Þekktustu vörur Verkfærasölunnar eru Milwaukee rafmagnsverkfærin sem fyrirtækið hefur selt um árabil á Íslandi. Kristófer Ragnarsson er verslunarstjóri stórrar og glæsilegrar verslunar Verkfærasölunnar í Síðumúla 9 í Reykjavík. Auk hennar rekur fyrirtækið verslanir í Hafnarfirði og á Akureyri og svo öfluga vefverslun. Kristófer segir vinsældir Milwaukee verkfæranna miklar og skiljanlegar: „Í 18 og 12 volta rafhlöðulínunum ertu með mikið framboð af góðum vélum sem fagmenn og aðrir kunna vel að meta, enda eru þær þróaðar í samráði við fagfólk og gerðar fyrir krefjandi verkefni og aðstæður. Nýlega kynnti Milwaukee byltingarkenndar rafhlöður, MX Fuel-línuna, sem gera verktökum kleift að minnka kolefnissporið vegna þess að þær knýja stór verkfæri örugglega, bæði utan- og innandyra, sem áður voru knúin með jarðefnaeldsneyti.“

Verkfærasalan er einnig með Ryobi, sem er risastórt merki á verkfæramarkaðinum. „Það hefur komið vel út hjá viðskiptavinum sem vilja geta gert hlutina sjálfir og jafnvel farið upp á eigin spýtur í stærri verkefni heima fyrir.“ Kristófer segir Verkfærasöluna vera með mikið úrval af verkfærum frá þekktum framleiðendum á borð við Hultafors, Wera, Knipex, Bacho, Telwin, Gedore og Yato. „Hjá okkur er hægt að finna gott úrval bæði fyrir fagmanninn og dundarann þegar kemur að raf- og handverkfærum.“

Verkfærasalan er að sögn Kristófers með rafverkfæri, efnavörur og festingaefni. „Þú finnur gott úrval hjá okkur, við erum með bolta og skrúfur, alls konar festingaefni, en við erum ekki í smíðaefni eða parketi og slíku. Verkfæri eru okkar fag. Við sérhæfum okkur og reynum að veita framúrskarandi þjónustu. Starfsfólk Verkfærasölunnar býr yfir mikilli reynslu og sérfræðiþekkingu sem nýtist viðskiptavinunum við val á vörum okkar. Hjá okkur fá bæði fagmenn og aðrir, vörur, ráðgjöf og þjónustu fyrir hvort heldur sem er bílaviðgerðir, stálsmíði, trésmíði, pípulagnir eða rafvirkjun.“ En eru verkfæri gjafavara fyrir jólin? Kristófer segir ýmsar vörur seljast vel yfir vetrartímann, til dæmis sérstakan Milwaukee fatnað með hitabúnaði sem knúinn er rafhlöðum. „Svo erum við með jóladagatöl fyrir áhugamenn um verkfæri. Þá er ekki sælgæti í dagatölunum heldur verkfæri. Frá Milwaukee erum við með aðventudagatal þar sem er eitthvað sniðugt verkfæri á hverjum sunnudegi á aðventunni. Frá Wera og Gedore erum við með hefðbundnari dagatöl sem ná yfir alla 24 dagana. Þetta er mjög vinsælt. Síðan eru Wera vörurnar mjög vinsælar fyrir jólin.

Ryobi-verkfærin njóta mikilla vinsælda.

Pakkningarnar eru þannig að auðvelt er að pakka fallega inn, en þetta eru líka hágæða verkfæri sem fólk kann að meta. Jólavertíðin hefur verið að stækka ár frá ári og við sjáum mikla hreyfingu til dæmis á Black Friday. Þetta geta verið vélar og handverkfæri eða bara fatnaður og húfur.“ Að sögn Kristófers aukast vinsældir gjafakorta frá Verkfærasölunni ár frá ári. „Þau henta vel fyrir þá sem vilja gefa verkfæri en vita kannski ekki alveg hvað hentar best.“ Vefverslun Verkfærasölunnar hefur vaxið mjög undanfarið og í henni er hægt að fá næstum allar vörur fyrirtækisins. Kristófer segir fólk greinilega kunna vel að meta það að geta farið á netið til þess að versla og fá vöruna senda heim eða valið að sækja pöntunina til fyrirtækisins eða í póstbox