Biblía, rotin. Stór kistugarmur, ónýtur. Saumaskrúfa. Sjö tunnuskrifli, öll fúin og mjög bandafá, sumar heilar, sumar hálfar og flestar botnlausar. Nærbuxur, með gati. Þetta eru meðal annars þeir hlutir sem uppboðsbækur dánarbúa höfðu að geyma.

Mynd/Þjóðminjasafnið

„Við höfum gríðarlegan áhuga á hversdagslegum hlutum sem gefa okkur mynd af hversdeginum fyrir löngu síðan,“ segir Steindór Gunnar Steindórsson hjá Þjóðminjasafninu.

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjala- safni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. Hvað átti fólk? Hvers virði voru eigur þess? Hvernig endurspeglast eigur fólks fyrr á öldum í varðveittum menn- ingararfi þjóðarinnar?

Sýningin verður opnuð með viðhöfn í dag laugardag, klukkan 14 og ókeypis verður í safnið yfir opnunarhelgina.

Mynd/Þjóðminjasafnið