Við þurfum að geta brotið fæðuna vel niður til að næringarefnin frásogist, til þess að það gerist þarf þarmaflóran að vera í jafnvægi. Meltingarfærin eru það fyrsta sem við þurfum að huga að til að geta nærst vel. Um leið og upptakan er góð og við skilum frá okkur eðlilegum hægðum kemst betra jafnvægi á og höfum við stigið stórt skref í átt að heilbrigðara lífi. Það má líkja þessu við að við séum að byggja hús og við byrjum á grunninum. Því traustari og betur gerður sem grunnurinn er, þeim mun auðveldara verður að byggja ofan á þannig að allt haldi vel.

Góður og grænn á morgnana

Grænn þeytingur eða smoothie eins og sjá má í meðfylgjandi uppskrift er fullur af næringarefnum og trefjum sem eru bæði nauðsynleg og góð fyrir meltinguna. Vel samsettir þeytingar hafa líka jákvæð áhrif á blóðsykurinn og geta hjálpað í baráttunni við sykurpúkann. Það þarf ekki að vera flókið að skella í góðan drykk og tekur varla meira en 2-3 mínútur.

Grænn og vænn

1 lúka blönduð græn blöð, spínat eða grænkál

½-1 banani (má vera frosinn)

1 bolli frosið mangó eða t.d. ananas

1-2 cm engifer

Smá sítrónusafi

1,5 bolli vatn eða t.d. möndlu- eða haframjólk

Ýmislegt má svo nota til að „poppa“ drykkinn aðeins upp en það getur verið smá kanill, túrmerik, ein matskeið hörfræ eða chiafræ, smá epladjús eða tvær döðlur til að sæta aðeins. Berjadrykkir eru líka einstaklega næringaríkir og um að gera að finna hvað hentar.

Þreyta eftir máltíðir

Ensím eru nauðsynleg í öllum efnaskiptum í líkamanum en í hráu fæði eru ensím sem verða óvirk við eldun. Þegar við borðum eldaðan og unninn mat notar líkaminn orkuna í að finna og flytja ensím til meltingarvegarins, en hver hefur ekki fundið fyrir þreytu eftir stórar máltíðir? Með hækkandi aldri gerist það líka að framleiðsla ensíma í líkamanum minnkar en ensímskortur getur lýst sér í eftirfarandi:

 • Brjóstsviði
 • Vindverkir
 • Uppþemba
 • Ónot í maga og ógleði
 • Bólur
 • Nefrennsli
 • Krampar í þörmum
 • Ófullnægt hungur
 • Skapsveiflur
 • Eymsli í liðum
 • Húðkláði
 • Húðroði
 • Svefnleysi

Það er mikilvægt að borða „lifandi fæðu“ eins og grænmeti og ávexti með elduðum mat. Fjölmargir hafa einnig fundið lausn í að taka inn meltingarensím til að auðvelda líkamanum verkið og nýta fæðuna betur. Þetta er grundvallaratriði í átt að heilbrigðari lífsstíl. Meltingarensímin frá Enzymedica eru tekin inn með mat og hafa losað fólk við ótrúlegustu óþægindi og aukið orku til muna. Aðferð við vinnslu á Enzymedica ensímunum kallast Thera-Blend og er það einkaleyfisvarin aðferð sem gerir þeim kleift að vinna á mismunandi pH-gildum í líkamanum sem gerir þau margfalt öflugri en önnur meltingarensím.

Meltingarensímin frá Enzymedica eru mest seldu ensímin á markaðinum.

Öflugasta viðbótin

Fyrir utan D-vítamín og ómega-3 fitusýrur sem er okkur lífsnauðsynlegar, eigum við að taka inn öfluga mjólkursýrugerla. Oft er sagt að heilsan búi í þörmunum og mikið er til í því. Stöðugt álag er á meltingunni, atriði eins og streita, lyf, áfengi, sykur og koffín valda því að þarmaflóran er ekki í nógu góðu jafnvægi. Bio-Kult eru öflugir góðgerlar sem styrkja meltinguna. Bio-Kult Candéa er háþróuð og fjölvirk örverublanda sem inniheldur 7 frostþurrkaða og sýruþolna gerlastofna ásamt hvítlauk og GSE (Grapefruit Seed Extract) sem getur haft góð áhrif á meltinguna. Bio-Kult Candéa er öruggt og hentar vel fyrir alla, einnig barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn.

Bio-Kult Candéa er háþróuð góðgerlablanda sem hentar fyrir alla. myndir/aðsendar