Listir og menningarstarf hafa ávallt verið snar þáttur í starfi Sólheima.

Höggmyndagarður Sólheima var formlega opnaður 5. júlí árið 2000 og í dag prýða garðinn 14 höggmyndir eftir jafn marga listamenn, eins konar vísir að yfirlitssýningu á íslenskri höggmyndalist 1900 – 1950.

Tilgangurinn með höggmyndagarðinum er að skapa fagurt og menningarlegt umhverfi.

Á 90 ára afmælisári Sólheima mun bætast við höggmyndagarðinn ný höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson, sem ber nafnið Kona og karl og verður afhjúpuð í sumar. Höggmyndin er gjöf velunnara Sólheima á afmælisári.