„Ég hef fylgst með honum nokkuð og velgengni hans í tónlistarbransanum. Glæsileg vegferð hans er alveg ótrúleg,“ segir Björgvin og bætir við að hann sé að sjálfsögðu að fara á tónleikana.

„Ég verð að sjá hvernig þetta er gert tæknilega á vellinum og er mjög spenntur að sjá hvernig hann gerir þetta. Ed Sheeran er vanalega einn á sviðinu með stórt pedalabretti fyrir framan sig sem hann stjórnar af prýði. Hann hljómar eins og heil hljómsveit,“ segir hann.

Björgvin segist eiga von á góðum tónleikum og að áhorfendur eigi eftir að taka virkan þátt í lögunum hans. „Miðasala upp á um það bil 50.000 plús miða segir meira en nokkur orð. Ekki má gleyma Sena Live sem gerir allt fyrsta flokks. Vonum sömuleiðis að veðrið haldi,“ segir Björgvin sem er einn af okkur reyndustu tónleikahöldurum.