Hjá Glugganeti er hægt að fá lúsmýsnet, skordýranet, gæludýranet, frjókornanet og stálnet sem hindra að mýs komist inn í híbýli fólks. Margrét Guðrún Jónsdóttir eigandi Glugganets hóf sölu á þeim í fyrra, eftir að hafa sjálf notað netin í fimm ár.

„Ég keypti netin erlendis frá af því ég fann þau ekki á Íslandi. Mér fannst þetta svo frábær vara að ég ákvað að flytja hana inn, mér fannst þetta vanta á markaðinn,“ segir Margrét.

„Við leggjum mikið upp úr að vera með vandaðar vörur. Við seljum ekkert nema hafa prófað það sjálf. Ég hef til dæmis keypt flugnafælur og prófað þær uppi í bústað. Þær virka ekkert svo ég sel þær ekki, ég sel bara vörur sem ég hef prófað sjálf og sem virka.“

Margrét segir að 90% af þeim netum sem hún hafi selt séu lúsmýsnetin.

„Það er komin eins árs reynsla á þau og ég held að svona 30% viðskipta þessa árs sé fólk sem keypti net í fyrra til að prófa og er að koma aftur og kaupa fleiri. Það eru bestu meðmælin. Ég er alltaf ánægð að sjá fólk koma aftur,“ segir hún.

Hurðanetin halda lúsmýi úti en Margrét segir að fólki þyki líka gott að geta opnað út á pall í bústaðnum án þess að mýsnar sleppi inn.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Netin mikill lúxus

„Frjókornanet eru þéttari en lúsmýsnetin en virka líka fyrir lúsmý. En þar sem þau eru þéttari hindra þau frekar loftflæði, þannig að ef fólk vill bara forðast mý en er ekki með frjókornaofnæmi, þá mæli ég með að taka frekar lúsmýsnet. Maður vill alltaf fá sem mesta loftið inn. En það er mikill lúxus að hafa þessi net og geta loftað út án þess að hafa áhyggjur af lúsmýi.“

Netin eru seld bæði samsett og tilbúin til uppsetningar og ósamsett. Sérstakt tilboð er á ósamsettum netum.

„Það er svona helmingurinn sem kaupir ósamsetta vöru. Þegar varan er ósamsett sagar viðskiptavinurinn hana sjálfur í rétta stærð, en samsett vara er sérsmíðuð fyrir hvern glugga,“ útskýrir Margrét.

„Við erum með net í álrömmum sem fest eru upp með segli eða lömum. Þau er hægt að fjarlægja úr glugganum. Við bjóðum einnig upp á rúlluglugganet sem eru skrúfuð í gluggann og eru föst allt árið. En það er auðvitað hægt að rúlla því upp. Hvort fólk velur álramma eða rúlluglugganet fer bara eftir því hvað fólk vill. Virknin er alveg jafn góð. Stundum henta álrammar betur, stundum henta rúlluglugganetin betur. Gluggar eru svo misjafnir, en ég hef ekki enn lent í glugga þar sem ekki var hægt að finna lausn.“

Hægt er að draga rúlluglugganetin upp og niður.MYND/AÐSEND
Álglugganetin er hægt að fjarlægja úr gluggunum. MYND/AÐSEND

Margrét segir að rúlluhurðanet séu mjög vinsæl núna, þau eru sett í dyrnar og dragast inn og út úr kasettu til hliðar þegar verið er að opna og loka.

„Auk þess sem hurðanetin halda lúsmýi úti þykir fólki líka gott að geta opnað út á pall í bústaðnum hjá sér á haustin án þess að hafa áhyggjur af að mýsnar sleppi inn,“ segir hún.

Margrét bætir við að einnig sé vinsælt að kaupa gæludýranet til að halda kisunum sínum og fuglum innandyra.

„Fólk sem er með ofnæmi fyrir köttum getur líka fengið sér net í gluggann til að hindra að kettir komi inn.“

Glugganet býður upp á lausn fyrir hjólhýsi og húsbíla. MYND/AÐSEND
Mikið stækkuð mynd af lúsmýsneti sýnir að flugan kemst ekki í gegn. MYND/AÐSEND

Einfalt í uppsetningu

Afhendingartíminn á ósamsettri vöru er um það bil sólarhringur, en það er yfirleitt tveggja vikna bið eftir samsettri vöru.

„Það getur farið upp í þrjár vikur á háannatíma en meðaltíminn er tvær vikur. Á heimasíðunni okkar glugganet.is eru mjög ítarlegar upplýsingar um hvernig á að setja vörurnar saman, leiðbeiningar og myndbönd. Þar er einnig að finna allar upplýsingar um vörurnar, verð og annað,“ segir Margrét.

„Fólk hefur oft áhyggjur af því hvort netin passi. Það sendir okkur mál af gluggunum og ljósmyndir. Við förum yfir það og í 99% tilfella passar allt. Ef ekki, þá lögum við það, svo fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“

Margrét segir netin einföld í uppsetningu og flestir kjósi að setja þau upp sjálfir. Einnig er hægt að óska eftir því að Glugganet sjái um að mæla og annast uppsetningar. Í Hlíðasmára 8 í Kópavogi er sýningarsalur þar sem hægt er að skoða uppsett sýnishorn af glugganetunum.