sama efni og rúmfötin sem við látum framleiða fyrir okkur. Ítalirnir sem við skiptum við eru mjög passasamir þegar kemur að gæðunum. Það er hægt að kaupa ódýrara efni hjá þeim en okkur dettur það ekki í hug. Bara það besta er nógu gott.“

Hér sést skjannahvítt og stílhreint damask frá Curt Bauer.

Satínlökin betri en frotté

Hildur bætir við að í Rúmföt.is fáist ekki svokölluð frotté-lök sem stundum er spurt um. „Mér persónulega hefur alltaf fundist betra að sofa á virkilega góðum satínlökum. Þau eru bæði sleipari en frotté-lökin og því betra að snúa sér. Svo endast þau líka lengur. Sérstaklega í samanburði við algengustu frotté-lökin. Góð lök eru nefnilega ekki síður mikilvæg en hágæða rúmföt þegar kemur að góðum nætursvefni.“

Rúmföt.is er með úrval af fallegum rúmfötum með glæsilegu mynstri.

Góð rúmföt fyrir guðdómlegan svefn

„Ekki má gleyma áprentuðu satínrúmfötunum okkar. Þau eru öll úr 100% bómull og koma bæði 300 þráða og líka 600 þráða. Verðið er frá 10.900 krónum og upp í 17.800 krónur. Flestir kaupa rúmföt í stærðinni 140x200 cm en við eigum líka rúmföt fyrir extra langar sængur sem eru 140x220 cm og á tvöfaldar sængur sem eru 200x220 cm. Rúmfötin eru frábærar jólagjafir, en svo er líka tilvalið splæsa á sjálfan sig fyrir jólin og tryggja sér góðan nætursvefn yfir hátíðirnar,“ segir Hildur að lokum.

Rúmföt.is verslun er staðsett að Nýbýlavegi 28. Búðin er opin milli 12-17.30 virka daga og 11-15 laugardaga. Sími: 565 1025. Vefverslunin rumfot.is er opin allan sólarhringinn.